Færsluflokkur: lífsstíll

Nafn hvolpsins er komið!

Ég þakka kærlega fyrir tillögurnar sem ég hef fengið um nafn á hvolpinn minn.  Mörg skemmtileg og flott nöfn sem komu fram.  Ég er nú loksins búin að velja nafn á hvolpinn, sem hann mun vonandi bera næstu 13 - 15 árin.   Nafnið þykir mér virðulegt, fallegt, vinalegt og sætt og hentar  bæði hvolpi og fullorðnum hundi.  Það er ekki eitt af þessum týpísku hundanöfnum, svo það er ekki mjög algengt.  Það á svo auðvitað eftir að festast við hann og verða hans.   Ég er mjög ánægð með nafnið og hinir fjölskyldumeðlimirnar eru sáttir. Smile

Hvolpurinn minn heitir "Lúkas"

Papillon hvolpur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband