Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 9. febrúar 2023
Kvöldverður fyrir þrjá á 925.-kr. samtals, er vel sloppið.
Matvörur hafa ekki bara hækkað á Íslandi heldur líka hér í Svíþjóð.
Las um daginn að matarkarfan hefði hækkað um 20% á einu ári og það er ekki lítið.
Verslanir hér eru þó með miklu fleiri tilboð en verslanir heima,auk þess sem hægt er að vera "meðlimur" og fá "meðlimaverð" á ýmsum vörum.
Ég tek mér alltaf góðan tíma í búðinni og skoða það sem er á tilboði ef ég er ekki búin að lesa tilboðs bæklingana sem margar verslanir senda heim svo maður geti undirbúið sig. Það margborgar sig að elta tilboðin þá kostar búðarferðin ekki svo mikið.
Verð að segja að mér finnst þetta frábær þjónusta við neytendur.
Hér er mynd af kvöldverðinum hjá okkur skötuhjúum, (kærastinn eldaði) sem kostaði um 925.- kr ísl. fyrir þrjá, hráefni keypt í Ica.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. febrúar 2023
Þá reið maður berbakt og hjálmlaus og allir vegir voru manni færir.
Sleipnir var áttfættur hestur Óðins í goðafræðinni. Sá fór um á skeiði. En ég þekkti annan Sleipni sem fór bara um á brokki..alveg þar til hann varð 10 vetra.
Það vakti athygli mína frétt sem mbl.is birti um daginn af háöldruðum íslenskum hesti í Þýskalandi. Og ég minntist þá vinar míns hans Sleipnis sem einnig varð vel aldraður.
Já einu sinni átti ég hest sem var ljúflingur og mikið gæðablóð. Hann vakti töluverða athygli þar sem hann bar höfuðið hátt í reið og var vel hágengur á töltinu enda var það svo að hann fór um á brokki alveg þar til hann var orðinn fullorðinn 10 vetra gamall. Og það var óharðnaður unglingurinn ég sem náði þá að kreista töltið fram í honum og var einstaklega stolt af því, sérlega vegna þess að tamningarmaðurinn hafði víst sagt að þessi hestur myndi aldrei tölta.
Svo eignaðist ég mann og börn og buru og en við barnsfaðir minn skildum og urðum að selja hesthús og hesta og minn gamli vinur Sleipnir sem þá var 18 vetra fékk að fara aftur heim í gömlu sveitina sína en á annan bæ þó. Þar varð þessi öðlingur allra hugljúfi.
Ég gerði mér ferð í Borgarfjörðinn mörgum árum seinna til að sjá hann og fann hann úti á túni í góðu yfirlæti með öðrum hrossum, farinn að þynnast á honum þykki makkinn hans og gránað hafði hann í framan. Þarna var hann líklega um 28 vetra.
Hann var víst bara notaður til að teyma undir krökkum síðustu árin.
Ég fékk svo að frétta af því þegar hann var felldur, 32 vetra aldraður vinur minn, sannarlega búinn að sinna sínu.
Skemmtileg tilviljun að Sleipnir frá Kronleiten og Sleipnir frá Melum hafi báðir náð háum aldri. Annar reyndar enn á lífi háaldraður. Og báðir skjóttir.
Á myndunum er ég líklega 16 ára gömul á honum Sleipni minum.
Við Elliðavatn.
42 vetra hestur við góða heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. febrúar 2023
"Oj þetta er ógeðslegt" Íslendingar eru allstaðar, pass på!
Við seldum, gáfum eða hentum öllu okkar hafurtaski áður en við flúðum Ísland í júni á síðasta ári. Flótti eður ei ,liklega var það beggja blands,ævintýramennska og gífurleg þreyta á öllu baslinu. Fjölskyldan er sú sem ég sakna mest, það er aldrei auðvelt að skilja við fólkið sitt.
Ég elska landið mitt Ísland, fegurðina og allt sem landið gefur en það verður að segjast eins og er að það er ekkert sérlega auðvelt að lifa á Íslandi. Og fólki er ekki gert neitt sérlega auðvelt að lifa. Ég og minn maður höfðum talað um það að flytja erlendis í þó nokkurn tíma en ákvörðunin um að flytja var samt ekki tekin fyrr en rétt hálfu ári áður en við sigldum frá eyjunni fögru með Norrænu. Með bíl, kerru og hundinn okkar.
Svíþjóð varð fyrir valinu vegna þess að ég ólst upp í Svíþjóð og hef verið með annan fótin viðloðandi landið þar sem foreldrar mínir áttu íbúð í mörg ár í Svíþjóð sem þau notuðu mest á sumrin. Heimsóknirnar voru margar. Minn maður bjó einnig í Svíþjóð þegar hann var barn og tenging hans er mikil við landið því móðir hans býr þar en þó ekki á sama landssvæði og við fluttum til.
Það er vinna að flytja erlendis, tekur óratíma að komast inn í kerfið og mikil skriffinska. Nú rúmum sjö mánuðum síðar erum við komin inn í það mesta en þó ekki alveg allt. Þetta verður auðveldara með tímanum og ég finn að búferlaflutningar eru mjög þroskandi. Þetta er jú meira en að segja það. Sérlega þegar maður er kominn yfir fimmtugt.
Það er urmull af íslendingum í Svíþjóð. Höfum samt ekki rekist á nema nokkra.
Nærtækasta dæmið er síðan í dag þegar minn maður var að ganga út úr verslun og heyrði þá á tal ungs pars á íslensku.
Ungi maðurinn:" Á ég að safna svona skeggi eins og maðurinn í köflóttu skyrtunni?
Unga konan : " Oj nei þetta er ógeðslegt"!!
Bloggar | Breytt 4.2.2023 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. febrúar 2023
Þvílíkt ves að komast að í sænska heilbrigðiskerfinu.
það er þrautin þyngri að komast að hjá lækni hér í svíalandi. Kerfið er þungt og hér er allt rafrænt og tekur óratíma að komast í gegnum allt ferlið.
Svo endar maður á núllpunkti-verður haft samband við þig.
Síðan hringir einhver hjúkka og ég útskýri mál mitt og hún segist athuga málið og hringja eftir tvo daga.
Eftir tvo daga fæ ég rafræn skilaboð frá henni.
Aftur byrjunarreitur. Eða þ.s ekkert sem ég vissi nú þegar. En enginn læknistími.
Ég er fílhraust en þarf að fá endurnýjun á lyfseðlum v/ hormóna. Er á þeim aldri að ég yrði snarvitlaus í skapinu auk þess að lífsgæðin minnka verulega ef ég fæ ekki mína hormóna. Og þarf lika að bæta við mig hormón og þess vegna vildi ég fá læknistíma.
Og þau vilja fá læknissögu mína (journal) á prentuðu formi frá lækninum heima og lyfjasögu mína einnig á prentuðu formi. Ég reyni auðvitað að útvega það en þau verða þá annað hvort að kunna íslensku eða fá sér túlk. Svo er auðvitað Google translate, verst hvað hann er óábyggilegur.
það sagði mér íslenskur læknir sem býr og starfar í Svíþjóð að sænska heilbrigðiskerfið sé sprungið og síst betra en á Íslandi.
Elska samt að búa í Svíþjóð.
Keypti þessa túlípana á litlar 529.- kr ísl í gær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. janúar 2023
Ísland - Svíþjóð og verð í matvörubúðum.
Nú eru nærri sjö mánuðir síðan við fluttum til Svíþjóðar. Og ég er alltaf að fá betri mynd af verðlaginu hér. Hér er ódýrara að lifa en munurinn er ekki er nærri jafn mikill og hann var fyrir nokkrum árum. Því það hefur allt hækkað mikið í Svíþjóð. En það sem lækkar innkaupakerruna eru öll tilboðin í verslununum og það margborgar sig að vera meðlimur því þá fær maður afslátt á færibandi. Ég fékk tildæmis 25 króna afslátt í ICA í verslunarferðinni í dag. Það eru heilar 325.- kr íslenskar, munar um það.
Og það er hægt að safna allskonar stigum og punktum og ég veit ekki hvað inn á meðlimakortið sitt, þetta er mjög sniðugt bæði fyrir kúnnan og verslunina sem heldur þá viðskiptavinum sínum ánægðum. Eins er fjöldinn allur af tilboðum í búðunum. Bæði almenn tilboð og eins sértilboð fyrir meðlimi. Ef maður er duglegur að nýta sér tilboðin lækkar verðið svo um munar.
Íslenskar matvörubúðir ættu að gera þetta sama því það myndi væntanlega margborga sig fyrir alla.
Okkur líður ótrúlega vel hér í Svíþjóð. Svíar hafa virkilega tekið vel á móti okkur og eru ljúfir og kurteisir. Elska fallegu húsin með tígulsteinsþökunum, hús byggð úr múrsteini eða timbri. Það er líka svo ofurauðvelt að skokka hér og hjóla, engar brekkur að þvælast fyrir manni. Og hér er milt veðurfar. Enn sem komið er höfum við verið gífurlega heppin með veðrið, komum hingað í hitabylgju í sumar og veturinn hefur verið mildur. Hér er sumarið fram í október og byrjar að vora í mars og ég get ekki beðið.
Áfram uh.. Ísland!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. janúar 2023
Bless Ísland - nýtt land og nýtt blogg!
Hvernig á að byrja blogg eftir 7 og 1/2 árs hlé?
Þegar síðasta færslan var skrifuð 21 október 2014, þá var ég búin að vera virkur ( ekki virtur) bloggari í 8 ár samfleytt. Ég var afskaplega duglegur bloggari enda hafði ég gaman af að skrifa og eignaðist t.a m. mikið af netvinum en líklegt og alls ekki óeðlilegt að allir séu búnir að gleyma mér núna. Ég veit líka að sumir bloggvina minna eru fallnir frá.
Ég er bloggari sem skrifa um allt og ekkert. Bara það sem mér liggur á hjarta hverju sinni í hálfgerðu dagbókarformi. Stundum verulega ómerkilegt og stundum meira krassandi.
Það væri gaman ef einhver nennir að fylgjast með mér og nýja lífinu í Svíþjóð, það er örlítið skemmtilegra fyrir egóið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. október 2014
Frábært og löngu tímabært!
Bannað að beita hross harðýgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. maí 2006
Ég er "eurovision" barn.
Ég ólst upp sem "eurovision" barn. Mikil stemning hefur alltaf verið fyrir söngvakeppninni á mínu heimili. Fjölskylda mín er mjög músíksinnuð og oftar en ekki er sungið og spilað á mannamótum í fjölskyldunni. Þó er bróðir minn sá eini í fjölskyldunni sem er starfandi tónlistarmaður. Ja reyndar er hinn bróðir minn í starfi tengdu tónlist. Ég var meira í dansinum en fæ útrás fyrir söngvarann í mér í partýum og "það var lagið" með Hemma Gunn á laugardagkvöldum , lengra nær það víst ekki.
Það er því kannski ekkert skrýtið að ég fíla söngvakeppnina í tætlur. Var engan veginn sátt við að senda skrípaleik til Aþenu, mér finnst að taka eigi þessa keppni alvarlega. Því var ég alveg sátt við að við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Ég vildi senda Regínu Ósk til Aþenu, lagið sem hún flutti er nefnilega lag sem hefði alla vega komist í úrslit.
Og nú er sigurinn ljós - Finnar unnu og ég er hamingjusöm eins og við hefðum unnið keppnina! Mér finnst lagið þeirra æðislegt, þetta er megagott lag og textinn er meira að segja í lagi. Ég er líka rosalega ánægð með að Rússland hafi orðið í 2. sæti, fannst það lag heillandi og flott.
Hard Rock Hallelujah
original English lyrics
music & lyrics: Mr Lordi
arrangement: Lordi
performer: Lordi
Hard Rock Hallelujah!
Hard Rock Hallelujah!
The saints are crippled
On this sinners? night
Lost are the lambs with no guiding light
The walls come down like thunder
The rocks about to roll
It?s the Arockalypse
Now bare your soul
All we need is lightning
With power and might
Striking down the prophets of false
As the moon is rising
Give us the sign
Now let us rise up in awe
Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
Demons and angels all in one have arrived
Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
In God?s creation supernatural high
The true believers
Thou shall be saved
Brothers and sisters keep strong in the faith
On the day of Rockoning
It?s who dares, wins
You will see the jokers soon?ll be the new kings
All we need is lightning
With power and might
Striking down the prophets of false
As the moon is rising
Give us the sign
Now let us rise up in awe
Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
Demons and angels all in one have arrived
Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
In God?s creation supernatural high
Wings on my back
I got horns on my head
My fangs are sharp
And my eyes are red
Not quite an angel
Or the one that fell
Now choose to join us or go straight to Hell
Hard Rock Hallelujah!
Hard Rock Hallelujah!
Hard Rock Hallelujah!
Hard Rock Hallelujah!
Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
Demons and angels all in one have arrived
Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
In God?s creation supernatural high
Hard Rock Hallelujah!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. maí 2006
Ég er foxill - Vinsamlegast kíkið hér!
Þetta finnst mér hámark ósvífninar! Ég bókaði ferð til sólarlanda með Heimsferðum þann 9. mai sl. og var búin að fá uppgefið fast verð. Borgaði um 50.000.- i staðfestingargjald. Fæ svo bréf frá Heimsferðum í dag .. eitthvað að ég verði að borga ferðina sex vikum fyrir brottför...blablabla.. en það sem stendur næst fær mig til að gapa af undrun.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ VEGNA LÆKKUNAR Á GENGI ÍSLENSKU KRÓNUNNAR, HEFUR FERÐ ÞÍN HÆKKAÐ UM 9%
Ég er að sjálfsögðu ekki sátt við þetta svo ég fór á heimasíðuna hjá Heimsferðum og sá þetta:
7. apríl 2006
Gengisbreytingar
Þann 21. apríl s.l. hækkuðu Heimsferðir verð á ferðum í sumar, þ.e. ferðum frá og með 17. maí, um 12%. Hækkunin er til komin vegna mikillar lækkunar íslensku krónunnar undanfarnar vikur gagnvart helstu erlendu gjaldmiðlum. Gengislækkun krónunnar gagnvart evrunni frá útgáfu sumarbæklinga í janúar og fram til 19. apríl var um 32%.
Hlutdeild erlendra gjaldmiðla í verði hverrar ferðar er á bilinu 70-75% og nemur kostnaðaraukning á ferðum frá útgáfu sumarbæklinga við slíka breytingu á genginu því um 21%. Til að koma til móts við viðskiptavini okkar var sú ákvörðun tekin að hækka ferðirnar ekki nema um 12% og því taka Heimsferðir á sig umtalsverðan hluta hækkunarinnar.
Á liðnum mánuðum hafa Heimsferðir tekið á sig mikinn kostnaðarauka vegna ferða í vorbæklingi og lengi vel á ferðum í sumarbæklingi. Eftir miklar breytingar á síðustu vikum var hins vegar ljóst að ekki var hægt að halda slíku áfram og því var sú óhjákvæmilega ákvörðun tekin að hækka verð frá og með 21. apríl.
Haustbæklingur okkar kom seinna út en sumarbæklingurinn og höfum við haft svigrúm til þess að lækka þau verð aftur í ljósi þess að krónan hefur verið að styrkjast aðeins undanfarið. Því létum við helming þeirrar 12% hækkunar sem sett var á ferðir skv. haustbæklingi ganga til baka, þ.a. hækkun haustferða er 6%.
Það er ljóst að verðhækkanir sem þessar eru engum gleðiefni en jafnframt er ljóst að þegar gengi krónunnar lækkar svo mikið eins og reyndin er nú eru verðhækkanir óhjákvæmilegar til að mæta þeirri miklu kostnaðarhækkun sem breytingin hefur í för með sér.
Vert er að benda á að ákvörðun Heimsferða er tekin í fullu samræmi við gildandi skilmála um kaup ferða, þar sem verð ferðar sem ekki er að fullu greitt er háð gengisbreytingum sem kunna að vera frá því ferðin er keypt og þar til hún er að fullu greidd.
----
Þeir tala um að hækka ferðirnar frá og með 17. mai en þar sem ég kaupi ferðina mína 9 mai með lægra verði og er ekki búin að borga ferðina að fullu þá á ég að taka þátt í gengisbreytingunni með því að borga 9 % hærra verð! Djöfull...og maður er ekkert varaður við eða neitt! Að sjálfsögðu hefði ég greitt ferðina að fullu fyrir 17 mai ef ég hefði vita af þessu!!
Er eitthvað sem ég get gert ?? Vill einhver please kommintera sem hefur vit á þessu?!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 18. maí 2006
"Fullorðinn maður stöðvar bíl sinn til að tala við litla stelpu?! "
"Fullorðinn maður sem stöðvar bíl sinn til að tala við litla stelpu?" ...nei lítur ekki vel út á þessum tímum. Þannig að hann ákveður að stoppa ekki, og keyrir áfram.
Honum fannst þetta leiðinlegt þar sem hann er góðmennskan uppmálið og honum fannst óréttlátt
að eflaust eru allir settir undir sama hattinn þegar að kemur að litlum stúlkum.
En hvað hefði hann átt að gera? Taka sénsinn á því að vera ekki tilkynntur til lögreglu eða keyra framhjá eins og hann gerði?
Ég skil hann svo sem vel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)