Textinn við lagið á síðunni minni:

Tek það fram að lagið óklárað á síðunni, algjör frumútgáfa.  Lag : Kalli bróðir, Texti Anna mágkona. Spilað af Kalla bróðir í brúðkaupinu mínu 2004. Sungið af Pál Óskari.  Gífurlega fallegt lag. Í útgáfunni á síðunni er það Matti sem syngur, og lagið er á sólóplötu Matta.  Hér er textinn við lagið :  

Leiðin til þín:        

hver dagur sem leið og hvert skref sem ég tók
færði mig nær, leiddi mig til þín
áður í þokunni reikaði einn, kaldur og fávís án þín
og þegar þokunni létti loks og augun þín horfðu í mín
hjarta mitt skildi að leið mín lá alltaf án efa til þín ástin mín

núna við hlið þér á óförnum stíg,
fetum hann saman, hönd þín í minni
ef að ég missi ekki takið á þér mun ástin æ lýsa okkur leið
sólstafir birtust í þokunni og augu mín horfðu í þín
hjarta mitt fann að með þér liggur leið mín án efa, með þér ástin mín

og nú loks rofar til, sjáðu vorið er hér , ó elskaðu mig
eins og ég elska þig, með þér  lífið fær annan blæ
nú loks er ég kominn heim

hvert skref sem ég tók og hvert sinn er ég féll
mótlæti og byr, það leiddi mig hingað
núna við hlið þér á óförnum stíg, ástin mun lýsa okkur leið
sólstafir birtust í þokunni og augu mín horfðu í þín
hjarta mitt skildi að leið mín lá alltaf án efa til þín ástin mín
hjarta mitt fann að með þér liggur leið mín án efa, með þér ástin mín

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Fallegt Ester mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.1.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband