Simbi er 10 ára í dag!

Já hann er tíu ára í dag..sætasti kötturinn!   Það hlýtur að teljast stórafmæli í kattarheimi. Hann fær því rækjur í matinn í kvöld, uppáhaldið sitt.   Hef átt hann frá fæðingu því ég átti mömmu hans líka.   Valdi Simba úr kettlingahópnum af því að ég sá strax að þarna var góður heimilisköttur á ferð. Simgi er latur og feitur eins og góðum kötti sæmir, en á það til að taka allt í einu upp á þvi´að fara að leika sér, hleypur íbúðina enda á milli , stekkur upp á sófa og stóla og hlunkast svo niður örþreyttur á eitthverjum stólnum.   Einn besti köttur sem ég hef átt og minnir soldið á Garfield :)

Simbi

Simbi


Regnhlíf í hurðinni!

Var að kaupa nýjan bíl.  Skoda Superb 2003 , steingrár með áli allan hringinn, (eitthvað kítti ) Ál á pústinu, vindskeið framan og aftan ..en bíðið...þetta er ekkert á við hvernig hann er að innan! Það er hægt að setja niður borð í aftursætinu og þar er pláss fyrir glös.  Bak við borðið er hægt að opna lúgu og þar dregur maður fram skíðapoka.  Í einni hurðinni er hólf sem ég opnaði og dró út fínustu regnhlíf merkt Skoda!   Það er ljós í öllum hurðum og svo þegar maður stígur út úr bílnum þá kviknar "útstiguljós" svo maður sjái betur hvar maður stígur niður, fínt í myrkri.  Ekki það að ég hafi ekki getað verið án þess en þetta er stórsniðugt.  Svo eru allskonar hólf hér og þar í bílnum, á eftir að skoða það betur. Já og LOFTÆLING...geggjað! 

Tékkar ( Hann er frá Tékklandi) eru víst svo stoltir af Skodanum sínum að þeir vilja hafa hann fullkominn, engu til sparað og hugsað fyrir öllu. 

Það eina sem ég get sett út á hann eru græjurnar.  Þær eru ekki nógu góðar.  Vantar meiri kraft og bassa.  Gráni á tíma í ísetningu á nýjum hátölurum á föstudaginn..mikið rosalega verður hann fullkominn þá.


Bloggfærslur 24. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband