Konan úr eyjum og brúðkaupslag.

Var að grúska í gömlum "fælum" og fann þá þetta ljóð sem ég samdi fyrir konu í tilefni fimmtugsafmælis vinkonu hennar.  Ég þekkti afmælisbarnið á þeim tíma ekki neitt en fékk að vita nokkra punkta um konuna svo ég gæti barið eitthverju saman.  Það sem er svo sniðugt við þetta er að ég kynntist svo þessari konu nokkrum árum seinna í gegnum vin minn og hafði ekki hugmynd um að þetta væri konan sem ég samdi þetta ljóð um.  Ég og þessi kona erum góðar vinkonur í dag.  Og mikið hlógum við þegar við uppgötvuðum að ég hefði samið um hana ljóð!  

Læt kvæðið fylgja með að gamni ..þetta er ekkert stórbrotið , bara einföld  gamanvísa.. LoL

 Sjaldan verður því neitað
Að lengi verður að leitað
svo flottri konu
sem á tvo sonu
fæstir geta'na deitað.

Hún ber af öllum meyjum
og þverfótar ei fyrir peyjum
þeir gráta sig enn
í svefn þessir menn
sem þekkt'ana útí eyjum

Gull af manni hún geymir
um fataherbergi dreymir
með sinn stinna rass
á æfing'í world class
Þú aldrei henni gleymir

Hún fatafrík telst vera
og plássið vill ei séra
með Gísla fötum
fátæka við mötum
"ja eitthvað varð að gera".

Á mili gleðitára
með fiðring niðr'í nára
allir detta nú dauðir
líta út eins og sauðir
#009900
er hún segist fimmtíu ára.

Svo allir nú fara að púa
og upp á handlegginn snúa
FImmtug!!" hver fjárinn
Hvað varð um öll árin
Þú færð oss því ei til að trúa.

 

Ég setti einnig inn lag á síðuna hjá mér sem var spilað í brúðkaupinu mínu á menningarnótt 2004. Þetta lag er samið af bróður mínum og textann samdi mágkona mín (og kona hans).    Þetta er eitt af þeim fallegri lögum sem ég hef heyrt.   Í laginu hér á síðunni syngur Matti í Pöpunum lagið en í brúðkaupinu var það hinn yndislegi Páll Óskar sem söng lagið.  Á því miður ekki upptöku með honum, en þetta er líka vel sungið hjá Matta.   Lagið heitir "Leiðin til þín" og ég skora á ykkur að hlusta á það...Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

sniðug vísa og flott lag. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.1.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Ester Júlía

Takk fyrir það Jórunn mín.  Ég dýrka þetta lag, finnst það svo svakalega fallegt

Ester Júlía, 4.1.2007 kl. 00:02

3 identicon

gleðilegt nýtt bloggár og gaman verður að fylgjast með á komandi ár.

Eymundur (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 04:20

4 Smámynd: Ólafur fannberg

flott

Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 08:12

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Fínasta vísa og gaman að þú kynntist konunni seinna

En lagið er ÆÐISLEGT !!!!! V'A

Knús og klemm Sigrún 

Sigrún Friðriksdóttir, 5.1.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband