Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Endalokin?

Hefði ég hugsað ef ég hefði verið um borð.  Ég hef alltaf verið mjög flughrædd en þó hefur mér tekist að halda ró minni undanfarin skipti.  Enda hef ég flogið oftar síðasta árið en síðustu tíu ár þar á undan.  EN það má ekkert út af bera.  Blossi í vélinni ásamt hávaða ..nei ..ég hefði vart borið þess bætur...og þó..?W00t

 

4LEE_Lightning

 


mbl.is Eldingu laust í þotu Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli pabbi sé búin að lesa Harry potter?

harry_yuleÉg er mikill bókaormur.  Les flest allt NEMA ævintýrabækur.. sem er svolítið öfugsnúið,  því ég er mikil ævinýrakona LoL.   Las hins vegar ævintýrabækur á unglingsárunum, ALLT sem ég komst í.

Bækurnar um Harry Potter eru vel markaðsettar bækur og allt verður vitlaust þegar að kemur út ný bók.  Sem vekur auðvitað forvitni mína.  Það hlýtur að vera eitthvað varið í þessar bækur?!    Fyrir nokkru  gerði ég  tilraun til að byrja á fyrstu bókinni en gafst upp eftir nokkrar blaðsíður.  Mér fannst hún bara ekki skemmtileg.  

Pabbi minn er mikill lestrarhestur.  Les allt sem vekur forvitni hans.  Ætli hann sé búin að lesa Harry Potter?  Þarf að spyrja hann.  Woundering

 


mbl.is Harry Potter allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta kókómjólkin kemur frá..

Svíþjóð!   Ég er kókómjólkurfíkill.  Kannski af því að ég elska súkkulaði.  Ég hef samt reynt að stemma stigu við "drykkjuna" því ég hélt alltaf að kókómjólk væri ekki mjög holl Grin.  En samkvæmt nýjustu rannsóknum er hún bráðholl og frábær orkudrykkur. Þetta eru frábærar fréttir! 

Uppáhaldskókómjólkin mín er frá Svíþjóð og heitir Pucko .  Þykk og ekkert smá góð.. Annars er til dönsk kókómjólk líka sem er mjög svipuð og fæst einmitt í núna í Systrenes Gröne í Smáralind.  Hún er einmitt sykursnauð (en ath. að tékka á fituinnihaldi í sykursnauðum vörum og eins öfugt) W00t

 

Pucko

 


mbl.is Kókómjólk besti orkudrykkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég kærði fyrrverandi ..

..líka ef hann hefði átt í hlut!    Og núverandi ef því er að skipta Tounge.  Enginn heilvita maður leggur barn sitt meðvitað í þvílíka lífshættu sem nautahlaupið í Pamplona er. 

En faðirinn sem í  hlut á sér víst ekki eftir neinu og myndi gera þetta aftur að eigin sögn ef tækifæri gefst.  En vonandi gefst honum það tækifæri aldrei aftur Devil.  Urrrrrrrr hvað sumir eru miklir bjánar!  

 
spanish bull

mbl.is Fór með tíu ára son sinn í nautahlaupið í Pamplona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað fékk hún sérmeðferð.

paris_helpÞað þarf enginn að segja mér að Paris Hilton hafi ekki fengið sérmeðferð í fangelsinu.  "Stjörnufangavist" er réttnefni.  ( kannski verður það tískufyrirbrigði) 

Hún hefur fengið glænýjan fangabúning og gsm-síma.  Auk þess hefur verið komið fram við hana á betri hátt en aðra fanga.

  Enginn kærir sig um slæmt umtal eða jafnvel kæru  frá þessari ríku dekurrófu.   Paris Hilton veit ekki og mun eflaust aldrei komast að því hvað raunveruleg fangavist er.  cg-jail

 

 


mbl.is Stjörnufangavist París Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg lífsreynsla ungrar íslenskrar stúlku í Svíþjóð framh.

depressed girlUnga stúlkan fékk aupair starf hjá annarri fjölskyldu á öðrum stað í Svíþjóð.  Hún hafði kynnt sér þá fjölskyldu vel og virtist allt vera í lagi, þetta var velefnað fólk, þau voru bæði forstjórar í eigin fyrirtækjum, áttu tvær litlar stelpur og bjuggu í flottu einbýlishúsi í útjaðri stórborgar.  

Vinnutími stúlkunnar var frá 08:00-17:00  og frí um helgar. 
Starf hennar var fólgið í því að hugsa um stelpurnar á daginn, þvo barnaföt, sópa gólfið og moppa ef þess þurfti og  hita upp mat í hádeginu fyrir stelpurnar.

Léttari vinna en á fyrri staðnum, styttri vinnutími og launin hærri - 2000 kr. sænskar á mánuði.
Stúlkunni leið betur á þessum stað, þetta var mjög venjuleg fjölskylda sem kom virkilega vel fram við hana.
 
Þegar hún var búin að vera hjá þessari fjölskyldu í ck. fjóra mánuði þá fór hún að veita því athygli að fjölskyldufaðirinn var oft að horfa á hana þegar hann hélt að hún sæi ekki til.  Í eitt skipti þegar stúlkan lá í sólbaði í garðinum, þá kom hann þar að og bað hana um að fara og reka hesta út úr garðinum sem höfðu villst þar inn  á lóðina.

  Stúlkan teygði sig eftir fötunum sínum en maðurinn brást skjótt við og sagði henni EKKI að vera að klæða sig, það væri algjör óþarfi, veðrið væri svo gott og hún yrði fljót að þessu.  Þetta fannst stúlkunni skrýtið og klæddi sig samt í fötin enda kunni hún engan veginn við að hlaupa í garðinum á bikiníi einu fata.

Helgina á eftir þurfti konan að fljúga til Stokkhólms á fund.  Fjölskyldufaðirinn var heima ásamt börnunum og stúlkunni.Herbergi stúlkunnar var á neðri hæðinni en hjónin voru með svefnherbergi uppi.  Það var ekki hægt að læsa herbergi stúlkunnar af eitthverjum ástæðum, líklega hafði lykillinn týnst eða eitthvað.

  Það var því  hægðarleikur fyrir fjölskyldufaðirinn að æða inn á stúlkuna þegar hún var háttuð um kvöldið og komin upp í rúm. Stúlkunni brá mjög þegar hann kom inn og settist á rúmið hennar.  Hann byrjaði strax að strjúka henni og fór innan undir sængina með hendina.  Stúlkan hljóðaði upp en hann sagði æstur " láttu ekki svona, þú vilt þetta"!  Þá fór stúlkan að gráta og þá var eins og hann áttaði sig.  Stóð upp og fór út úr herberginu. 

Stúlkan titraði öll og skalf og henni kom ekki dúr á auga um nóttina. Daginn eftir fór fjölskyldufaðirinn til Finnlands á ráðstefnu og vinkona hjónanna kom inn á heimilið til að vera hjá börnunum þar til hjónin kæmu heim aftur. 
Þessi kona var góður heimilisvinur og stúlkan farin að kannast vel við hana. 

Stúlkan fann
að hún þurfti að létta á sér og ákvað að segja konunni frá því sem gerðist.  Sem og hún gerði. Konan tók utan um stúlkuna, var mjög góð og skilningsrík en líka mjög undrandi á því sem hafði gerst.

Hún sagði að það væri best að hún sjálf segði húsfrúnni  frá þessu og á meðan ætti stúlkan að fara til ættingja sinna sem bjuggu í smábæ ekki svo langt frá. 
Húsfrúin  átti að koma heim daginn eftir á undan manninum sínum og þá ætlaði vinkonan að segja henni frá  þessu öllu saman.
Stúlkan samþykkti þetta enda fannst henni að konan ætti að fá að vita allt hvað gerðist.

Stúlkan ákvað að fara strax til ættingja sinna og gista hjá þeim um nóttina því henni leið ekki vel inn á heimilinu. Hún heyrði ekkert frá húsfrúnni fyrr en um kvöldið næsta dag.  Þá hringdi húsfrúin í hana og sagði hálfklökk í símann að henni liði mjög illa yfir þessu. Henni leið illa yfir framkomu mannsins við stúlkuna og henni leið illa yfir að hjónabandinu væri nú líklega lokið. 

Hún sagðist vera búin að tala við manninn sinn, hann hefði byrjað á því að
neita þessu en síðan brotnað saman, farið að gráta og sagt að hann hefði ekki ætlað að gera neitt, en þetta hefði gerst. Konan sagði í annarri hvorri setningu - aumingja stúlkan mín, aumingja stúlkan mín. 

Hún bað stúlkuna um að biðja ættingjana um að leyfa henni að vera í nokkra daga, hún ætlaði að ræða betur við manninn sinn.
Eftir tvo daga hafði hún samband aftur við stúlkuna og bað hana um að koma og ræða við þau hjónin. Stúlkan hræddist manninn ofsalega, var hrædd við viðbrögð hans og hvernig hann myndi koma fram við sig.  En hún fór til að tala við hjónin. 

Maðurinn horfði næstum í gegnum stúlkuna með hroka, en sagði ekkert.  Konan talaði fyrir þeirra hönd.  Hún sagði að manninum sínum þætti þetta mjög leitt og hún vildi að stúlkan yrði áfram hjá þeim í vinnu því börnunum líkaði svo vel við hana.  Hún bauðst til að leiga fyrir stúlkuna íbúð í borginni og hún gæti þá komið á morgnanna og farið heim klukkan 17:00 á daginn. 

Stúlkan þakkaði
boðið en sagðist ekki geta unnið lengur hjá þeim.  Til þess liði sér of illa. Konan tók ekki vel í það og sagði með hálfgerðum þjósti að það væri þá best að hún flytti strax út. Allt í einu var eins og konan tæki málstað mannsins síns og stúlkunni leið eins og þetta væri allt sér að kenna. 

Hún var bara sautján ára og hafði lent í þessu á þeim tveimur stöðum sem hún hafði unnið sem aupair.  Þetta hlyti að vera allt saman henni sjálfri að kenna.
 Ættingjar hennar tóku henni vel og leyfðu henni að vera á meðan hún leitaði sér að vinnu og herbergi í borginni.

  Hún hafði samband við konuna til að biðja um launin sín en fékk ekkert nema hroka og leiðindi. Konan sagði að símareikningurinn hefði verið svo hár að hann dekkaði launin hennar. Stúlkan lauk samtalinu grátandi. Hún hafði hringt nokkrum sinnum heim til Íslands að tala við foreldra
sína eftir að maðurinn reyndi við hana og eflaust var símareikningurinn hár, hún gat skilið það en henni fannst hún ekki eiga það skilið að launin yrðu tekin af henni.


Sem betur fer fékk stúlkan fljótt vinnu við skúringar á hóteli og einnig fékk hún á leigu ágætis herbergi í stúdentagörðum með sameiginlegu eldhúsi og stofu. 
Hún var í Svíþjóð í þrjá mánuði til viðbótar en þá ákvað hún að tími væri kominn til að halda heim til Íslands.


Það sem upp
kom í þessari ferð lá þungt á henni í langan tíma á eftir.  Hún skyldi ekki hvernig það gat komið fyrir á báðum heimilunum að fjölskyldufeðurnir reyndu að fá hana til við sig.  Henni fannst lengi  vel að þetta væri allt henni sjálfri að kenna.  Ýmsir höfðu líka gefið það í skyn við hana.  Og það var bara til að bæta olíu á eldinn.  Það hefði verið það besta fyrir stúlkuna að ræða við samtök eins og Stígamót, en þau voru ekki til á þessum tíma.

Ég veit ekki afhverju mér datt í hug að skrifa þessa frásögn og setja hana á bloggið mitt en ég trúi því að allt hafi sinn tilgang.  Ef glöggir lesendur hafa ekki áttað sig á því , þá er þessi stúlka að sjálfsögðu ég sjálf.

Takk fyrir lesturinn

Ester. 


 



Ömurleg lífsreynsla ungrar íslenskrar stúlku í Svíþjóð

aupair_kind17 ára gömul stúlka vill fá að vera aupair hjá góðu fólki í Svíþjóð.   Mamma hennar þekkti fólk sem býr í suður-Svíþjóð og hún lætur setja auglýsingu þar í blöðin.  Nokkrir hafa samband en henni lýst best á fjölskyldu sem býr úti á landi, skógi vaxið svæði við stórt  og fallegt stöðuvatn.  Eftir að hafa haft samband við fólkið sem virkaði indælt þá ákveður hún að slá til.  

Staðurinn og umhverfið sveik hana ekki, eitthver sá fallegasti staður sem hún hafði séð.  Húsið var lítið þriggja herbergja einbýlishús með áföstu útihúsi þar sem var lítið herbergi auk þvottaherbergis.  Þar átti hún að sofa.   Ekkert til að hrópa húrra fyrir en hún var ánægð, lítið og kosý og sér!

Hún er kynnt fyrir börnunum sem reyndust vera 2 drengir , annar 8 ára og hinn 9 ára. Hún var sett inn í starfið.    Hennar hlutverk var að vakna klukkan 06:30, koma drengjunum  á fætur, finna til föt og passa að þeir næðu skólabílnum.  Síðan átti hún að þurrka af og halda öllu hreinu og fínu, gefa hundinum að borða (svíns eða kindahjarta sem tekið var úr frysti deginum áður) baka brauð og bollur ( henni var kennt það) og ýmislegt annað þar til drengirnir kæmu úr skólanum.  Gefa drengjunum að drekka, sjá til þess að þeir lærðu, byrja að hafa til matinn.  Elda og leggja á borð.  Taka til eftir matinn, koma strákunum í bað.  Hafa til kvöldhressingu fyrir bóndann. Færa honum kvöldhressinguna inn í stofu þar sem hann sat í húsbóndastólnum.   Þá mátti hún eiga kvöldið fyrir sig. ( þarna var klukkan um 10:00) 

Launin voru ekki góð, 800 kr. sænskar á mánuði.  Frí um helgar.  

Eitt var það sem húsbóndinn á heimilinu brýndi strax fyrir henni.  Hún átti að þrífa gólfin og þurrka af í öllu húsinu en hún mátti ekki opna neinar skúffur í svefnherberginu enda átti hún ekkert að vera að hnýsast í þeirra persónulegu eigur.Þetta stakk hana , kom henni  á óvart, af hverju hefði hún átt að gera það? En þetta varð til þess að kynda undir forvitninni og hún ákvað að kíkja í skúffurnar þegar að þau væru farin í vinnu.

Það sem hún fann í skúffunum kom  henni  óþægilega á óvart.  Fyrst var að nefna kynlífsdót allskonar.  Svo voru þarna myndir af húsfrúnni , nakin  í klámfengnum stellingum.  Þarna voru líka myndir af ungum stúlkum, nöktum í svipuðum stellingum og myndirnar af frúnni. Það fór hrollur um stúlkuna, hún vildi ekki skoða þetta neitt frekar , setti dótið á sinn stað og lokaði skúffunni.

Stúlkunni fór að líða illa á heimilinu.  Hún sá að konan var undirgefin manninum sínum og hafði aldrei frumkvæði að neinu.  Maðurinn stjórnaði á þessu heimili.  Hann lokaði símanum á daginn þegar að þau hjónin voru í vinnu svo stúlkan gæti ekki hringt heim til íslands.  Hann sagði að það yrði að spara símareikninginn.  Stúlkan hugsaði - hvað ef það kviknar í ?  Það mátti bara hafa ljós í einu herbergi í einu í húsinu, spara rafmagnsreikninginn.   

  Stúlkan varð lasin og þurfti að að komast til læknis.  Kvensjúkdómalæknis.  Hún varð að tala við húsbóndann og biðja hann um að panta tíma fyrir sig.   Henni fannst þetta mjög óþægilegt því hún hafði aldrei áður farið til þesskonar læknis áður.  Húsbóndinn fékk tíma fyrir hana og sagðist keyra hana á til læknisins þegar að tímanum kæmi.   

Dagurinn rann upp og hún fór með húsbóndanum í bílinn.  Karlinn byrjaði strax að tala um kynlíf á leiðinni til læknisins.  Spurði hana hvort hún hefði stundað kynlíf og stúlkan þrælfeimin játti því - eitthvað smá sagði hún.  Hann sagðist geta kennt henni allt í rúminu.  Allt sem hún þyrfti að kunna.  Hann væri góður í því.  Stúlkunni leið hroðalega illa í bílnum á leiðinni og var þeirri stund fegnust þegar þau komu á áfangastað.   Karlinn vildi fá að koma með inn í skoðunarherbergið og halda í höndina á henni.   En því harðneitaði aumingja stúlkan.  Sem betur fer tók hann sönsum. 

Á leiðinni heim, hélt karlinn áfram að tala um kynlíf.  Spurði hvort hún hefði fengið fullnægingu og fleira í þeim dúr.  Hélt svo áfram að dásama sjálfan sig, sagðist vera frábæri elskhugi.  Stúlkunni leið með eindæmum illa undir þessu öllu, var mjög feimin og langaði mest til að gráta.  En hún hélt aftur að sér.  

Þegar karlinn var farinn í vinnuna, fann stúlkan símanúmer hjá sænskri stúlku sem hafði unnið sem aupair hjá fjölskyldunni á undan henni.  Hún ákvað að hringja í hana og spyrja hana út í fjölskylduna.   Sú sænska svaraði og eftir að stúlkan hafið kynnt sig , byrjaði hún að segja henni frá hvað drifið hefði á daga hennar eftir að hún kom á heimilið. Stúlkan brotnaði niður og hágrét, enda leið henni hræðilega, hún var hrædd og einmana og langt í burtu frá sinni fjölskyldu. Sænska stúlkan sem var mjög indæl sagði henni að hafa ekki áhyggjur - hún skyldi bara leyfa sér að gráta og klára svo söguna.  

Þegar stúlkan hafði lokið máli sínu og sagt þeirri sænsku frá öllu saman , þá sagðist sænska stúlkan vita um þessar myndir og kynlífstækin.  Hún sagði að karlinn hefði haft ótal aupair stúlkur og tekið klámmyndir af mörgum þeirra.   þar á meðal af sér.  Hún sagði að hann væri brenglaður kynferðislega og stúlkan ætti að reyna að koma sér í burtu þaðan - sem fyrst.   

Stúlkan þakkaði þeirri sænsku fyrir, var slegin en var fegin að hafa talað við hana.  Hún vissi nú að hún var ekki eina stúlkan sem hafði lent i karlinum.     Nú þurfti hún að taka á honum stóra sínum. Ekki gat hún sagt húsfrúnni frá þessu, sú var undirgefin karlinum og ekki ótrúlegt að hún tæki þátt í þessu með honum eða alla vega vissi af þessu.  

Stúlkan ákvað að tala við manninn um leið og hann kæmi heim.  Hún herti sig upp og talaði við manninn,  sagðist vilja hætta sem aupair hjá honum.  Karlinn virtist hissa , kallaði á konuna sína og bað stúlkuna um að segja þeim ástæðuna.  Stúlkan sagði titrandi að sér liði ekki vel þarna , hún vildi bara fá að hætta.  Karlinn hætti ekki, vildi fá að vita "raunverulega" ástæðu, setti upp mikinn undrunarsvip og  horfði á konuna sína og stúlkuna til skiptis.  Stúlkunni sem  leið verulega illa, þorði þó ekki með nokkru móti að segja satt frá,  sagðist bara vera einmana og með heimþrá.  

Sem betur fer hætti karlinn að spyrja hana og lét sér þetta gott heita.  Hann og konan voru þó  fruntaleg og ruddaleg  við stúlkuna þann tíma sem hún átti eftir að vera í húsinu.  Sem betur fer var það þó ekki langur tími.  Stúlkan fékk aupair stöðu annarsstaðar í Svíþjóð , fólk sem vildi endilega fá hana og var hún þeirri stund fegnust er hún komst burt frá þessum óheillarstað.  

Þið yrðuð hissa ef þið vissuð hvað aumingja stúlkan fékk að reyna á nýja staðnum en ég læt þessu hér með lokið, sú saga bíður betri tíma.   

 

 


Þetta er góða veðrið.

Fólk verður kærulaust í sólinni.  Kærulaust og værukært.  Keyra hratt, hraðar hraðast. Shocking

Fá sér bjór og svo annan og þann þriðja. Sideways

Fyllerí og allt fer úr böndunum.W00tSick

Slá til konunnar eða mannsins. Crying

Börnin eru  fyrir.  Rífast og skammast í þeim. Frown

Sorglegt. Angry

En ég held það sé nærri víst að sól og hiti hafi áhrif á lund landans. Woundering

Og enn er spáð hita og sól, framyfir helgi að minnsta kosti. Pouty

Slakið á kæru landsmenn ...please!

 

sunshine_4

 


mbl.is Talsverður erill hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talking to me???

BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desembermban1533l bleeding_rose_my_desktop__by_mandiscandi

 

Þú þarft ekki að leita uppi vandamál. Þau munu finna þig. Vertu viðbúinn. Þau gætu bankað á dyrnar með blómvönd, og þá skaltu ekki opna. 

 *hóst* .. þetta var sem sagt stjörnuspá dagsins í dag fyrir mitt merki!

 

En hvað !?  Er verið að ýja að því að ég sé að halda framhjá?  Eða á góðri leið með það??  Hvurslags er þetta eiginlega.   

ÉG á semsagt að vera á varðbergi gagnvart ókunnugum mönnum, ekki þiggja neitt frá þeim..og ja, ekki láta mig dreyma um að leggja lag mitt við aðra karlmenn, hversu spennandi og sjarmerandi sem þeir kunna að vera. 

Ég fer nú létt með það Whistlingwoman

 

 


Ótrúlegt!

Ég hef alla tíð haldið að kínverjar væru mjög lágvaxið fólk.  Þess vegna kemur það mér mjög á óvart að hæsti maður heims sé KÍNVERJI! 

Kannski eru kínverjar ekkert lágvaxnir , kannski er það bara misskilningur hjá mér að kínverjar séu eitthvað lágvaxnari en td. evrópubúar.  Veit ekki hvar ég fékk þessa flugu í höfuðið en ef einhver er fróður um þessi mál þá má sá hinn sami endilega fræða mig betur. Smile

Kínverjinn sem um ræðir er ekki lágvaxinn, síður en svo , heldur 2,36 metrar á hæð.  Eiginkona hans er hins vegar svipuð mér á hæð eða 1,68 cm. og er það nú bara meðalhæð á kvenfólki yfirhöfuð.   

Ég læt svo fylgja með mynd af einu krúttlegasta dýri jarðar, ættuðu frá Kína.. Pandabirninum. Joyful

 

Panda

 

 


mbl.is Hæsti maður heims giftir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband