Hugleiðingar dagsins í dag.

Mér finnst stundum að það sem skiptir mestu máli í lífinu verði útundan hjá mér.  Það er svo mikill hraði í þjóðfélaginu og því verða ástvinir manns og vinir oft að mæta afgangi.  Ég sendi td. ekki jólakort í ár vegna tímaskorts.  Hins vegar fékk ég jólakort frá nokkrum kærum vinum og fjölskyldumeðlimum.  *samviskubit*. Ég hringi allt of sjaldan í fólk sem mér þykir vænt um því á kvöldin er ég örþreytt og nenni ekki að tala, vil helst liggja flöt upp í sófa eða fara upp í rúm að sofa. 

Ég sinni börnunum mínum ekki eins vel og ég vildi vegna anna.  Finnst ég eigingjörn að vera í skóla með vinnu því allur minn tími fer í það.   Olli minn er bara fjögurra ára og þarf á mömmu sinni að halda.  Mamma hans er yfirleitt  pirruð og þreytt þennan örstutta tíma á kvöldin sem hún hittir hann Frown.  Ég vona að ég geti bætt honum þetta upp í sumar þegar að allt fer að róast.  Verst hvað tíminn líður og árin koma víst ekki aftur.  

Hálf þunglyndislegt blogg frá mér í dag.

Kær kveðja                                                                                                                                            Ester Júlía 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir komu

Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 01:23

2 Smámynd: Ólafur fannberg

og þunglyndi er bannað á nýju ári ...brosa

Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 01:31

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Það er ekki endilega lengd tímans þú hefur með þeim sem eru þér kærastir heldur hvernig hann er nýttur. Reyndu heldur að setja þér eithvað markmið sem er HÆGT að ná og gerðu með krökkunum einu sinni í mánuði, t.d spila smá stund og þau eru alsæl af því þau voru með MÖMMU. Svo verðuru að muna að það er líka í þeirra hag að mamma sé í skóla og þetta varir ekki að eilífu!!! Sendi ekki heldur jólakort í ár, en þeim sem þykir vænt um mig vita hvernig stendur á og skilja það vel, fékk rosalega mörg SVO sæt jólakort í ár og EKKERT samviskubit . 'tlaði ekki að fara að blogg hjá þér svona snemma dags hihi

Klem og kos Sigrun. 

Sigrún Friðriksdóttir, 5.1.2007 kl. 06:46

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ætlaði að segja sama og Sigrún í sambandi við gæði tímans sem þú ert með Olla. Þú þarft líka að sinna þér og mátt ekki hafa samviskubit af því. við höfum nefnilega líka skyldur gagnvart sjálfum okkur sem manneskjum. Eitt er víst að þú gerir þitt besta og ég hugsa rúmlega það. Ekkert samviskubit. Maður getur ekki gert allt. Knús Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.1.2007 kl. 12:58

5 identicon

Hæ vinkona! Nákvæmlega svona leið mér í sumar og haust þegar eg var að ganga í geng um skilnaðinn.  Mér fannst eins og ég hefði vanrækt skyldur mínar við fólkið mitt og í haust settist ég niður og ákvað að láta hávaða, glaum og gleði þjóðfélagsins ekki hafa áhrif á mig og setti mér það markmið (eins og maður á að hafa án markmiða) að sinna fjölskyldu, vinum og kunningjum meira sem ég hef gert og liður ótrúlega vel með það.
Eitt ráð: Taktu einn dag í einu og ,,trappaðu" þig niður í hraðanum og forgangsraðaðu. 

Eymundur (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 20:41

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Á skrifum þínum má sjá að þú hefur þörf fyrir að eyða meiri tíma með Olla. Ef til vill gætirðu beðið einhvern um að létta af þér einhverjum hluta daglegra starfa t.d. í kringum kvöldmatinn og notað þær mínútur með Olla?

Einhverjar mínútur sem ákveðnar eru til samskipta við hann daglega , annan hvern dag eða eitthvað sem þú ákveður gæti hugsanlega uppfyllt þörf þína til að vera til staðar fyrir hann og losað þig við samviskubitið. Þá stígur lundin jafnvel upp og allt verður viðráðanlegra ;)

Áfram Ester! 

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.1.2007 kl. 08:46

7 Smámynd: Ester Júlía

Takk æðislega vel fyrir uppbyggileg skrif kæru bloggvinir.  Ég ætla að reyna að nota þann stutta tíma sem ég hef með Olla sem "gæða"tíma, taka einn dag í einu og taka frá smá tíma á hverjum degi.   Takk enn og aftur , mér þykir mjög vænt um þetta.   Kv. Ester 

Ester Júlía, 6.1.2007 kl. 13:15

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góð tillaga hjá Pálínu, Ester mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.1.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband