Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Þá er það vetrarríkið Danmörk

Iceland airSkaðræðisveður, snjóstormur og skítakuldi bíða mín á morgun þar sem ég er að fara til Danmerkur.   Hehe..efast nú um að veðrið sé eins slæmt og Danirnir vilja meina, skilst af einum sem var að koma þaðan að þetta sé nú eiginlega bara slydda Tounge.  Sá missti af vélinni til íslands í síðustu viku þar sem bílstjórinn (dani) keyrði svo hægt , þorði ekki að keyra hraðar en 30. í slyddunni.  Þorði ekki að taka ferjuna því það var meira en 10 m. á sekúndu.  Grin  Við erum nú harðari af okkur en þetta íslendingar Wink.

Ég er að fara til Odense (Óðinsvé) , þarf að taka lestina beint af Kastrup, lestin er 1. klst og 50 mín. á leiðinni.  Er að fara á fund með "Shokkerum" ,  þs.  þær stöðvar í danmörku sem eru  með Shokk stöð fyrir börn senda aðila frá sinni stöð á fundinn.  Ég er sú eina sem kem annarsstaðar frá. Rætt verður um hvernir stöðvarnar ganga og borið saman bækur, nýjar hugmyndir bornar fram ofl.    Eins gott að leggja eyrun vel við því fundurinn sem stendur í nokkra tíma er á dönsku Woundering.  Ég les dönskuna vel og ég get skrifað á dönsku en að skilja hana er soldið annað mál.  Það fer reyndar eftir þeim sem talar, hvort hann talar hratt ( sem þeir gera flestir) og hvaða mállýsku viðkomandi talar.  

tog

Síðan fer ég  yfir til Horsens til að skoða þar Shokk-stöð hjá Equinox sem er stöð í eigu WorldClass.  ( Equinox stöðvarnar eru 14 víðsvegar um Danmörk).  Og þar mun ég einnig sitja námskeið.  Kem heim aftur á miðvikudagskvöld.  Sem sagt nóg að gera, dagarnir fullskipaðir.  Hlakka til en er einnig kvíðin, hrædd um að missa af lestinni, fluginu á leiðinni heim ofl.  Það fer allt í kerfi í Danmörku ef það snjóar smá, lestarkerfið meðal annars.  Bið að heilsa í bili, ætla að reyna að komast í tölvu í danaríki, svo ég geti skrifað eins og eina færslu.Smile 

Kær kveðja  Heart


Lýtaaðgerðir borga sig ALLS EKKI!!

 


Spurðu bara Guð:


45 ára gömul kona fékk hjartaáfall og var flutt á sjúkrahús. Þegar hún var á skurðarborðinu sá hún "ljósið"

Þegar hún sá Guð, spurði hún: " Er minn tími kominn?"

Guð svaraði: "Nei, þú átt ennþá eftir 43 ár, 2 mánuði og 8 daga ólifaða"

Á vöknun eftir aðgerðina ákvað konan að vera lengur á sjúkrahúsinu og láta gera á sér andlitslyftingu, fitusog, brjóstastækkun og svuntuaðgerð. Hún lét líka kalla eftir fólki til að lita á sér hárið og hvítta tennurnar.
Fyrst hún átti svona langt eftir ólifað var alveg eins gott að gera sem mest úr því.

Eftir síðustu aðgerðina var hún útskrifuð og mátti fara heim. Þegar hún var að fara yfir götuna á leið heim, verður hún fyrir sjúkrabíl og deyr.

Þegar hún hitti Guð aftur varð hún fojj og hnussaði: "Ég hélt þú hefðir sagt að ég ætti rúmlega 43 ár eftir ólifuð.....af hverju vísaðiru mér ekki veginn frá sjúkrabílnum?!"

Guð svaraði: "Já en ég þekkti þig ekki........Victoría náttúruleg og sæt
 
  
 
Nú - enn eitt fórnalamb lýtaaðgerðawildenstein
Þarna var hann sætur
Mickey rourke

Leiðindi :(

Ég er miður mín eftir atvik í vinnunni í dag.  Mig sárnaði mjög og ég var alveg gáttuð á framkomu þess sem í hlut á.  Oft hef ég orðið hissa á því hvernig fólk er og lætur en nú varð ég alveg standandi bit.  Ég átti þetta ekki skilið , veit ég það  vel enda varð ég mjög undrandi þegar ég fékk "blauta tusku i andlitið" frá þessum aðila.  Ótrúlegt hvað ég tek þetta nærri mér enda er ég ekkert sérlega töff týpa og hörð þegar kemur að samskiptum við annað fólk.  Reyni frekar að vera samvinnuþýð , þægileg og greiðvikin. 

Ég veit vel að ég get ekki unnið undir þessum kringumstæðum, kæri mig ekki um það og er ekki nógu kúl til þess. Get ekki látið eins og þessi manneskja sé ekki til og horft bara í gegnum hana.  Ég nenni engum leikjum , ég vil geta verið ég sjálf og ekki þurfa að leika mig eitthvað annað. 

Get hvorki né vil fara nánar út í þetta atvik sem gerðist, enda gæti einhver rekist hér inn sem þekkir eða er  tengdur þessum aðilia og ekki vil ég gera illt verra.  En það er gott að fá smá útrás á blaði.  

kv. Ester

Leiður

 

 


Hefur vefsíðan verið eitthvað biluð í dag?

Ég er búin að vera í mestu vandræðum með blog.is i dag.  Kemst of ekki inn , kemur villumelding, þegar ég skrifa athugasemdir á blogg þá geymist það ekki "þú hefur ekki leyfi til að skrifa athugasemdir hér" ..ja ekki nema ég sé svona óvinsæl og allir búnir að loka á mig HaloLoL.

Endilega kommentið á þetta, væri gaman að vita hvort þetta sé búið að vera svona  hjá fleirum.

Olli 1. árs.Læt þessa mynd af Olla 1. árs fylgja með að gamni Tounge


og meira drama..

Anna NicoleEkkert lát er á hneykslismálum kringum mestu dramadrottningu allra tíma. Þótt hún sé öll þá heldur  dramað áfram..ætli hún fái hvíld í gröfinni? 


mbl.is Ráðherra segir af sér á Bahamaeyjum vegna Önnu Nicole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondar vatnsdeigsbollur

Ekki eru allar bollur góðar..dæs.   Ég borðaði eina í gær, hafði keypt tilbúnar vatnsdeigsbollur frá ónefndu fyrirtæki, en það átti eftir að setja á þær.  Ég bjó til bananarjóma og smurði innan í bollurnar og bætti sultu við.  Varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með bollurnar, þær voru þurrar eins og sandpappir og gjörsamlega bragðlausar ( fyrir utan eðalrjómann minn og sultuna).  Kannski ég geri tilraun í dag og kem við í (öðru) bakaríi og kaupi mér eins og eina tilbúna bollu - bara til að smakkaTounge.

SimbiÞetta er Simbi, hann hefur ekki gott af bollu! Wink

Annars skil ég ekki hvað vatnsdeigsbollur eru vinsælar, ég er sjálf miklu meira fyrir hinar ...þær eru bragðmeiri og þéttari í sér.   

Ég held ekki uppi þeim sið  að flengja börnin á bolludag með vendi.  Þessi stærri ( 18ára) myndi í fyrsta lagi drepa mig ef ég birtist eins og skrattinn sjálfur inni hjá honum með bolluvönd á lofti, og ég held að sá litli ( að verða 5 ) myndi pissa í sig af hræðslu.      Ég skoðaði nú samt vendina í búðinni um helgina  og mér blöskraði nú eiginlega verðið -  299 kr fyrir prik með pappírsstrimlum á.  Kaupi frekar bollu fyrir þann pening, kannski fæ ég jafnvel tvær bollurKissing  

Bollur

Eigið frábæran bolludag!! Heart


Gleðilegan konudag

Appelsínugular rósir handa mérAllar konur sem kunna að rekast inn á bloggið mitt í dagHeartHeartHeart Smile.   Ég hef alltaf verið veik fyrir appelsínugulum rósum.  Sá rósalitur hefur alltaf heillað mig mest.   En þó er yndislegt að fá rauðar rósir frá sínum heittelskaða því rauði #990033liturinn táknar auðvitað ástina.  

                                                    Nokkrir  Litir rósarinnar :  

Rauð: ást.      Bleik: þokki og kærleikur.      Dökkbleik: þakklæti.     Ljós bleik: aðdáun og samúð.   Hvít: sakleysi, hreinleiki, sorg, Gul : vinskapur.

 Ég sagði við manninn minn að kaupa ekki rósir handa mér í dag.  Frekar myndi ég vilja fá að gera eitthvað fyrir sjálfa mig seinni partinn þegar hann kemur heim  úr Hveragerði.  Hann samþykkti það og nú brýt ég heilann um  hvað ég eigi eiginlega af  mér að gera LoL. Langar svolítið út í langa göngu en er nýkomin heim af tveggja tíma æfingu, eitthversstaðar verður maður stoppa .  Lofaði reyndar sjálfri mér í morgun að læra í dag en mér finnst það ekki nógu heillandi á konudaginn sko Blush Spurning um að fara í heitan pott..kaupa sér gott súkkulaði, borða góðan mat    ( ætla að hafa fylltar kjúklingabringur) og hafa það svo bara næs það sem eftir lifir dagsins. Heart rauð rós og vínglas

Yndislegar rauðar rósir


Góða tónlist kannski?

Bróðir minn ( sá yngri) var að tala um að hafa júróvisjonpartý og allir ættu að koma með eitthvað með sér.  Ég spyr: " og hvað á ég að koma með" ?  .. Svarið kom frá konu hins bróðir míns :  " komdu bara með eitthverja góða tónlist  " !  LoLLoL

 Eigið frábært júróvisjonkvöld Heart

eurovision júrovisjon


Hér eru myndir af Britney sköllóttri:

BritneySköllótt
Og hér er hellingur af myndum af henni, að láta raka hárið og fá sér tattú:   http://x17online.com/
 
Og endilega kíkið á "afmæli afa" í næstu færslu á undan, var að bæta við texta Smile

mbl.is Britney snoðklippt á húðflúrsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afi var í afmælinu sínu þótt látinn sé.

Móðurafi minn hann Þorsteinn Lárus Pétursson, 1. vélstjóri með meiru,  dó í nóvember sl. eftir að hafa látið í minni pokann fyrir krabbameini.  En sá háði stríðið!!   Afi ætlaði sér að hafa betur, enda var ótrúlegt hvað hann barðist lengi við óvininn. Það voru allir svo hissa á því hvað hann hélt út lengi og á tímabili var fjölskyldan jafnvel farin að hugsa um hvort að það gæti verið að hann hefði það af og myndi jafnvel komast úr spítalarúminu og heim.  Og á þessu sMamma og amma í duftgarðinum 15. febr. 07tigi var krabbinn komin í beinin út um allt.   Við sáum afa fyrir okkur í bílnum sínum sem hann hafði keypt fyrir rúmu ári síðan og var svo ánægður með.  Sáum hann fyrir okkur keyrandi um borg og bý eins og honum fannst svo skemmtilegt, droppa í heimsókn til ættmenna hress að vanda og kjaftandi á honum hver tuska.  En því var ekki að heilsa.   Að lokum sigraði krabbinn og þá var afi orðinn mjög þreyttur.    Þegar afi var orðinn mjög veikur þá náði Júlli frændi í hann á eldgömlum antíkbíl sem hann á og fór með afa í bíltúr.  Mikið þótti afa það gaman enda mikill bílaáhugamaður.  Það voru teknar myndir við það tækifæri og ætla ég að skanna þær myndir inn og festa við bloggið.  

Ein síðasta minning mín um afa var þegar við mamma og Kalli bróðir kíktum í heimsókn til afa og ömmu, í október sl.   Kalli bróðir var að flytja til Sikiley í nokkra mánuði og kom til að kveðja afa og ömmu.  Kalli er tónlistarmaður og afi var mikill músíkmaður, elskaði tónlist.   Kalli fór að spjalla við afa um tónlist og að lokum gat afi ekki á sér setið og greip nikkuna og spilaði lagstúf, eins veikur og hann var á þessu stigi.  Kalli settist svo við píanóið og spilaði eitt fallegasta jólalag allra tíma " Ó helga nótt".  Þetta var eitt af uppáhaldslögum afa.   Afi söng með og ég sá að hann þurrkaði tár úr augunum , þarna átti ég erfitt með mig og margar hugsanir flugu um huga mér. En þetta er falleg minning.  Um mánuði síðar var afi allur.   

Í gær þann 15. Febrúar hefði hann orðið 82 ára gamall.  Að sjálfsögðu var haldin afmælisveisla honum til heiðurs heima hjá foreldrum mínum.  Ég kom seint því ég var á kvöldvakt , en náði þó í endann af partýinu. 

Ester og Tinna
Það er alltaf gaman þegar að fjölskyldan hittist og afi skemmti sér alltaf manna best.  Þá var nikkan tekin og spilað af fingrum fram gömul sjómannalög og dægurlög.  Sungið og jafnvel stiginn dans.  Afa er sárt saknað enda var hann lífsglaður maður með eindæmum og manna hressastur. 
Krakkarnir
Gleymi aldrei hlátrinum hans sem var svo smitandi.  Hann hefði skemmt sér vel í þessu afmæli LoL og ég trúi því að hann hafi sko ekki látið sig vanta í afmælið sitt!!! 
Veisla
 
Mamma Mamma hjá leiði
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
OlliAmma ásamt fleirum
 

 

 

 

 

 

 

En vitið þið! Ég á ekki eina einustu mynd af afa!!  Ég á rosalega mikið af myndum úr barnaafmælum, fermingum, brúðkaupi, frá jólum langt aftur, ofl. ofl.  Myndir af öllum úr fjölskyldunni NEMA AFA því hann tók allar myndirnar!  Hvernig var hægt að klikka á þessu!    


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband