Hvernig er best að brenna fitu?

Góð heilsa Margir hamast á hlaupabrettinu með púlsinn í hámarki  í þeim tilgangi að brenna fitu en átta sig ekki á því að það er kolröng leið til að brenna fitu. Ætla að fjalla aðeins um brennslu í þessu innleggi. 

 Það eru skiptar skoðanir á því hvort best sé að æfa á morgnanna á fastandi maga eða ekki.  Kenningin er sú að þegar æft  er á fastandi maga þá hefur líkaminn enga aðra orku að vinna úr nema  fituna og nýtir hana sem orkugjafa. 

Gæti verið.   En mjög margir eiga erfitt með að æfa á fastandi maga.   Þá er gott að fá sér smá kolvetni fyrir æfinguna, banana td. 

Ef æfingin er erfið , þungar lyftingar td. þá er ekki gott að vera ekkert búin að borða.  ALLS EKKI.   Ég hef séð fólk hrynja niður í ræktinni af því að það hefur ekki borðað neitt fyrir æfinguna.  Hætta á blóðsykurfalli, yfirliði auk þess sem orkan er minni en ella og því fer æfingin oft forgörðum.  

Brennsla á fastandi maga er í lagi fyrir fólk sem þolir það.   En svo þarf líka að gera sér grein fyrir því að allt er þetta spurning um input-output ... hitaeiningar sem þú innbyrðir daglega og hversu mörgum hitaeiningum þú eyðir ( hreyfing ) 

Brennsla :

Við brennum fitu í súrefni svo við verðum að passa það að púlsinn sé frekar lágur.  Já það er nefnilega málið!  Ekki eins og margir halda, því meira álag því meiri brennsla = Rangt .  Ef við erum í miklu álagi þar sem við fáum lítið súrefni þá brennum við kolvetnum.  Líkaminn getur ekki notað fituna sem orkugjafa ef súrefni skortir.    65% af hámarkspúls er flott að miða við.     Hámarkspúls : 220- lífaldur.  Ef enginn púlsmælir er til staðar þá er gott að miða við að við eigum að geta haldið uppi samræðum við næsta mann.  Eða vera við mörk þess að mæðast.    Eftir því sem brennslan er lengur því árangurríkari er hún.  40-60 mínútur er glæsilegur tími. 

 En hafa ber í huga að ALLTAF skal huga að líkamsástandi sínu, við erum ekki öll í sama forminu.   Byrja rólega og auka svo tímann smá saman þegar þolið hefur aukist og formið verður betra.   Ágætt er fyrir byrjanda að byrja á 10 mín. rólegri göngu.

Ef þú stundar enga hreyfingu skaltu reyna að ná hálftíma göngutúr á hverjum degi. Það munar svo sannarlega um það.   Fyrir þá sem eru að æfa ( lyfta) er gott að taka hálftíma brennslu eftir æfinguna.  Og hafa tvær auka brennsluæfingar tvisvar í viku ( 40-60 mín)

Það sem ég hef fjallað um hér er brennsla, en ef við ætlum okkur að auka þolið þá eru margar aðferðir til þess. Þol er í raun undirstaða fyrir góða heilsu. Þol má skilgreina sem viðnámsþrótt líkamans gegn þreytu. En það ætla ég að fjalla um síðar.     Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er fróðlegur pistill hjá þér Ester.  Takk fyrir hann.   Mér finnst samt langt frá því í lagi sú kenning að sumir geti æft á fastandi maga.  Það er stórhættulegt öllum og allt of róttækt þykir mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Ester Júlía

Takk fyrir það Jenný .  Já þetta hljómar róttækt og hættulegt , en þetta er vel þekkt og  margir sem mæta í ræktina á fastandi maga til að brenna fitu. 

 En það eru ekki allir í stakk búnir til að geta það, mörgum verður óglatt og líður yfir suma.  En flestir þekkja þó sín mörk og þeir sem eru viðkvæmir fá sér eitthvað að borða fyrir brennsluæfinguna.

Svo er nauðsynlegt að drekka nóg af vatni til að sporna við vökvaskorti,vökvaskortur getur nefnilega haft alvarlegar afleiðinlegar. 

Ester Júlía, 4.6.2007 kl. 10:15

3 Smámynd: Ester Júlía

"líður yfir suma" .. best að taka það skýrt fram að það gerist þó alls ekki oft en getur  komið fyrir.  Ekki eins og það sé daglegt brauð að fólk sé í yfirliði hér og þar á brennslutækjunum .. 

Ester Júlía, 4.6.2007 kl. 10:18

4 Smámynd: Svandís Rós

Æðislegt! Takk fyrir þetta!

Ég keypti mér einmitt hjól, ætla reyna leggja bílnum og þolið hefur stóraukist síðustu daga... hef hjólað úr Breiðholtinu niður í Laugar, tekið lyftingaprógram og hjólað heim aftur... og skelli mér svo stöku sinnum í fjallgöngur

Svona fróðleikur er ALLTAF af hinu góða! 

Svandís Rós, 4.6.2007 kl. 11:06

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Takk fyrir þetta Ester mín. Þetta var gott framlag hjá þér og gott fyrir okkur að vita.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.6.2007 kl. 14:31

6 identicon

Takk fyrir þetta Ester. Ég er alltof latur við að ganga og ég þarf að ganga meira. Ég hjóla í vinnuna, en mér er sagt að fyrir mjóbakið sé mér hollara að labba meira, því mjóbakið hefur verið slappt síðan í mars ... (ég hef ekki viljað taka sterkar verkjatöflur). En 10-40 mín. ganga er það sem ég hef miðað við og þetta þyrfti ég að gera daglega (á kvöldin eru einu tækifærin fyrir mig), eða að labba oftar í vinnuna og skilja hjólið eftir heima.

Alla vega, gott að fá þennan pistil, og ég skildi hann - og það er í fyrsta skipti sem fitness-fræðingur (eða einkaþjálfari) hefur sagt eitthvað sem ég hef fullkomlega skilið (kannski hef ég ekki verið að hlusta nógu vel, en þú átt alla vega hrós skilið fyrir pistilinn). - svo er alltaf spurningin hversu duglegur maður verður að fara eftir heilsuráðum...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 17:24

7 identicon

Ohh takk esskan...einmitt sem mig vantaði. Er að byrja aftur í ræktinni eftir *hóst* mjög langa "pásu"  Vona að þetta fari að ganga hjá mér !  

Melanie Rose (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:07

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo má benda á eina ágætis æfingu fyrir suma.  Ekki taka lyftuna, heldur labba upp og niður brunastigann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2007 kl. 19:20

9 Smámynd: Drilla

Takk Ester mín fyrir þetta, var einmitt áðan að spá hvernig ég get losnað við þessu 4 kíló sem stukku aftan að mér um daginn og mér líður eins og þau séu 40!!

En þetta með púlsinn...... hann er lægstur þegar ég ligg upp í rúmi að lesa bók, afhverju þyngist ég þá??

Drilla, 5.6.2007 kl. 15:33

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

jamm og já og takk. En hvað ef maður vill alls ekki brenna neinni fitu? Og ég meina í alvöru sko!

Heiða Þórðar, 6.6.2007 kl. 23:59

11 identicon

Samt má ekki gleyma því að matarræði vegur meira en hreyfingin. Ef maður borðar of mikið (sérstaklega of mikið af fitu eða kolvetni) að þá er mjög erfitt að léttast þó að maður brenni daglega.

Geiri (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:11

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk fyrir góða og fræðandi pistil

Solla Guðjóns, 8.6.2007 kl. 10:16

13 Smámynd: Ester Júlía

Verði ykkur öllum að góðu!  Takk Doddi minn.  Var að reyna að hafa hann á mannamáli :)!  Drilla..hahaha..við brennum helling í svefni líka sko.. en ertu að narta í eitthvað nammi með bókinni?   Heiða.. ef þú vilt ekki brenna fitu þá sleppiru auðvitað bara að brenna .. tekur á þolinu í staðinn, það má alltaf bæta það.   Hækka púlsinn meira..taka  meira á því!   Geiri..þetta er rétt - fjalla um það síðar.  Það er þetta "input -output.. innbyrðum við fleiri hitaeiningar heldur en við brennum.. þá að sjálfsögðu fitnum við.  Guðjón - ertu í mínustölu??  Hvað gerum við í því ..bíddu ætla að leita mér upplýsinga  ...

Ester Júlía, 11.6.2007 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband