Eitthvað mikið er að.

Mín fyrsta hugsun.  Misþroski datt mér strax í hug.   " Málörðugleikar , Lokar sig af inní herbergi" á fáa vini, á í námserfiðleikum og fl.  Týpísk misþroska einkenni. 

Líkt er með misþroska einstaklingum að  loka sig af inn á vernduðu svæði þar sem þeir fá að vera í friði ( herbergi sitt), horfa á bíómyndir, spila tölvuleiki.  Þurfa ekki að "feisa" lífið.   Ég fyllist vorkunnsemi í garð drengsins.  Eflaust leið/líður þessum dreng mjög illa. 

Og nú á hann að sitja í fangelsi í fjögur ár.  Hvernig mun staða hans verða þar?  Hvaða áhrif mun fangelsi hafa á drenginn?  Ég ætla þó ekki að gera lítið úr verknaðinum.  Hann stakk mann í bakið í þeim tilgangi að drepa hann.   En er fangelsi rétta lausnin?   


mbl.is Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ester mín drengurinn er með lága greindarvísitölu en ekki misþroska. Adda fyrrveradi tegdadóttir mín er greind misþroska sem barn. Hún átti erfitt með fínhreyfingar og var lengi að læra en það tókst fyrir viljastyrk. Hún er ekki með greindarvísitölu á mörkunum eins og þessi drengur. Hún er alveg eðlileg að greind en var lengi að þroskast.  Vegna greindarleysis gerir drengurinn þetta og það er víst að fangelsi gerir honum ekki gott.  En eitthvað verður að gera. Hjálpa honum. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.2.2007 kl. 10:35

2 Smámynd: Ester Júlía

Jórunn, hann gæti þó verið misþroska með lága greindarvísitölu.  Það er svo margt sem mér finnst passa við misþroskann.  Ég á sjálf dreng sem er greindur misþroska, þekki það því vel.  hann er þó með normal greindarvísitölu. 

 Hefur átt það mjög til að loka sig af í gegnum árin í sínu herbergi - hans athvarf og öryggi.  Hefur átt í félagslegum örðuleikum og ekki gott með að viðurkenna það ( eins og þessi drengur sem rætt er um)

Misþroska börn eru líka oft með lágt sjálfsmat, því þau eru á eftir í skóla og geta verið með málörðugleika.    Ég sló þessu upp því mér fannst þetta geta passað við drenginn sem stakk manninn. 

Fangelsi mun ekki gera þessum dreng gott , ekki er víst og mjög ólíklegt að hann komi heill út úr vistinni.  Finnst þetta afturhvarf til fortíðar, er svo sammála þér Keli með það og annað sem þú nefnir.   

Ester Júlía, 9.2.2007 kl. 11:17

3 Smámynd: Ester Júlía

Gleymdi hjartanu fyrir aftan nafnið þitt Jórunn mín.   

Ester Júlía, 9.2.2007 kl. 11:21

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ester mín. Ég vissi þetta ekki en þetta með málið passar líka við Öddu mína og þó hún eigi margar vinkonur núna þá veitist henni líka erfitt að blandast fólki. Hún er perla hún Adda mín. Veit að þinn drengur á góða mömmu. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.2.2007 kl. 11:27

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Því miður er ég svo sammála Kela

Gangi þér vel með drenginn þinn.

Knús á ykkur.

Solla Guðjóns, 9.2.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband