Mikill er sá vanmáttur.

  Að sjá einhvern sem þið elskið vera út úr heiminum í stóru krampakasti,   sjá húðlitinn breytast  og verða gráleitann, horfa á angistasvipinn á viðkomandi og geta ekkert gert nema vera til staðar og passa upp á viðkomandi slasist ekki.  Finna svo til með viðkomandi að það nístir í hjartað en geta ekkert aðhafst nema bíða eftir að kastinu linni.  Bíða svo milli vonar og ótta eftir næsta kasti.   Finna fyrir vanmætti sínum og reiði til almættisins. 

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Það upplifi ég  í dag. 
 

 

Þekkið þið einhvern með flogaveiki...

Hafið þið horft upp á einhvern í flogakasti...

einhvern nákominn?   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Æææææ, hlýtur að hafa verið erfitt! Skólasystir mín í hagnýtri fjölmiðlun var flogaveik og hún fékk vægt kast á kaffihúsi. Okkur fannst það nógu mikið sjokk ... en samt fylgdi þessu einmitt svo mikill vanmáttur. Ekkert hægt að gera. Samt held ég að það sé erfitt að gera sér í hugarlund þetta sem þú lýsir ef maður hefur ekki reynt það sjálfur. Knús af Skaganum!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Ester Júlía

Vanmátturinn er einna verstur.  Sérstaklega fyrir konu eins og mig sem heldur sig geta reddað öllu, veraldlegu jafnt sem óveraldlegu .  Já þetta er sárt.  Takk fyrir kommentið, þykir vænt um það .

Ester Júlía, 9.2.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, frænku mína eina og svo berskuvinkonu líka. Hef séð þær í kasti og það er ekkert hægt að gera. Berskuvinkona mín er Sjöbba sem ég tala stundum um og hún býr á hæðinni fyrir ofan mig. Við höfum verið vinkonur síðan við vorum 10 ára. Verst fannst mér þegar ég kom af spíatalnum eftir að hafa átt Guðmund og hún var ófrísk og fékk kast hjá mér. Hún er ósköp dugleg og fer í bæinn daglega í strætó. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.2.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleymdi knús.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.2.2007 kl. 22:01

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Já ein af vinkonum mínum síðan í æsku er flogaveik.Veiktist þegar hún var 16-17.ára.Í fyrstu vissum við ekkert hvað þetta var eða hvað við ættum að gera,svo við kölluðum alltaf út lækni eða komum henni undir læknishendur.Læknirn hér fræddi okkur síðan um sjúkdóminn og hvernig skyldi bregðast við honum.Það eina sem hægt er að gera er að er að passa að sjúklingurinnn hafi næði til að jafna sig og legjja hann til.þ.e.a.s.ef hann sat þegar kastið kom eða hné nið ur að koma honum í liggjandi stöðu.aldrei reyna að rétta úr honum.leifa kastinu að líða hjá.Ef kastið varir í meira en 1/2.tíma þá að hafa samband við lækni...En það er ógaman að horfa uppá þettta og vorum við ansi stressaðar yfir fyrstu köstunum sem koma yfirleitt ef við vorum á skemmtistað eða í miklu fjölmenni.Þetta hefur eitthvað með andlegt álag að gera.

Knús á þig

Solla Guðjóns, 9.2.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Eldri sonur minn er með flogaveiki... 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.2.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband