Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Sjáið nýja kærasta Jennifer Aniston

Snoppufríður náungi nýji kærastinn hennar Aniston Grin. 36 ára gamall ef ég man rétt.  Voðalega er ég fegin að vera ekki fræg og fá að hafa einkalíf mitt í friði.  Einkalífið er þó ansi djúsí stundum en fréttamiðlar fara því miður á mis við það LoL.

Kærasti Aniston


mbl.is Hulunni svipt af nýjum kærasta Aniston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er best að brenna fitu?

Góð heilsa Margir hamast á hlaupabrettinu með púlsinn í hámarki  í þeim tilgangi að brenna fitu en átta sig ekki á því að það er kolröng leið til að brenna fitu. Ætla að fjalla aðeins um brennslu í þessu innleggi. 

 Það eru skiptar skoðanir á því hvort best sé að æfa á morgnanna á fastandi maga eða ekki.  Kenningin er sú að þegar æft  er á fastandi maga þá hefur líkaminn enga aðra orku að vinna úr nema  fituna og nýtir hana sem orkugjafa. 

Gæti verið.   En mjög margir eiga erfitt með að æfa á fastandi maga.   Þá er gott að fá sér smá kolvetni fyrir æfinguna, banana td. 

Ef æfingin er erfið , þungar lyftingar td. þá er ekki gott að vera ekkert búin að borða.  ALLS EKKI.   Ég hef séð fólk hrynja niður í ræktinni af því að það hefur ekki borðað neitt fyrir æfinguna.  Hætta á blóðsykurfalli, yfirliði auk þess sem orkan er minni en ella og því fer æfingin oft forgörðum.  

Brennsla á fastandi maga er í lagi fyrir fólk sem þolir það.   En svo þarf líka að gera sér grein fyrir því að allt er þetta spurning um input-output ... hitaeiningar sem þú innbyrðir daglega og hversu mörgum hitaeiningum þú eyðir ( hreyfing ) 

Brennsla :

Við brennum fitu í súrefni svo við verðum að passa það að púlsinn sé frekar lágur.  Já það er nefnilega málið!  Ekki eins og margir halda, því meira álag því meiri brennsla = Rangt .  Ef við erum í miklu álagi þar sem við fáum lítið súrefni þá brennum við kolvetnum.  Líkaminn getur ekki notað fituna sem orkugjafa ef súrefni skortir.    65% af hámarkspúls er flott að miða við.     Hámarkspúls : 220- lífaldur.  Ef enginn púlsmælir er til staðar þá er gott að miða við að við eigum að geta haldið uppi samræðum við næsta mann.  Eða vera við mörk þess að mæðast.    Eftir því sem brennslan er lengur því árangurríkari er hún.  40-60 mínútur er glæsilegur tími. 

 En hafa ber í huga að ALLTAF skal huga að líkamsástandi sínu, við erum ekki öll í sama forminu.   Byrja rólega og auka svo tímann smá saman þegar þolið hefur aukist og formið verður betra.   Ágætt er fyrir byrjanda að byrja á 10 mín. rólegri göngu.

Ef þú stundar enga hreyfingu skaltu reyna að ná hálftíma göngutúr á hverjum degi. Það munar svo sannarlega um það.   Fyrir þá sem eru að æfa ( lyfta) er gott að taka hálftíma brennslu eftir æfinguna.  Og hafa tvær auka brennsluæfingar tvisvar í viku ( 40-60 mín)

Það sem ég hef fjallað um hér er brennsla, en ef við ætlum okkur að auka þolið þá eru margar aðferðir til þess. Þol er í raun undirstaða fyrir góða heilsu. Þol má skilgreina sem viðnámsþrótt líkamans gegn þreytu. En það ætla ég að fjalla um síðar.     Smile


Hryllilegt að vita af svona fólki undir stýri!

Það eru margir óábyrgir ökumenn í umferðinni.  Það geta því miður allir lent í því að vera  í sunnudagsbíltúr með fjölskyldunni og átt sér einskins ills von og mætt einum slíkum.  Og bíltúrinn sem átti að vera svo notarlegur með fjölskyldunni endar svo upp á slysadeild.

 Ég hef einu sinni verið tekin fyrir of hraðan akstur.  Það var á Nýbýlaveginum árið 1988.  Þá var ég tekin á 70 km. hraða þar sem var 50 km. hámarkshraði.     Er ekkert stolt af því en það hefði getað verið verra.    Ég er nú samt að ekki að segja að ég sé einhver engill í umferðinni , síður en svo.  Ég hef átt mína spretti, sérstaklega þegar ég var yngri.  Elskaði að keyra hratt á tímabili og ögra sjálfri mér.  Ég þakka guði fyrir að ekki hlaust slys af. 

Ég er hætt þessu núna.  Tel mig ábyrgan ökumann í dag.   Gott að við búum við ágætis löggæslu, ég er alltaf glöð að heyra þegar að lögreglan nær svona mönnum og tekur þá úr umferð.  En því miður getur maður aldrei verið öruggur.

Brjálæðingur

mbl.is Stöðvaður ökuréttindalaus og undir áhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég náði prófunum öllum!

Og fékk meira að segja fínar einkunnir. Er hamingjusöm með eindæmum.  Grin  Útskrift um næstu helgi!   Ég er þá komin með einkaþjálfarapróf ÍAK, sem er nám á háskólastigi, mesta einkaþjálfaranám sem hægt er að fara í á íslandi.

  Oft erfitt á köflum en sé sko ekki eftir því. Ótrúlega lærdómsríkt ár.  Knús til ykkar allra

sálin 2

Heart

 

 

 

 

 

 

 Að halda upp á próflokin á balli með Sálinni á Nasa 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband