Bloggfćrslur mánađarins, júní 2010

Eitt vandrćđalegasta "sturtu"móment mitt í Laugum!

Tilbúin Ég held ađ ţetta sé vandrćđalegasta móment sem ég hef lent í sem starfsmađur World Class.  Ţađ gerđist reyndar utan vinnutíma sem var kannski eins gott. Svalur

Ég var ađ koma úr bađstofunni eftir ađ hafa slakađ á í góđan tíma í gufunum og heita pottinum. Var  ţví mjög afslöppuđ og varla í ţessum heimi.  Ég rölti inn í sturtuklefann bađstofumeginn og horfi ţar á allsberan karlmann sem er ađ ţvo sér um háriđ. Ég gekk áfram nokkur skref til viđbótar án ţess ađ átta mig ..ţó fannst mér eins og eitthvađ vćri ekki eins og ţađ ćtti ađ vera.  Ég get varla lýst ţessari stund öđruvísi en ţetta var eins og sett vćri á pásu í miđri mynd ţví allt í einu fraus ég  og mađurinn líka - međ hendurnar í hárinu. 

Ţađ var eins og ég gćti mig hvergi hreyft, stóđ kyrr og horfđi bara á manninn..og mađurinnn horfđi á mig.  Ţarna stóđ hann grafkyrr í sturtunni - allsnakinn karlmađur í allri sinni dýrđ međ hendurnar í sápuđu hárinu og ţarna stóđ ég á móts viđ manninn í bađstofusloppnum - og starđi  eins og hann vćri geimvera frá öđrum hnetti. 

Svo ALLT Í EINU áttađi ég mig......OMG..ég eldrođnađi og (ţennan hluta á ég erfitt međ ađ muna) rak upp hljóđ (hlátur eđa grátur..man ekki) og á leiđinni úr sturtuklefanum fć ég óstöđvandi hláturskast. Bak viđ mig heyrđi ég ekki betur en ađ mađurinn fengi eitthvađ í hálsinn ..ja nema hann hafi sprungiđ......úr hlátri! Ég hallast frekar ađ ţví. 

Í hláturskasti mínu kem ég inn í sturtuklefa KVENNA bađstofumeginn og ég lýg ţví ekki ađ ég varđ ađ taka mér góđan tíma í ađ jafna mig áđur en ég hćtti mér í sturtuna ţví annars hefđi ég upplifađ annađ vandrćđalegt móment  ( runniđ, dottiđ, rekiđ mig í, stórslasast , slasađ einhvern...)

Eftir á ađ hyggja var ţetta grátbroslegt og ţađ fyndnasta viđ ţetta er ađ ég get engan veginn munađ hvernig ţessi mađur leit út ţó ađ ég hafi starađ á hann mínútunum saman (í minningunni) .
Í langan tíma á eftir grunađi ég hvern karlmann sem ég sá í ćfingarsalnum um grćsku, ţeir virtust allir horfa á mig ...glottandi! Saklaus
 
Ester - virđulegur ţjálfari í sal

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband