Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Leðurtöffari dauðans!

Helgi svaka gangsterMaðurinn minn fékk loks ósk sína uppfyllta og er komin með mótorhjól!  ( Þess vegna samþykkti hann hundinn,er viss um það)   

Nýja hjólið og leðurmaðurinn 

Rosatöffari í leðri - það verður ekki annað sagt um hann. Og hjólið er svakalega flott..kom mér á óvart hvað það var stórt..hélt það væri bara pínulítið Tounge. Hann gengur nú um með sólheimaglott..og frosið bros á andlitinu ( það er svo kalt úti) og ég má ALLT!! Hjálp!!

Olli mótorhjólatöffari


Fífl eða fullur?

 Maður kallar : "Ég er hryðjuverkamaður" og við hverju býst hann?  Rólegheitum bara?  Ekki nema von að allt verði vitlaust í vélinni á þessum síðustu og verstu.  Ekki hefði ég viljað vera farþegi í þessari vél.  Var hann fullur? Eða fífl?  Hvað ætli hann fái háa sekt?

airplain3

mbl.is Flugvél SAS rýmd vegna hryðjuverkatals farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kettir eru ótrúlegir.

Níu líf eður ei.. Mér þykir þetta hreint ótrúlegt!  Án matar og drykkjar í rúman mánuð!   Og ég sem hef áhyggjur af því að skilja Simba minn eftir í tvo daga með kúffulla matardalla og tvær fötur af vatni á meðan farið er á ættarmót Grin

Krútt


mbl.is Köttur gerðist laumufarþegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megi englar alheimsins vera með þessu barni.

Ég er svo sorgmædd út af hvarfi Madeleine litlu.  Hún er bara fjögurra ára .  Hvernig ætli fjögurra ára barni líði í klóm mannræningja?  Litlu barni sem er  háð pabba sínum og mömmu.  Portúgalska lögreglan er engu nær og hefur engan grunaðann.

 Ég bið til Guðs um að Maideleine finnist og það fljótt. 

Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi,
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.

Maddie

mbl.is Portúgalska lögreglan hefur engar vísbendingar í leitinni að Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætis lag sem vann svo sem en ..

hefði viljað sjá Svíþjóð vinna. Það var greinilega mikil bjartsýni því það voru aldrei neinar líkur á því að þeir kæmust einu sinni ofarlega.    Finnska lagið var flott  sem og ungverska lagið  en ekkert þessara landa komust einu sinni  í topp 5.

  Vona að keppninni verði breytt ...þannig að austur og vesturevrópu verði skipt upp, þetta er ekkert gaman lengur. Keppnin er að klofna.   Greinilega allt annar tónlistasmekkur þarna á ferð.  

abba3ABBA

mbl.is Serbía vann Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar myndir af Lúkasi

Lúkas sæti Mér finnst hann alltaf vera að fríkka. Stór og falleg augu, snoppufríður með eindæmum. Finnst ykkur það ekki ?Joyful.  

  Nú er hann átta vikna   ..kátur, fjörugur og algjör töffari Tounge.  Ég fæ hann til mín eftir átta daga. Og þarf ég að taka það fram að ég sef varla á nóttinni fyrir tillhlökkun!  

Búin að kaupa búr og nú þarf að kaupa matardalla, bæli fyrir hann að sofa í, leikföng og sitthvað fleira. 

Bæ í bili , Ester.

Sofandi systkinLúkas 8 vikna


Eurovision er að byrja!!!

Transfitulaust popp, kók, flögur með ost og lauk..lakkrísdraumur...slurp! Áfram Eiki!! ... Fer og set mig í stellingar!  Góða skemmtun. 

popp_og_kok


Eiríka í silfurlituðum kjól á sviðinu í Helsinki

Ég verð að viðurkenna að ég er spennt fyrir keppninni í kvöld.  Ég er keppnismaður að upplagi og titra af tillhlökkun.   Dreymdi í nótt að Eiríkur hefði breysti í Eiríku og var nú með svart túberað hár í silfurlituðum kjól á sviðinu.  Röddinn hafði líka breyst og hljómaði hann eins og skræk fermingastelpa.   Finnst mér það ekki lofa góðu. 

Verst að Gríska lagið er ekki í úrslitunum, langar að sjá það á sviði ekki seinna en í kvöld.  Það er lag sem kemur til með að ná vinsældum og hef gert það nú þegar. Sá sem syngur það heitir Sarbel .."sætur sykurpúði" og lagið heitir  Yassou Maria.  Fann enga mynd af honum svo THE ARK frá Svíþjóð verður að duga.    

the-arkThe Ark, skemmtilegt lag og hressir strákar

mbl.is Íslenski Eurovision-hópurinn tilbúinn í slaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýraníðingar

 

Hross geymd í niðurníddu útihúsi ÁN fóðurs og fersks vatns.  Mögur, lúsug með sýkingar.   Sá sem  sendi bréf til héraðsdýralækni varðandi þetta hefur fylgst með hrossahaldi á bænum undanfarin sjö ár og lét m.a. búfjáreftirlitið vita á sínum tíma en segist ekki vita til hvaða aðgerða það tók.    ( Miða við ástandið á bænum þá greinilega engra).   En gott að það er  til folk í heimi hér sem lætur sér svona lagað máli skipta eins og aðilinn sem vakti athygli á þessu tiltekna máli. 

Ég verð skelfilega reið þegar ég les eða heyri svona fréttir.  Hvers eiga aumingja dýrin að gjalda. Málleysingjarnir.  Ég er urrandi reið núna og finn til vanmáttar. Refsing fyrir slæma meðferð á dýrum er nánast engin - eða hvað ?    Inn með þetta lið - læsa og henda lyklinum!  

Ps. Þið  sem rekist hingað inn megið alveg kvitta fyrir komu ykkar í athugasemdir Police.    það væri  gaman að sjá hverjir hafa áhuga á þessu máli.  

 

Illa á sig kominnHestakompan

 Lítið á hrossið! Það er ekki sjón að sjá! Og heshúsið sem kalla á, þetta er ógeðslegt.  


mbl.is Héraðsdýralæknir kannar hvort hross hafi sætt illri meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BRAZILIAN VAX..hégómi eða algjör snilld!

Brasilian Vax.  Tröllríður þjóðinni. Það er engin kona “með mönnum” ef hún hefur ekki farið í Brasilianleggir Vax.  (Og leggið þá merkingu í orðin sem þið viljið.) 
Miða við þær lýsingar sem ég hef heyrt af því hvernig þetta er framkvæmt, þá   verð ég að segja að þetta freistar mín ekki mikið....ekki mjög að minnsta kosti. 

Berrössuð með heitt vax á viðkvæmum stað .  Vaxið  er  svo látið kólna og svo er allt heila klappið rifið upp með rótum.  Konurnar fá munnstykki til að bíta í á meðan svo þær öskri ekki þakið af snyrtistofunni.  ( nei kannski ekki, en ágætis hugmynd)

Hitti eina í dag sem var nýkomin úr þessu vaxi.  Hún sagðist vera hálfhjólbeinótt eftir herlegheitin en væri alsæl með að vera orðin hárlaus. – Þetta dugar í svona fjórar vikur sagði hún svo og brosti hringinn. 

Sko ég sé ekkert flott við það að vera hárlaus þarna niðri eins og tíu ára barn. Og mér finnst þetta duga stutt miða við þá kvöl sem konur þurfa að ganga í gegnum til að öðlast hárleysið.  En af því að ég er svo nýjungagjörn og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt þá langar mig SAMT   til að prófa. 

PLEASE SANNFÆRIÐ MIG UM ÁGÆTI BRASILIAN VAX!

contentpantlookdown

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Nei vá!  Hvar léstu gera þetta?? 

PS. Þetta er víst orðið vinsælt hjá karlmönnum líka.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband