Ísland - Svíþjóð og verð í matvörubúðum.

  Nú eru nærri sjö mánuðir síðan við fluttum til Svíþjóðar. Og ég er alltaf að fá betri mynd af verðlaginu hér. Hér er ódýrara að lifa en munurinn er ekki er nærri jafn mikill og hann var fyrIMG_6600ir nokkrum árum. Því það hefur allt hækkað mikið í Svíþjóð. En það sem lækkar innkaupakerruna eru öll tilboðin í verslununum og það margborgar sig að vera meðlimur því þá fær maður afslátt á færibandi. Ég fékk tildæmis 25 króna afslátt í ICA í verslunarferðinni í dag. Það eru heilar 325.- kr íslenskar, munar um það. 

Og það er hægt að safna allskonar stigum og punktum og ég veit ekki hvað inn á meðlimakortið sitt, þetta er mjög sniðugt bæði fyrir kúnnan og verslunina sem heldur þá viðskiptavinum sínum ánægðum. Eins er fjöldinn allur af tilboðum í búðunum. Bæði almenn tilboð og eins sértilboð fyrir meðlimi. Ef maður er duglegur að nýta sér tilboðin lækkar verðið svo um munar.  

Íslenskar matvörubúðir ættu að gera þetta sama því það myndi væntanlega margborga sig IMG_6587fyrir alla.    

Okkur líður ótrúlega vel hér í Svíþjóð. Svíar hafa virkilega tekið vel á móti okkur og eru ljúfir og kurteisir.  Elska fallegu húsin með tígulsteinsþökunum, hús byggð úr múrsteini eða timbri. Það er líka svo ofurauðvelt að skokka hér og hjóla, engar brekkur að þvælast fyrir manni. Og hér er milt veðurfar. Enn sem komið er höfum við verið gífurlega heppin með veðrið, komum hingað í hitabylgju í sumar og veturinn hefur verið mildur. Hér er sumarið fram í október og byrjar að vora í mars og ég get ekki beðið. 
Áfram uh.. Ísland!

IMG_6591

IMG_6594


Bless Ísland - nýtt land og nýtt blogg!

Hvernig á að byrja blogg eftir 7 og 1/2 árs hlé? 

Þegar síðasta færslan var skrifuð 21 október 2014, þá var ég búin að vera virkur ( ekki virtur) bloggari í 8 ár samfleytt. Ég var afskaplega duglegur bloggari enda hafði ég gaman af að skrifa og eignaðist t.a m. mikið af netvinum en líklegt og alls ekki óeðlilegt að allir séu búnir að gleyma mér núna. Ég veit líka að sumir bloggvina minna eru fallnir frá.

Ég er bloggari sem skrifa um allt og ekkert. Bara það sem mér liggur á hjarta hverju sinni í hálfgerðu dagbókarformi.  Stundum verulega ómerkilegt og stundum meira krassandi.

Það væri gaman ef einhver nennir að fylgjast með mér og nýja lífinu í Svíþjóð, það er örlítið skemmtilegra fyrir egóið.  laughing

 19601233_10212215848484808_5582620908311202693_n


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband