Bréf frá Hr. Tippi:

Í tilefni klámumræðunnar:   

Ég, herra Tippi, fer hér með fram á kauphækkun með meðfylgjandi
rökstuðningi:

Starf mitt felst í miklu líkamlegu erfiði. Ég vinn oft á miklu dýpi. Ég
tek áhættuna af því að reka hausinn inn fyrst í öllum verkum sem ég geng í. Ég fæ ekki frí um helgar eða á hátíðisdögum. Ég vinn við rakamettaðar aðstæður. Ég fæ ekki borgað fyrir yfirvinnu. Ég vinn á dimmum vinnustað með lélega loftræstingu. Ég vinn við mjög hátt hitastig. Það kemur fyrir að ég er krafinn um að vinna í bakgarðinum sem mér finnst ekki þrifalegasti staður í heimi. Ég er iðulega krafinn um vinnuframlag þótt allir sjái að ég er verulega slappur. Mér er skipað að fara ítrekaðar ferðir inn á þennan dimma og raka vinnustað þótt allir viti að það endar alltaf með því að ég kasta upp. Starf mitt gerir mig berskjaldaðan gagnvart hættulegum sjúkdómum.

Virðingarfyllst: Hr. Tippi


Svar frá stjórn:

Kæri Hr. Tippi.
Eftir að hafa metið beiðni þína og farið yfir þau rök sem þú leggur fram hefur stjórnin ákveðið að hafna beiðni þinni af eftiröldum ástæðum:
Þú vinnur aldrei í 8 tíma samfellt. Þú fellur iðulega út af og sofnar í
vinnunni, jafnvel eftir mjög stuttar vinnulotur. Þú hlýðir ekki alltaf
skipunum stjórnandans. Þú heldur þig ekki alltaf á þínum vinnustað og það hefur oft sést til þín við að heimsækja aðra vinnustaði. Þú tekur aldrei af skarið í vinnunni, og þarft þá á fullmikilli handleiðslu að halda. Þú roðnar alltaf þegar þú ert beðinn að vinna. Þú hefur jafnvel mætt til vinnu með ostaslettur á hálskraanum. Þú skilur frekar subbulega við vinnustaðinn þegar þinni vakt lýkur. Þú ferð ekki alltaf eftir öryggisreglum eins og t.d. þeim að vera í réttum hlífðarfatnaði við vinnu. Það vita það allir að þú munt láta af stöfum löngu áður en þú verður 65 ára. Þú getur ekki unnið tvöfaldar vaktir. Þú átt það til að yfirgefa vinnustaðinn áður en þú hefur lokið því verkefni sem fyrir þig var lagt. Og eins og allt þetta sé ekki nóg, þá er því við að bæta að þú hefur þráfaldlega sést á sífellu rápi inn og út af vinnustaðnum, berandi tvo mjög grunsamlega poka.

Virðingarfyllst: Stjórnin  tippalingur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, góður!

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2007 kl. 20:43

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

hahahaha. Góð!!!

Heiða Þórðar, 16.6.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2007 kl. 13:21

4 identicon

Frábært - hilarious!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband