Nálastungumeðferð - Ótrúlegt!!

Ég var að ræða við konu um daginn sem að sagði mér að hún hefði fegnið bót meina sinna í gegnum nálastungur.  - Vá, hugsaði ég, þetta þarf ég að prófa!  Sérstaklega datt mér eitt í hug sem plagar mig stórkostlega og læknar hafa ekki getað hjálpað mér með.  Svo ég hringdi í þennan tiltekna sjúkranuddara og nálastungusérfræðing sem ku vera einn sá besti á landinu með áratuga reynslu í farteskinu. 

Og viti menn, fékk tíma samdægurs þar sem einn hafði afboðað komu sína.  Dreif mig því til hans og þetta var lífsreynsla út af fyrir sig.  Mjög andleg reynsla sem byrjaði um leið og ég gekk inn á stofuna.  Reykelsislykt í loftinu og slakandi flaututónlist, mjög róandi andrúmsloft og ég fann að ég slakaði strax á þar sem ég sat á biðstofunni og flétti í blaði.

Eftir smá stund kom maðurinn og sagði mér að koma með sér.  Ég fylgdi honum inn í lítið herbergi þar sem hann sagði mér að leggjast upp á bekk og slaka á. Hann fór höndum yfir mig og talaði róandi til mín á meðan.  Spurði mig svo hinna ýmsu spurninga, m. a. í hvaða stjörnumerki ég væri og fl. og fl.  Það kom mér á óvart að hann spurði mig hvort eitthvað hefði gerst á árinu sem ég var 24 ára.   Ég rifjaði aðeins upp og komst að því að þá skildi ég við fyrrverandi manninn minn og stóð uppi sem einstæð móðir.  Maðurinn sagðist halda að það ár hefði lífsorka mín farið dvínandi.  Hann sagði ( eftir að hafa tekið púlsinn) að grunnorka mín væri mjög lág.   Og það þyrfti að koma jafnvægi á orkustöðvarnar.  Og svo útskýrði hann fyrir mér í hverju það væri fólgið.

Hann stakk svo fimm nálum í mig, hér og þar um líkamann. Og svo lá ég í tuttugu mín með nálarnar í mér og slakaði á.  Svo kom hann og tók nálarnar úr og sagði mér að fara yfir á magann og svo stakk hann nokkrum nálum í bakið á mér.  Og það var ekki mjög gott, hann sagði að vöðvarnir í bakinu á mér væru þykkir og þess vegna væri þetta svona vont. Lá svo í smátíma með nálarnar í bakinu.  (fann lengi vel fyrir verk eftir nálarnar í bakinu eftir að hann fjarlægði þær). 

Síðan tók hann nálarnar og sagði að ég gæti fundið fyrir þreytu eftir meðferðina.   Sem passaði alveg, ég fann fyrir dofa og þreytutilfinningu í ck. klukkutíma á eftir , mjög þægileg þreytueinkenni reyndar.  Var mjög afslöppuð.    Já ég fékk fótanudd líka, hann nuddaði fæturnar á mér fast, hef aldrei fengið svona sérstakt fótanudd áður, það var ekki þægilegt enda var hann að nudda eitthverja punkta og svæði sem voru viðkvæm. 

Og viti menn, það sem hrjáði mig og hefur hrjáð mig í mörg ár, lagaðist strax, og er ennþá í lagi. Það er svo stutt síðan ég fór til hans að ég ætla ekki alveg að fullyrða að þetta sé orðið gott en vá hvað þetta lítur vel út!  Á að mæta til hans fljótlega aftur í nálastungur þar sem hann sagði að hann teldi að ein meðferð væri ekki nóg. 

Ég er ennþá hamingjusöm með þessa meðferð og ef að þetta er varanlegt þá mun ég mæla með nálastungum fyrir alla sem hafa kennt sér meins eitthversstaðar og læknavísindin hafa ekki getað hjálpað til með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ. er ein af barnalandi
hvað hét nalastungarinn og veistu nrið?

barnalandkona (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 14:25

2 identicon

Hæ Ester mín
Jiii hvað ég þyrfti að komast! Hvað heitir þessi blessaði kraftaverkamaður?
kv
Svala......www.123.is/svalahauks

Svala (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 15:47

3 Smámynd: Ester Júlía

Blessuð Svala mín , hvernig gengur hjá þér?? Bíddu ertu búin að eiga? Stelpur. Maðurinn heitir Örn Jónsson og er á Hrísateig 47 S. 5889711 :) Ég varð ekki fyrir vonbrigðum - síður en svo! Bestu kveðjur Ester :)

Ester Júlía, 15.9.2006 kl. 18:09

4 identicon

elsku Ester mín, auðvitað máttu sjá myndir!! hann er með síðu! Sendu mér póst og þá færðu leyni;)
svalahau@internet.is
kv
Svala

Svala (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 21:17

5 identicon

Hæ Langar svo að vita hvað kostar svona meðferð Kveðja HH

HH (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 23:14

6 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Sæl. Ég skil þig, hef lengi verið að hugsa um að fara til hans en þar sem ég er út á landi gengur það ekki upp. En nálastungur hafa verið að bjarga mér við mitt mein meðan ég bíð eftir aðgerð. Og Örn er frábær, var hjá honum er ég bjó á suðurlandinu.

Sigrún Sæmundsdóttir, 22.9.2006 kl. 13:08

7 Smámynd: Ester Júlía

Já Örn er frábær, það segir þú satt. Er búin að fara aftur til hans og það var alveg jafn frábært.

HH - ég skal svara þessu í tölvupósti, sendu mér póst á estro@visir.is og ég svara um hæl :)

Ester Júlía, 25.9.2006 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband