Anna Nicole Smith

41224átti sama afmælisdag og ég.  Var að lesa grein um hana í "Blaðinu" í morgun og þar sá ég það.  Hugsaði: Hlaut að vera, léttklikkuð eins og ég, munurinn er sá að hún leyfði sér það en ég held aftur af mér . LoL  Munaði aðeins ári á okkur, ég átti stórafmæli í nóv. sl., hún hefði átt stórafmæli í nóvember nk.   

Öskudagsbúðarferð í dag með minnsta krílinu, reyna að finna draugabúning, reyndar er hann mjög fljótur að skipta um skoðun, gæti þess vegna orðið súpermanbúningur eða nornabúningur. Grin

Og svo VERÐ ég að taka til , heimili mitt líkist orðið ruslahaugum, fullt af ruslapokum í eldhúsinu með flöskum og dagblöðum.  Er hætt að kaupa gos og ætla að líma blaðalúguna aftur. Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

'Eg þekki þetta með unga menn sem eru fljótir að skipa um skoðun hvað varðar öskudagsbúninga. Þór vildi draugabúning en mamma hans sem var með okkur sagði að það væri lak og vildi ekki. Við höfðum smá áhrif á kallinn litla og fórum út með sjóræningjabúning.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.2.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Ólafur fannberg

taka til eitthvað sem ég þarf lika að gera

Ólafur fannberg, 10.2.2007 kl. 11:42

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Himnaríki þarnast líka ryksugunar ... held bara að þetta verði heljarinnar tiltektardagur hjá bloggprinsum og -prinsessum!

Guðríður Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 13:20

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Var líka að ráðast á mitt heimili, taka til og skúra, skipta á rúmmum. Ótúlegt hvað allt fer í rusl og drasl undir eins. Og svo rykið! Vona að þú sért búin núna og njótir helgarinnar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.2.2007 kl. 13:40

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Kvitt og knús frá mér, þú ert miklu flottari en Anna Nicole


Sigrún Friðriksdóttir, 10.2.2007 kl. 15:55

6 Smámynd: Ester Júlía

Já veistu Jórunn...ég bara verð að segja þér, erum búin að kaupa búning og það varð........Súpermannbúningur!!! Það voru einmitt ekki til flottir draugabúningar , bara lök með götum í...híhí.   Ólafur, Jórunn og Guðríður..fínn dagur til að taka til ;).    Ég þakka kærlega fyrir Sigrún, ætla njóta þess að vera flottari en Anna Nicole..ég er alla vega á lifi .

Ester Júlía, 10.2.2007 kl. 16:04

7 identicon

Hæhæ! Er ekki viss um að samanburður sé góður hvorki fyrir þig né hana eða yfir höfuð nokkurn mann.
Enda held ég að þú hefðir nú samanburðinn

Eymundur A (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband