Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Á þrettándanum.

Fínn dagur í dag.  Tengdó komu í heimsókn með bakkelsi og það var kjaftað og hlegið, svo klæddi ég mig upp í langan göngutúr, setti skóladót í bakpokann, stillti göngustafina og labbaði heim til pabba og mömmu. Ætli þetta sé ekki um 4-5 km ganga.  Hreint æðislegt veður, ég óð hvítan mjúkan snjóinn, trén svignuðu undan honum, getur þetta verið fallegra. 

Ég lærði í smátíma heima hjá foreldrum mínum og síðan skutluðu þau mér í búð, ég fór heim og setti mat í ofninn, og hélt svo af stað labbandi út á brennu.  Ck. 2 km leið.  Þannig að ég náði mér í ágæta hreyfingu í dag.  Það er svo gott að labba, jafnt fyrir sál og líkama.  Ætla aftur á morgun.  

Hitti svo Helga, Olla og Silju ( vinkona hans Olla) á brennunni þar sem þau stóðu við sviðið að horfa á jólasveinahljómsveitina skemmta.  Svaka stuð..  Við fórum líka í fyrra á brennuna og mikið er ég ánægð með þessa uppákomu alltaf á þrettándanum.  Algjörlega frábært og vel að þessu staðið. 

Silja og Olli

Borðuðum góðan mat og í dag er nammidagur, nammið bíður ... .Whistling

Og nú eru jólin búin..

kkveðja, Ester 

 

Brennan í Gufunesi

 


Textinn við lagið á síðunni minni:

Tek það fram að lagið óklárað á síðunni, algjör frumútgáfa.  Lag : Kalli bróðir, Texti Anna mágkona. Spilað af Kalla bróðir í brúðkaupinu mínu 2004. Sungið af Pál Óskari.  Gífurlega fallegt lag. Í útgáfunni á síðunni er það Matti sem syngur, og lagið er á sólóplötu Matta.  Hér er textinn við lagið :  

Leiðin til þín:        

hver dagur sem leið og hvert skref sem ég tók
færði mig nær, leiddi mig til þín
áður í þokunni reikaði einn, kaldur og fávís án þín
og þegar þokunni létti loks og augun þín horfðu í mín
hjarta mitt skildi að leið mín lá alltaf án efa til þín ástin mín

núna við hlið þér á óförnum stíg,
fetum hann saman, hönd þín í minni
ef að ég missi ekki takið á þér mun ástin æ lýsa okkur leið
sólstafir birtust í þokunni og augu mín horfðu í þín
hjarta mitt fann að með þér liggur leið mín án efa, með þér ástin mín

og nú loks rofar til, sjáðu vorið er hér , ó elskaðu mig
eins og ég elska þig, með þér  lífið fær annan blæ
nú loks er ég kominn heim

hvert skref sem ég tók og hvert sinn er ég féll
mótlæti og byr, það leiddi mig hingað
núna við hlið þér á óförnum stíg, ástin mun lýsa okkur leið
sólstafir birtust í þokunni og augu mín horfðu í þín
hjarta mitt skildi að leið mín lá alltaf án efa til þín ástin mín
hjarta mitt fann að með þér liggur leið mín án efa, með þér ástin mín

 

 

Hugleiðingar dagsins í dag.

Mér finnst stundum að það sem skiptir mestu máli í lífinu verði útundan hjá mér.  Það er svo mikill hraði í þjóðfélaginu og því verða ástvinir manns og vinir oft að mæta afgangi.  Ég sendi td. ekki jólakort í ár vegna tímaskorts.  Hins vegar fékk ég jólakort frá nokkrum kærum vinum og fjölskyldumeðlimum.  *samviskubit*. Ég hringi allt of sjaldan í fólk sem mér þykir vænt um því á kvöldin er ég örþreytt og nenni ekki að tala, vil helst liggja flöt upp í sófa eða fara upp í rúm að sofa. 

Ég sinni börnunum mínum ekki eins vel og ég vildi vegna anna.  Finnst ég eigingjörn að vera í skóla með vinnu því allur minn tími fer í það.   Olli minn er bara fjögurra ára og þarf á mömmu sinni að halda.  Mamma hans er yfirleitt  pirruð og þreytt þennan örstutta tíma á kvöldin sem hún hittir hann Frown.  Ég vona að ég geti bætt honum þetta upp í sumar þegar að allt fer að róast.  Verst hvað tíminn líður og árin koma víst ekki aftur.  

Hálf þunglyndislegt blogg frá mér í dag.

Kær kveðja                                                                                                                                            Ester Júlía 

 

 


Konan úr eyjum og brúðkaupslag.

Var að grúska í gömlum "fælum" og fann þá þetta ljóð sem ég samdi fyrir konu í tilefni fimmtugsafmælis vinkonu hennar.  Ég þekkti afmælisbarnið á þeim tíma ekki neitt en fékk að vita nokkra punkta um konuna svo ég gæti barið eitthverju saman.  Það sem er svo sniðugt við þetta er að ég kynntist svo þessari konu nokkrum árum seinna í gegnum vin minn og hafði ekki hugmynd um að þetta væri konan sem ég samdi þetta ljóð um.  Ég og þessi kona erum góðar vinkonur í dag.  Og mikið hlógum við þegar við uppgötvuðum að ég hefði samið um hana ljóð!  

Læt kvæðið fylgja með að gamni ..þetta er ekkert stórbrotið , bara einföld  gamanvísa.. LoL

 Sjaldan verður því neitað
Að lengi verður að leitað
svo flottri konu
sem á tvo sonu
fæstir geta'na deitað.

Hún ber af öllum meyjum
og þverfótar ei fyrir peyjum
þeir gráta sig enn
í svefn þessir menn
sem þekkt'ana útí eyjum

Gull af manni hún geymir
um fataherbergi dreymir
með sinn stinna rass
á æfing'í world class
Þú aldrei henni gleymir

Hún fatafrík telst vera
og plássið vill ei séra
með Gísla fötum
fátæka við mötum
"ja eitthvað varð að gera".

Á mili gleðitára
með fiðring niðr'í nára
allir detta nú dauðir
líta út eins og sauðir
#009900
er hún segist fimmtíu ára.

Svo allir nú fara að púa
og upp á handlegginn snúa
FImmtug!!" hver fjárinn
Hvað varð um öll árin
Þú færð oss því ei til að trúa.

 

Ég setti einnig inn lag á síðuna hjá mér sem var spilað í brúðkaupinu mínu á menningarnótt 2004. Þetta lag er samið af bróður mínum og textann samdi mágkona mín (og kona hans).    Þetta er eitt af þeim fallegri lögum sem ég hef heyrt.   Í laginu hér á síðunni syngur Matti í Pöpunum lagið en í brúðkaupinu var það hinn yndislegi Páll Óskar sem söng lagið.  Á því miður ekki upptöku með honum, en þetta er líka vel sungið hjá Matta.   Lagið heitir "Leiðin til þín" og ég skora á ykkur að hlusta á það...Smile


11. ráð til betri heilsu á nýju ári

 nicelady

Þá er að taka fram íþróttaskónna á nýju ári!  1. Ef þú ert kyrrsetumanneskja að byrja að hreyfa þig þá byrjaru rólega með því að fara út stutta göngutúra og svo eykur þú lengdina á göngutúrunum eftir því sem þolið verður betra.  Þú átt eftir að finna mun á þér mun fyrr  en þú býst við. 

2. Drekktu mikið vatn ...Tveir til tveir og hálfur líter af vatni fyrir konur hvern dag og tveir og hálfur til þrír lítrar fyrir karlmenn hvern dag.

3. Minnkaðu kaffidrykkjuna ..kaffi er vatnslosandi og eykur þörfina á ennþá meiri vatnsdrykkju. ( vökvaskortur)

4. Borðaðu sex máltíðir á dag.....þrjár stórar og þrjár litlar ( millibitar)

5. Borðaðu tvo  skammta af ávöxtum á dag,  þrjá skammta af grænmeti.. 1. skammtur er einn bolli.

6.Taktu lýsi til að fá nóg D-vítamín og drekktu tvö glös af mjólk á dag. 

7. Hafðu fjölbreyttni í hreyfingu, synda, hjóla, línuskautar/skautar, fjallganga, göngutúr, skokk,handbolti, fótbolti, spinning, tækjasalur..nóg er til :).

8. Gerðu fjölbreyttar kviðæfingar..svo þú styrkir ALLA kviðvöðvana. 

9. Prófaðu að sleppa sykri, hveiti og óhollri fitu ..auðveldara en þú heldur Wink.

10. Fáðu nógan svefn..mjög mikilvægt fyrir líkama og sál. 

11. Settu þér markmið, en hafðu þau RAUNHÆF, mun auðveldara að standa við þau .

bd4555ph

 GANGI ÞÉR VEL

 


Gamlárskvöld byrjaði ekki vel.

 Á gamlárskvöld buðum við  ömmu og móðursystur minni í mat.  Afi nýdáinn og Hafdís fjölskyldulaus þar sem börnin hennar eru bæði erlendis þessi áramótin og því ekki nokkur hemja að þær sætu tvær einar heima hja´ömmu, fyrst að pabbi og mamma voru í sumarbústaðnum.  Því miður byrjaði kvöldið ekki vel.  Ég var með matinn tilbúinn klukkan sjö og lít þá út um gluggann akkúrat á þeim tímapunkti þegar að amma dettur í hálkunni beint á andlitið. 

Ég hleyp út á inniskónum og sé Hafdísi stumra yfir ömmu sem situr á gangstéttinni hálfvönkuð.  Það er spungið fyrir á augabrúninni og blóð lekur niður kinnina á ömmu.  Við tókum undir sitthvoran handlegginn á henni og hjálpuðum henni að standa upp.  Vissum ekki hvort hún væri brotin og hún gat ekki sagt um það sjálf.  En hún gat staðið upp sem betur fer og við hjálpuðum henni upp tröppurnar. 

Þegar inn var komið, settist amma í sófann til að jafna sig og ég náði í hreinan þvottapoka og þreif blóðið úr andlitinu og setti svo plástur á sárið.  Amma var með skurð beint í augabrúninni, ck. 2 cm. langan.  Það hefði þurft að gera betur að þessu en amma harðneitaði að fara upp á slysó.  Hún hafði fengið högg undir rifbein og misst andan í smá stund þegar hún datt en hafði jafnað sig fljótt á því sem betur fer. 

Maturinn var góður, var með hamborgarhrygg frá Ali og einnig þennan danska sem var fluttur inn í fyrsta skipti þetta ár.   Báðir voru góðir þó mér hafi þótt Ali-hryggurinn betri.  Var svo með heimatilbúinn ís og súkkulaðifoundue og jarðaber.  Rosalega gott. Eftir matinn, var slakað á og svo horft á innlendan og erlendan annál.  Strákarnir vildu þó fara strax út í garð að skjóta upp rakettum og fengu þeir það , svaka gaman.

Amma var bara nokkuð hress, enda er amma ótrúlega hörð af sér og með duglegustu konum sem ég þekki.  Lætur ekki svona "smámuni" hafa áhrif á sig.  Held þetta hafi haft meiri áhrif á okkur hin heldur en hana.  Frown

Klukkan tólf var skotið upp sem aldrei fyrr .. þetta var mjög skemmtilegt kvöld þrátt fyrir óhappið fyrr um kvöldið, allir ánægðir og glaðir.

 Gleðilegt nýtt ár kæra fólk , takk fyrir gamla áriðSmileSmile


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband