Hvað á að gera um páskana?

Krútt- Á ekki að fara eitthvað?   urrr....Hver einasta manneskja sem ég hitti spyr mig að þessu. 

Ég sem hef aldrei nokkurn tímann farið eitt eða neitt um páskana. Mér líður alveg  eins og ég EIGI að fara eitthvað um páskana - finnst ég vera að svíkjast um ef ég fer ekki eitthvað.  Ég umla og segi : " neei  held ekki, jú ætla að fara á Hvolsvöll að happy-easterskoða hvolpa".  - já og á að gista þar??  Ég: ..uh..nei, ég þekki þetta fólk ekki neitt ,skrepp bara í bíltúr þangað, en kem örugglega við hjá tengdó i Hveragerði á leiðinni heim". Pouty - " já svoleiðis" segir svo fólk áhugalaust þannig að ég bæti við :  En ég fæ nú kannski bústaðinn lánaðann hjá pabba og mömmu eins og yfir eina nótt.  Þá glaðnar yfir fólki aftur, það brosir og segir: - sniðugt .Joyful

Til dæmis á mánudaginn var.  Þá ætlaði ég að fá að skoða íbúð.  Hringdi í manneskjuna en nei hún er farin út úr bænum og kemur ekki heim fyrr en annan í páskum.  Sagði að allir sem hún þekkti væru farnir úr bænum svo ekki hefði verið hægt að finna neinn til að sýna íbúðina.  Svo ég get víst ekki skoðað íbúðina fyrr en eftir helgina. Gamaldags fellihýsi

  Ég spyr: hvaða fólk er þetta sem er að fara úr bænum um páskanna?  Ég þekki engan sem er að fara úr bænum þá.  Þekki ég ekki rétta fólkið ?   Mér finnst yndislegt að vera í nokkura daga fríi frá vinnu og skóla og geta þess vegna gert ekki neitt...það er alveg hægt að láta sig hlakka til þess.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Já það er búið að bjóða mér í sumarbústað en mig langar helst að vera heima og dingla mér,elda góðan mat og svoll

Solla Guðjóns, 4.4.2007 kl. 16:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fer ekki neitt um páska ef ég fæ einhverju um það ráðið.  Þetta er einhver fjöldahysteria sem fer í gang.  Skemmtilegast að fara eitthvað á EKKI ferðahelgum allrar þjóðarinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Ester Júlía

Já á ferðahelgum á maður að vera heima .  Góða skemmtun Guðjón minn,  sé þig alveg fyrir mér sitjandi á eldhúskolli, þú hallar þér dreyminn á svip að veggnum og horfir á innréttinguna með stolti karlmannsins. 

Ester Júlía, 4.4.2007 kl. 23:42

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Er líka alltaf heima um páska, verslunarmannhelgar og svolieiðis.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.4.2007 kl. 00:30

5 Smámynd: Ólafur fannberg

vinna....

Ólafur fannberg, 5.4.2007 kl. 02:19

6 Smámynd: bara Maja...

Hlakka til að vera bara ! vera heima, vera afslöppuð, vera að borða súkkulaði alla páskana !!!

bara Maja..., 5.4.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband