Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Ætli hann komi í ræktina?

Ég væri svo sem alveg til í að hitta hann.  En eitthvernveginn fer ég alltaf á mis við þá "frægu" sem koma til landsins.  Ég er eflaust ekki á réttu stöðunum Smile.  Reyndar eiga þeir frægu það til að mæta á líkamsræktarstöðina þar sem ég vinn,  Clint Estwood spurði mig td. þegar hann var hér á landi hvort ég gæti reddað honum glasi  ( tómu) .  Ég benti honum á Booztbarinn og þar fékk hann glas og þær kunnu ekki við að rukka hann um þær 30 kr. ( eða hvað það nú var) sem þær seldu glösin á Wink. Munur að vera frægur og ríkur.   

Leonardo leonardo_di_caprio


mbl.is Leonardo DiCaprio myndaður á Jökulsárlóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsök eða afleiðing?

Bob Marley Konan reykti kannabis við þunglyndi en reyndar er vel  þekkt að kannabis veldur þunglyndi.  Tekið af síðu Sáá : Stórneytendur kvarta sjálfir undan minnistruflunum og að vitsmunaleg úrvinnsla heilans truflist verulega. Jafnframt þessu koma fram breytingar á tilfinningum og geðslagi, oft með verulegu þunglyndi.  Ja ekki nema sú gamla sé búin að gleyma afhverju hún byrjaði að neyta kannabis LoL.

 

free_willie_small_1 cannabis

 


mbl.is „Gömul og þreytt“ kona dæmd fyrir að rækta og eiga kannabis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðasagan og myndir

  Rosalega var þægilegt að ferðast með Saga Class! Hengt upp af manni, dinnertónlist í farþegarýminu áður en vélin tók á loft, fordrykkur þegar maður settist, öll íslensku dagblöðin, betri matur, gat valið um tvo rétti, hverja öðrum betri.  Þrírréttuð máltíð. 

Ferðin gekk rosalega vel, reyndar var seinkun á ferðatöskunum, við vorum 10 manns sem fengum ekki töskurnar.  Eftir smá stapp fengum við að vita að út af "ófærð þá gengi illa að koma töskunum frá borði.  En ég er að meina það þegar ég segi "það var nánast auð jörðin!! "

 Lestin En taskan kom að lokum og þá fór ég að ná í lestina til Óðinsvé.  Mjög þægilegur ferðamáti en hálfleiðinlegur, var að mygla úr leiðindum, sá eftir að hafa ekki tekið með mér góða spennusögu. 

Komst í klukkutíma í búðir í óðinsvé, skaust í  H&M, keypti geggjaðar Spiderman kvartgallabuxur á Olla litla, spidermanbol og töff skyrtu.  Eitt pils handa mér.

Ofsalega er ég hrifin af þessum bæjum út á landi.  Gömul hlýleg húsin og litlu múrsteinsgöturnar Hótelið í Óðinsvé

 

 

 

Gisti á notarlegu hlýlegu hóteli í Óðinsvé og svo kom Kim að ná í mig klukkan níu næsta morgun.  

Hringborðsfundur Var á fundi í fimm tíma í Óðinsvé með níu manns sem vinna sem leiðbeinendur í Shokk á hinum ýmsu  líkamsræktarstöðvum í Danmörku.  Fróðlegur og skemmtilegur fundur.

Strax á eftir fór ég með Monu til Horsens.  Cirka einn og hálfur tími í bíl. Mona var með æðislegan hvolp með sér sem  hún var nýbúin að fá , tegundin heitir Lhasa apso.  HannLitli var níu vikna og eins og tvistur viðkomu, þvílíkt krútt!!  Ég dýramanneskjan varð auðvitaðalveg veik Joyful.

 Ekki var Horsens síðri bær en Óðinsvé.  Ofsalega vinalegur staður.  Equinox

 

 

Ég fór strax með Monu á stöðina sem hún vinnur á - Equinox, sú stöð er í eigu World Class.  Þetta var virkilega fín stöð, mikið pláss og frábært Spa.  

Huggulegt!

 

 Æðisleg innilaug sem var 33-34 gráðu heit.  

 

 

 

 

                                                        Ég skoðaði Shokk-stöðina hjá þeim, mjög fín og alls ekki ólik eins Shokk í Equinox Horsensog er hjá okkur í World Class. 

 

 

 

 

Mona á skrifstofunni Fékk fullt af upplýsingum hjá Monu og skrifaði heilmikið niður.    Hótelið í Horsens

 

 Gisti á fínasta hóteli þessa nótt   ( var kosið fallegasta hús í Horsens e-htímann) og daginn eftir kom Kim að ná í mig klukkan níu.  Við fórum í Equinox og héldum fund, eða námskeið fyrir mig.

Síðan keyrði Kim mig á aðalgötuna í miðbænum og þar rölti ég um í klukkutíma og labbaði svo á lestarstöðina.  Rúmlega þriggja tíma ferð til Kastrup þar sem ég átti bókað flug heim um kvöldið. 

Fór í röð, þar sem örugglega hundrað manns biðu, var búin að bíða þar í 25 mín. þegar mamma hringdi og spurði hvort röðin á Saga Class væri ekki miklu styttri.  " Ha, nei" sagði ég , " það er sama röðin".  - Nei , sagði mamma , það getur ekki verið!  Í því heyrði ég í íslendingum í röðinni og spurði þá hvort Saga Class röðin væri ekki á þessum sama stað.  "Nei" sögðu þeir og benti yfir í hinn endann á salnum, "Saga Class er þarna"!  Hahaha..þar voru fjórar hræður í röð!  Týpískt ég! LoL

Klukkutíma seinkun á vélinni en ferðin heim gekk eins og í sögu (enda á Saga Class).   Ég er ánægð með ferðina, náði mér í haldgóðar upplýsingar sem við getum notað fyrir Shokk hjá World Class.  En mikið er nú samt alltaf gott að koma heim Wink.

__________________________________________ 

Og ein hrakfallasaga úr ferðinni að lokum LoL :

Var nýlent að fara að ná i  ferðatöskuna mína.
Er alltaf frekar rugluð á flugstöðvum .. Wink

Er á leið niður rúllustiga en allt í einu fannst mér að ég sé að fara vitlausa leið, og
varð dauðhrædd um að ef ég færi niður þá kæmist ég ekki upp aftur að ná í töskuna.
Svo ég byrja að hlaupa UPP rúllustigann (sem var sem sagt á leiðinni niður), var í
háum stigvélum með hæl svo ferðin gekk frekar seint.
Þegar ég var komin mjög ofarlega - þar sem tröppurnar fara að jafnast út, þá missi ég jafnvægið, dett kylliflöt og rek hnéð heiftarlega í eina stáltröppuna...leit upp og sé að fólk er að fylgjast með mér ..mig langaði í alvöru að hverfa af yfirborði jarðar..........*roðn*  En eftir á var þetta brjálæðislega fyndið
Grin.

Simbi

 

 

 


Eru kennarar að meiða börn í dag?

Ég hitti stelpu í dag , stelpu sem er að komast á unglingsárin.  Hún sýndi mér stórt ljótt  mar á handleggnum á sér og sagði að kennarinn sinn hefði klipið sig.  Ég varð alveg steinhissa og spurði hvort hún hefði ekki kvartað í skólastjórann. - "jú" sagði hún , "ég gerði það en hann skammaði mig bara.  Reyndar var kennarinn búin að segja við mig að ef ég myndi kvarta í skólastjórann þá þyrfti ég alltaf að sitja eftir hjá henni"    - Ég var svo hissa að ég átti ekki til orð, ekki grunaði mig að svona lagað viðgengist enn í dag !  Mér finnst það jaðra við heimsku að beita ofbeldi í skólum. Ég sagði við stelpuna  að kennarar mættu ekki gera svona og hún sagðist vel vita það.    Ég veit ekki ástæðu þess að kennarinn kleip hana svo sá á henni en sama hver ástæðan var, ofbeldi  er aldrei réttlætanlegt.

angry-teacher


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband