Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Minning um fallega góða vinkonu sem lést 25.ágúst '09.

Soffía Margrét Jónsdóttir.

Fallega rósÞegar ég gekk með mitt fyrsta barn, fyrir 22. árum, þá var ég lögð inn á meðgöngudeild Landspítalans sökum þess hvað meðgangan gekk illa.  Mér hundleiddist þetta tvítugri stelpunni en í rúmi við hliðina á mínu var stelpa þremur árum yngri en ég og eftir nokkrar augngotur okkar á milli þá fórum við að tala saman. Það er ekki orðum aukið en þessi stelpa bjargaði sálarheill minni á meðan ég lá á  spítalanum. Hún var svo hlý og skemmtileg með smitandi hlátur og ótrúlega þroskuð miða við aldur. Við fífluðumst og stálumst fram á gangana og alla leið i sjoppuna sem var í öðru húsi. Báðar rétt með klósettleyfi!  Hlógum mikið og höfðum gaman. Úr varð hinn skemmtilegasti tími á spítala sem hefði af öðrum kosti átt að vera hundleiðinlegur.

Við héldum sambandi eftir að við útskrifumst og svo eignuðumst við börnin okkar með 11 daga millibili (hún á undan), hún stelpu og ég strák.   Það var gaman að eiga vinkonu sem átti barn á sama aldri og mitt barn og við héldum miklu sambandi eftir að við eignuðumst börnin.

Eitthverra hluta vegna flosnaði svo upp úr sambandi okkar þegar börnin okkar voru um það bil 3. ára.  En lífið hélt áfram en alltaf öðru hvoru hugsaði ég til þessarar vinkonu minnar.  Lífið er óútskýranlegt og  15 árum seinna var ég mætt í mæðraskoðun á Heilsuverndarstöðina , þá gekk ég með mitt þriðja barn.  Ég sat í biðstofunni og beið eftir að kæmi að mér þegar ég allt í einu rek augun í þessa gömlu vinkonu mína þar sem hún sat rétt hjá mér -  kasólétt eins og ég! 

Það urðu miklir fagnaðarfundir og við hlógum mikið af þessari furðulegu tilviljun.   Ck. þrjár vikur eru á milli drengjanna okkar og nú var það ég sem varð á undan.  Við tókum upp þráðinn þar sem frá var horfið og kíktum á hvor aðra í kaffi, fórum í göngutúra saman með börnin og héldum símasambandi fyrstu mánuðina. En því miður skildu leiðir okkar aftur , það var eins og örlögin ætlaði okkur bara þennan tíma saman.

Síðan við hittumst á meðgöngudeildinni eru liðin sjö ár og ég hitti Soffíu þegar ég heimsótti hana á Líknardeild Lanspítalans fyrir tveimur vikum síðan þar sem hún barðist við illkynja krabbamein.  Það var yndislegt að hitta hana og við áttum stutta en góða stund saman. Spjölluðum um börnin okkar og fleira. Yndi að hlusta hana tala um börnin sín. Hún var svo stolt af þeim.  Þetta var í síðasta sinn sem ég hitti Soffíu.  Kynntumst á spítala og kvöddumst á spítala. 

Ég bið góðan guð um að styrkja og blessa börnin hennar Soffíu og alla hennar ástvini á þessum erfiðu tímum.   

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband