Kvöldverður fyrir þrjá á 925.-kr. samtals, er vel sloppið.

Matvörur hafa ekki bara hækkað á Íslandi heldur líka hér í Svíþjóð. 
Las um daginn að matarkarfan hefði hækkað um 20% á einu ári og það er ekki lítið. 

Verslanir hér eru þó með miklu fleiri tilboð en verslanir heima,auk þess sem hægt er að vera "meðlimur" og fá "meðlimaverð" á ýmsum vörum. 1D240DAB-111F-4989-9680-844747F7DAA5
Ég tek mér alltaf góðan tíma í búðinni og skoða það sem er á tilboði ef ég er ekki búin að lesa tilboðs bæklingana sem margar verslanir senda heim svo maður geti undirbúið sig. Það margborgar sig að elta tilboðin þá kostar búðarferðin ekki svo mikið. 

Verð að segja að mér finnst þetta frábær þjónusta við neytendur. 
Hér er mynd af kvöldverðinum hjá okkur skötuhjúum, (kærastinn eldaði) sem kostaði um 925.- kr ísl. fyrir þrjá, hráefni keypt í Ica. 


Þá reið maður berbakt og hjálmlaus og allir vegir voru manni færir.

Sleipnir var áttfættur hestur Óðins í goðafræðinni. Sá fór um á skeiði. En ég þekkti annan Sleipni sem fór bara um á brokki..alveg þar til hann varð 10 vetra. 

 
Það vakti athygli mína frétt sem mbl.is birti um daginn af háöldruðum íslenskum hesti í Þýskalandi. Og ég minntist þá vinar míns hans Sleipnis sem einnig varð vel aldraður.
Já einu sinni átti ég hest sem var ljúflingur og mikið gæðablóð. Hann vakti töluverða athygli þar sem hann bar höfuðið hátt í reið og var vel hágengur á töltinu enda var það svo að hann fór um á brokki alveg þar til hann var orðinn fullorðinn 10 vetra gamall. Og það var óharðnaður unglingurinn ég sem náði þá að kreista töltið fram í honum og var einstaklega stolt af því, sérlega vegna þess að tamningarmaðurinn hafði víst sagt að þessi hestur myndi aldrei tölta.IMG_6875


Svo eignaðist ég mann og börn og buru og en við barnsfaðir minn  skildum og urðum að selja hesthús og hesta og minn gamli vinur Sleipnir sem þá var 18 vetra fékk að fara aftur heim í gömlu sveitina sína en á annan bæ þó. Þar varð þessi öðlingur allra hugljúfi. 

Ég gerði mér ferð í Borgarfjörðinn mörgum árum seinna til að sjá hann og fann hann úti á túni í góðu yfirlæti með öðrum hrossum, farinn að þynnast á honum þykki makkinn hans og gránað hafði hann í framan. Þarna var hann líklega um 28 vetra.
Hann var víst bara notaður til að teyma undir krökkum síðustu árin.IMG_6874


Ég fékk svo að frétta af því þegar hann var felldur, 32 vetra aldraður vinur minn, sannarlega búinn að sinna sínu.  

Skemmtileg tilviljun að Sleipnir frá Kronleiten og Sleipnir frá Melum hafi báðir náð háum aldri. Annar reyndar enn á lífi háaldraður. Og báðir skjóttir. 


Á myndunum er ég líklega 16 ára gömul á honum Sleipni minum.
Við Elliðavatn. 


mbl.is 42 vetra hestur við góða heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Oj þetta er ógeðslegt" Íslendingar eru allstaðar, pass på!

 Við selIMG_1902dum, gáfum eða hentum öllu okkar hafurtaski áður en við flúðum Ísland í júni á síðasta ári. Flótti eður ei ,liklega var það beggja blands,ævintýramennska og gífurleg þreyta á öllu baslinu. Fjölskyldan er sú sem ég sakna mest, það er aldrei auðvelt að skilja við fólkið sitt.  
Ég elska landið mitt Ísland, fegurðina og allt sem landið gefur en það verður að segjast eins og er að það er ekkert sérlega auðvelt að lifa á Íslandi. Og fólki er ekki gert neitt sérlega auðvelt að lifa. Ég og minn maður höfðum talað um það að flytja erlendis í þó nokkurn tíma en ákvörðunin um að flytja var samt ekki tekin fyrr en rétt hálfu ári áður en við sigldum frá eyjunni fögru með Norrænu. Með bíl, kerru og hundinn okkar. 

Svíþjóð varð fyrir valinu vegna þess að ég ólst upp í Svíþjóð og hef verið með annan fótin viðloðandi landið þar sem foreldrar mínir áttu íbúð í mörg ár í Svíþjóð sem þau notuðu mest á  sumrin. Heimsóknirnar voru margar. Minn maður bjó einnig í Svíþjóð þegar hann var barn og tenging hans er mikil við landið því móðir hans býr þar en þó ekki á sama landssvæði og við fluttum til. 

IMG_6929Það er vinna að flytja erlendis, tekur óratíma að komast inn í kerfið og mikil skriffinska. Nú rúmum sjö mánuðum síðar erum við komin inn í það mesta en þó ekki alveg allt. Þetta verður auðveldara með tímanum og ég finn að búferlaflutningar eru mjög þroskandi. Þetta er jú meira en að segja það. Sérlega þegar maður er kominn yfir fimmtugt. 

IMG_6789Það er urmull af íslendingum í Svíþjóð. Höfum samt ekki rekist á nema nokkra. 

Nærtækasta dæmið er síðan í dag þegar minn maður var að ganga út úr verslun og heyrði þá á tal ungs pars á íslensku. 
Ungi maðurinn:" Á ég að safna svona skeggi eins og maðurinn í köflóttu skyrtunni? 
Unga konan :  " Oj nei þetta er ógeðslegt"!!   wink


Þvílíkt ves að komast að í sænska heilbrigðiskerfinu.

það er þrautin þyngri að komast að hjá lækni hér í svíalandi. Kerfið er þungt og hér er allt rafrænt og tekur óratíma að komast í gegnum allt ferlið.Túlípanar

Svo endar maður á núllpunkti-”verður haft samband við þig”. 

Síðan hringir einhver hjúkka og ég útskýri mál mitt og hún segist athuga málið og hringja eftir tvo daga.
Eftir tvo daga fæ ég rafræn skilaboð frá henni.
Aftur byrjunarreitur. Eða þ.s ekkert sem ég vissi nú þegar. En enginn læknistími.

Ég er fílhraust en þarf að fá endurnýjun á lyfseðlum v/ hormóna. Er á þeim aldri að ég yrði snarvitlaus í skapinu auk þess að lífsgæðin minnka verulega ef ég fæ ekki mína hormóna. Og þarf lika að bæta við mig hormón og þess vegna vildi ég fá læknistíma.

Og þau vilja fá læknissögu mína (journal) á prentuðu formi frá lækninum heima og lyfjasögu mína einnig á prentuðu formi. Ég reyni auðvitað að útvega það en þau verða þá annað hvort að kunna íslensku eða fá sér túlk. Svo er auðvitað Google translate, verst hvað hann er óábyggilegur.


það sagði mér íslenskur læknir sem býr og starfar í Svíþjóð að sænska heilbrigðiskerfið sé sprungið og síst betra en á Íslandi.

Elska samt að búa í Svíþjóð. 
Keypti þessa túlípana á litlar 529.- kr ísl í gær. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband