Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006

Lilja 4 ever ........Hryllingur!!

ÉG ætlaði mér ekki að blogga í kvöld en ég bara hreinlega  VERÐ að tjá mig um myndina  Lilja 4 ever  sem ég horfði á fyrr í kvöld.  Ég er gjörsamlega í sjokki eftir þessa mynd.   Ég vissi ekkert hvað ég var að fara að horfa á, datt "óvart" inn í myndina sem varð alltaf hryllilegri og hryllilegri þegar á leið, og ég áttaði mig fljótlega á því um hvað hún snérist.  MANSAL! Þvílíkur hryllingur og ógeð!  Ég táraðist margoft yfir myndinni, litla stráknum sem átti hræðilegan föður sem barði hann, henti honum út, sprengdi boltann hans og fleira.  Stráknum sem  þráði svo heitt að eignast alvöru fjölskyldu. Og Lilja var sú eina sem lét sér annt um hann.  Og hann var sá eini sem þótti vænt um Lilju. 

Það var eins og enginn gæti sýnt neinar mannlegar tilfinningar eða hlýju þar sem Lilja átti heima í Eistlandi.  Ekki einu sinni mamma Lilju sem afsalaði sér forræðinu yfir henni og sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst óvelkominn í heiminn.   Mamman flutti svo bara  til Ameríku með nýja manninum dauðfegin að vera laus úr grámygluðum hversdagsleikanum og skyldi Lilju dóttur sína eftir!   Og viðbjóðurinn sem mætti Lilju þegar hún fór til Svíþjóðar.  Hún var ástfangin og stóð í þeirri meiningu að vera elskuð til baka en það kom annað í ljós þegar hún kom yfir til Svíþjóðar og hórmangarinn tók á móti henni.    Ógeðskallar keyptu hana af hórmangaranum sem læsti hana inni á hverri einustu nóttu.  Og aldrei sá hún "elskhuga" sinn aftur enda var sá bara tengiliðurinn í Eistlandi sem  lofaði stelpum gulli og grænum skógum ef þær myndu vilja flytja með honum " heim" til Svíþjóðar.   

Ég er í SJOKKI eftir að hafa horft á þessa mynd,  ég vissi að þetta er til í heiminum og mikið af því en myndin var svo raunverulega tekin og stelpan sem lék Lilju lék þetta hlutverk ótrúlega vel, það var ekki hægt annað en að bresta í grát og ennþá langar mig til að gráta . 


Týnt fólk, týnd taska og árshátíð World Class í köben!

Komin heim eftir geðveika árshátíð! Byrjaði nú ekki vel, týndi öllu liðinu á Kastrupflugvelli og fann ekki töskuna mína! Fór út að gá að liðinu og svindlaði mér svo inn aftur.  Það kom æðandi að mér kolbrjálaður tollvörður og ég sver það, ég hélt hún myndi berja mig! Ég reyndi að útskýra mál mitt  á meðan hún hvæsti á mig , svo spurði hún hvaðan ég væri og ég sagði - íslandi, þá nánast sagði hún mér að drulla mér inn og tala við fólkið í "reception".  Ég hljóp inn og náði tali af konu þar sem sagði að þau þjónustuðu reyndar ekki Iceland express.. (Vá þarna féllust mér nánast hendur) en ´þetta var almennilegri kona en tollvarðardruslan og hún sagði mér að bíða meðan hún athugaði málið.

Ég beið í korter og þá kom hún með þær fréttir að tvær stórar rútur hefðu farið með íslendinga fyrir skömmu og þá vissi ég að ég hafði misst af rútunni..:'(.  En töskuna varð ég að finna.  ÉG hafði ekki hugmynd um hvort taskan hefði farið með þeim eða hvort hún væri týnd í flugstöðinni.  Allt í einu sé ég töskuna mína ( áberandi rauð taska) eina á færibandi sem var ekki í gangi.  Það var mikill léttir. Þannig að ég fór út með töskuna og tók leigubíl á hótelið.    Þar voru allir og enginn hafði tekið eftir að mig vantaði ..ég fyrirgaf það vegna þess að rúturnar voru tvær og tveggja hæða þar að auki og við vorum eitthvað um 80-100 manns.   Eftir að hafa komið mér fyrir og skroppið aðeins á kaffihús niðrí bæ og til baka aftur, var tími til kominn að hafa sig til fyrir árshátíðina.  Rúta náði í okkur kl. 17:30  og fór með okkur á stað sem heitir Sejlklubben Frem - Siglingarklúbburinn Fram ef einhver skyldi þetta ekki ;).  Þetta var staður sem leigður var út fyrir allskonar skemmtanir. 

Árshátíðin var vægast sagt æðisleg...rosafjör og gaman, maturinn góður, stemningin æðisleg, skemmtiatriðin frábær.  Dansaði í tvo tíma, frábær diskótekari, en ég djammaði nú svo sem ekkert lengi því ég hafði bara sofið í tvo tíma nóttina áður og var orðin ansi þreytt þegar ég drullaðist heim á hótel um tólfleytið. 

Það skeði margt annað skemmtilegt í þessari ferð sem stóð í tvo daga og ég skrifa fljótlega ( mjög fljótlega) meira um það ( td. skemmtileg uppákoma í Kristjaníu) og set inn myndir. 


Sjáðu hvernig stjörnumerkin 12 upplifa dauðastundina..

horoscope.gif

 Hrútur: Hver stjórnar hér? Ég myndi vilja hitta Guð strax núna. Er ég dauð/ur? Æi, ég var alveg viss um að það myndi aldrei koma fyrir mig!, Hvar get ég fengið svona konungleg krystal bakljós með hvítu ljósi eins og þetta hér?? 

Naut: Þegar Nautið yfirgefur líkamann áttar það sig á því að hann/hún að er ekki lengur með maga og fer þegar tilbaka í líkamann, réttara..hlunkast niður með dynk.
Þar sem það sér ekki göngin, ljósið, Guð o.sv.fr. verður það til þess að Nautið verður
vantrúað það sem eftir er ævinnar.

Tvíburinn:
Lykilatriðið fyrir Tvíburann í dýrahringnum er það ekki upplifunin sjálf, heldur hvernig
þeir geta skreytt frásögnina eða skrifað um.
Þar sem Tvíburinn er áhyggjulausastur allra í heiminum, nema þegar þeir eru ekki
í símasambandi..þá hoppa þeir snögglega til baka í líkamann ---
talandinn vaknar til lífsins á undan restinni af líkamanum...

Krabbinn:
Krabbinn getur vel orðið 125 ára og hann upplifir venjulega ekki nálgun dauðans,
en getur komist hræðilega nálægt því að upplifa dauðann þegar þeir verða hugrakkir
og voga sér út af heimilinu til að ná í ?björg? í búið ...

Ljónið:
Neiiiiiiiiii, ég er EKKI dauð/ur.. Ég er ekki, ég er ekki, ég er ekki... Hvaða gaurar eru þetta í hvítu skikkjunum? Hvað eru þeir að syngja...? Þeir eru falskir.. Ég get sko sungið betur en þetta!.. Hvar er stjórnandi kórsins?
Ég þarf hátalara núna strax. Ef það er Rolling Stones eða Spin, þá tek ég ekki símann.?..

Meyjan:
Eftir að hafa unnið 60 tíma án hvíldar, þá hrynur Meyjan niður og yfirgefur líkamann.
Hún líður í gegnum þessi afar snyrtilegu og glitrandi ljósa göng, fær annað slagið hugmyndir
í sambandi við endurbætur..en verður fljótlega svo áhyggjufull þegar henni verður hugsað
til þess ef að ástvinir hennar geta ?komist af án hennar? að hún hrekkur til baka inn í líkamann
eins og hvít elding, sest upp, lítur á klukkuna og fullvissar sig rólega um það að hún sé lifandi..

Vogin:
Flýtur út úr líkamanum, aftur til baka, aftur út, aftur til baka, að lokum út aftur...
Vogin sér göng og titrandi ljós við endann á þeim. ? Vá,,er þetta Jesús?
Bíddu við, er það kannski Kwan Yin.. Það lítur út eins og eitthvað sem hún myndi klæðast.?
Án þess að geta ákveðið hvort hún eigi að fara gegnum göngin ( eftir allt..hvað er dauðinn
ef að maður getur ekki upplifað hann með einhverjum?)
Vogin endar aftur í líkamanum vegna vanskila, ásótt af dularfullri áráttu um að setja á
stofn stefnumóta þjónustu fyrir villuráfandi sálir.

Sporðdrekinn:
Þar sem Sporðdrekinn hefur níu líf, þá hættir þeim til að fá hugdettur um hinar og þessar
aðstæður sem geta hrundið af stað aðdraganda dauðastundarinnar..
Næstum dauðir, geta fæstir komist að enda gangnanna án þess að hitta einhverja veru sem
þeir hafa stjörnu sex með.. Þegar þeir eru spurðir að því hvern þeir vildu fá til að taka á móti
þeim hinum megin, þá nefna 75% þeirra uppáhalds vampíruna sína, og Medúsa kemur sterklegast
til greina.

Bogamaðurinn:
Bogamaðurinn flýtur út úr líkamanum og verður að hlægja að því hversu heimskur hann/hún var
að hafa keypt bóndabæin..
Eftir að hafa BROTIST gegnum ljósagöngin, þá aftekur hann það að snúa aftur til líkamans,
þar sem hann hefur gert í því með óhöppum að reyna að komast úr honum í öll þessi ár.
Þar sem Bogamðurinn er gífurlega forvitinn um það hvort svokölluð trúarbrögð skifti einhverju máli,
þá verður þessi ánægju ferð að einhverri ótrúlegri lexíu, en að lokum verður stjörnu fólkið þreytt á honum/henni og blekkir hann með því að tíminn sé útrunninn og hann verði þessvegna að snúa til
Jarðar aftur..

Steingeitin:
Það gæti tekið Steingeitina dágóða stund að átta sig á að hann/hún er ekki lifandi, vegna þess
að það eru sérstök herbergi sem líta eins út skrifstofur framkvæmdastjóra í augum hinnar
ný látnu Geitar..
Hvasseygur heldrimannslegur - draugur kemur inn og réttir geitinni leiðbeiningar handbók
sem heitir HVERNIG ER HÆGT ÞÉNA Á STJÖRNU MARKAÐINUM,
einnig ? vinnu endurmat ? þar sem farið er yfir hvað Geitinni hefur tekist eða mistekist í lífinu,
ásamt bleikum miða (átt við líkaminn endurmetinn..).
Steingeitur eru yfirleitt fljótar að snúa til líkamans aftur, þola illa enga líkamlega áreynslu of lengi..

Vatnsberinn:
Vatnsberinn kemur að perlu hliðinu, sér að himnaríki er ekki rekið af einingu og stefnir til vítis,
þar sem það er þó allavega óstjórn, og reglur eru til þess að brjóta þær..
Kalhæðnislegt sem það nú er, þá er dauða reynsla Vatnsberans hræðilega venjuleg...
Guð/Faðirinn, St. Petur, himneski kórinn og í þeim dúr.( önnur ástæða till þess að gera uppreisn
og stefna til vítis..)
Þegar í undirheimana er komið, þá æra þeir Satan og hans fylgismenn með sinni háværu og
kraftmiklu baráttu fyrir endurbótum og framförum og eru fljótlega reknir til baka í líkamann...

Fiskurinn:
Af einhverri ástæðu, þá taka Fiskarnir vinir okkar varla eftir upplifun dauðastundarinnar.
Í staðinn, á venjulegum degi á skrifstofunni, þá skýra margir Fiskar frá því að hafa séð veru
með langt andlit og sorglegan svip sem segir Fiskunum að fara rólega til baka í líkamann aftur...

 


Ææ ..aumingja Helgi .."bæla niður hláturinn"

Ég var búin að skrifa langa færslu áðan og ætlaði að vista og birta þegar að kemur að höfundur sé ekki innskráður..sem ég var VÍST!  Ég reyndi að "klippa" það sem ég var búin að skrifa og ætlaði svo að "skeyta" ( voðalega eru þetta óþjál orð) á wordskjal svo ég myndi ekki tapa því sem ég var  búin að skrifa en þá var það ekki hægt.  Það kemur alltaf "afrita/skeyta/líma er ekki leyft í vafraranum, viltu fá nánari upplýsingar um hvernig á að stilla það ? "  Ég smellti á já og þá kemur eitthvað upp sem ég nenni ómögulega að setja mig inní.  Ég reyndi að fara upp í browserinn " edit" og copy, en þá var það ekki hægt heldur.  Svo ég ákvað að taka sénsinn og "aftengja" mig og "tengja mig aftur.  Jú það tókst en hvað haldið þið! .... Jú auðvitað hvarf færslan mín út í veður og vind!  Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það tap á tölvugögnum...arg!  Finnst svo tilgangslaust að byrja upp á nýtt.  Svo mikil tímaeyðsla. 

 Í fyrri færslunni sagði ég frá remedíu sem ég keypti í dag við flughræðslu, remedíur eru ekki "efni" heldur "hvatar" sem hjálpa líkamanum í raun að hjálpa sér sjálfum.  Ég prófaði að taka eina - bara fyrir forvitnisakir , fann svo sem ekki neitt, enda engin flugvél nálægt en ég uppskar höfuðverk..veit ekki hvort það var remedían eða þreyta, langar ekkert til að taka aðra remedíu til að sannreyna það! Tek þetta á hörkunni á föstudaginn!

 Já aumingja Helgi minn!   Í kvöld var hann staddur fyrir utan bílaleigubíl sinn á Reyðarfirði..læstur úti!  Lyklarnir í úlpunni og úlpan í bílnum!  Bíllinn læsti sér nefnilega sjálfur..soldið fáránlegt stilling..finnst mér.      Helgi hringdi í bílaleiguna, en hún lokaði klukkan 18. Helgi hringdi í Lögguna en þeir voru komnir á bakvakt og sinntu ekki svona útköllum en vísuðu honum á fyrirtæki sem sérhæfir sig í allskonar vanda.   Jú það fyrirtæki ætlaði að redda þessu og innan stundar birtist "fyrirtækið" sem reyndist vera góðlegur eldri maður sem reddaði þessu nánast á svipstundu.  Helgi ætlaði að borga en maðurinn sagði honum bara að renna við hjá sér eitthverntímann á morgun.  Stressið greinilega ekki að fara með þennan :D.  Jæja en sögunni er ekki lokið...Helgi seildist í úlpuvasann og lyklarnir voru ekki þar.......þeir reyndust svo  vera í smíðavestinu hans í vinnuskúrnum..muhahahahaha...æ ég má ekki hlægja að þessu Skömmustulegurskamm!   Eigið gott kvöld er farin að fá mér meira detox te. 


Ljót og gömul strætóskýli í úthverfunum

mbl0033522.jpg

   Ég held að starfsmenn reykjavíkurborgar  planti niður eldgömlu og ljótu ryðguðu járnstrætóskýlunum í úthverfin þar sem þau eru nógu góð fyrir auga úthverfamannsins.  Á fjölförnum umferðagötum eins og td. á laugaveginum eða Suðurlandsbraut, þar er ekki að sjá þessi ljótu gömlu strætóskýli..þar eru falleg græn glerstrætóskýli sem gleðja augu ferðamannsins og allra þeirra sem eiga leið um fjölfarnar umferðagötur.   Ég á heima í mjög fallegu nýlegu úthverfi í Reykjavík , þar  er ósnortin náttúra og falleg fjallasýn, og falleg hús en það eina sem skemmir útsýnið eru þessi forljótu gráu ryðguðu strætóskýli sem plantað er niður með 100 m. millimili.  'Eg viðurkenni fúslega að þetta pirrar mig óstjórnlega.  Ég væri alveg til í að hafa grænt glerstrætóskýli fyrir utan gluggann  hjá mér en í staðinn blasir við eitt af þessum ljótu gráu hálfmygluðu strætóskýlum.  Ég held að gatan mín yrði miklu fallegri með græn glerstrætóskýli sem plantað væri hér og þar í götunni. 

En á móti kemur að gráu ljótu strætóskýlin vekja upp gamlar sætar minningar frá því ég var lítil og hélt í hendurnar á mömmu og pabba í sitthvora litlu hendina mína inní einu slíku.  

 

 


Tilgangslaus flughræðsla!

jolleystuff_fear03.gif

  aaaaa...frábær dagur með sól í heiði!  Nenni samt ekki í sund, en kallinn er að hugsa um að fara með yngsta barnið. Komið smá eirðarleysi í mig því ég er að fara til kaupmannahafnar eftir fjóra daga, og ég er flughrædd.  Frétti af remedíum sem eiga að hjálpa manni að eiga við þessa tilgangslausu hræðslu, og ætla að kanna það á morgun.  Nenni helst ekki að taka eitthvað kemískt róandi og vera þreytt allan daginn , er að fara á árshátíð sama kvöld og ég lendi svo það bara gengur ekki Óákveðinn.    Eitt ráð er gott við flughræðslu og það er að gleyma sér í lestri á góðri og mjög spennandi bók.  Bókin má ekki vera þung, þarf að vera auðlesanleg og umfram allt skemmtileg.  Óska hér með eftir tillögum um góða bók .. í athugasemdir takk !! :D   


Húsið hans Damons Albarn.

Fór í dag út að ganga með Láru vinkonu.  Það var hávaðarok og skítkalt en við gengum samt eins og herforingjar í klukkutíma.  Kíktum á húsið hans Damons Albarn, stálumst til að kíkja inn um gluggana og það var rosaflott þarna inni, alla vega það sem við sáum. Svona mínimaliskt .  Geggjað útsýni úr stofuglugganum.    Helen komst ekki í heimsókn, fullt að gera hjá henni enda á leiðinni til New York.     En nú er ég búin að borða páskamatinn og er södd og sæl.  Var með lambahrygg fylltan með hvítlauk, og kryddaðann með pipar, salti og rósmarín.  Eplasalat, grænar baunir, rauðkál, og æðislega sósu..já og bökunar kartöflur sem ég skar niður , kryddaðar með eðalkryddi og steiktar í ofni.    Kjörtið var þvílíkt meyrt..bráðnaði upp í manni.     Mátaði helv. kjólinn aftur og er að spá í að skila honum.   Tími ekki að eyða pening í kjól sem ég á svo kannski ekki eftir að nota..mikið.  Var að lesa pælingar hjá vini sem er nýbyrjaður að blogga. Líst mjög vel a´bloggið hans. Svo mikið vit í því sem hann segir.  Þetta er vinur sem ég hef alltaf litið upp til og virði skoðanir hans mikið.  Hlakka til að lesa meira.   En nú ætla ég að fá mér ís og horfa á sjónvarpið.   Eigið gott kvöld Koss.


Arrg..virka feit í kjólnum heima í spegli...

 ..mátaði nýja kjólinn í gærkvöldi og fannst ég eins og rjómabolla í honum, annað hvort hef ég fitnað um nokkur kíló á nokkrum klukkutímum eða spegillinn í búðinni er svona blekkingarspegill!  Eða þá að ég hafi ekki verið rétt stemmd í gærkvöldi sem ég VONA að sé rétt!  Shit hvað ég varð fúl! Kallinn minn var reyndar voða hrifin af kjólnum en ég tek nú ekki mark á honum Saklaus, þarf að fá mömmu í heimsókn, hún er smekklegasta manneskja sem ég þekki!      Jæja ....Líf minnar fjölskyldu er svipað lífi hverrar fjölskyldu á íslandi í dag, hér var vaknaði snemma og byrjað á páskaeggjaáti.  Ég verð stundum eirðarlaus ef koma svona dagar og ekkert að gera, en get bjargað mér á því að fara út í langan göngutúr sem ég ætla að gera.   Klæða mig mjög vel og fara út í kraftgöngu!   Svo er ég að hugsa um að bjóða Helen vinkonu minni í kaffi .   Þetta verður frábær dagur!! 

 


Kjóllinn ÖSKRAÐI á mig!!

Jæja árshátíðarkjóllinn er kominn í hús!  Ég fékk ekki Heather Mills kjóllinn en ég fékk annan ekki síðri!!  Fór sem sagt í Kringluna í dag,  var búin að fara í nokkrar búðir ( þar á meðal Karen Miller) þegar ég labbaði inn í Centrum og ....ég gekk að honum eins og í leiðslu enda stóð nafnið mitt nánast á honum og ekki skemmdi það fyrir að afgreiðslustúlka kom strax aðvífandi og næstum hrópaði -             " já þessi er ÆÐISLEGUR" við fengum örfáa svona kjóla og þeir eru að verða búnir" .. ég mátaði kjólinn og hann smellpassaði að sjálfsögðu  - enda var ég búin að sjá það, vissi strax að þarna var kjóllinn komin.  Hann kostaði nokkra þúsundkalla en ég þarf þó ekki að lifa á súpu og brauði það sem eftir er mánaðarins.   Er rosalega ánægð með kjólinn og hlakka ekkert smá til að skarta honum á árshátíðinni um næstu helgi!  Og nú er bara að finna jakka og skó við hann...Glottandi


Batchelorinn

Horfði á Batchelorinn í gær , lokaþáttinn og skammast mín fyrir að segja frá því en vá hvað ég gladdist með Mary þegar að hann játaði henni ást sína. Helgi horfði á þetta með mér og var hrikalega héralegur og alltaf að koma með athugasemdir um hvað þetta væri bjánalegur þáttur, ég varð bara pirruð og sagði honum að þegja og hætta að skemma mómentið!Hahahahahaha , maður fylgir ekkert smá straumnum, get ekki annað en hlegið af þessu.  Hversu mikið sem fólk hneykslast á raunveruleikaþáttum og hversu mikið sem fólk talar um að þeir séu asnalegir þá horfir fólk á þetta.  Það er alveg staðreynd.  Batchelor, Batchelorette, American next topmodel, og fleiri þættir, þetta eru þættir sem fólk elskar að horfa á.  Sorglegt en satt.  Maður réttlætir áhorfið fyrir sjálfum sér með því að segja að það sé ekki verið að pína fólk til þess að taka þátt í þessum þáttum, en það verður samt að viðurkennast að þetta er ansi mikil lágkúra.  En afhverju ætti lágkúra ekki að eiga rétt á sér eins og menningarþættir sem eru í hávegum hafðir.  Mér finnst ekkert rosalega gaman að horfa á hástemmda menningaþætti, reyndar skiptir máli um hvað þeir fjalla, hvort þeir séu áhugaverðir og hvernig þeir eru settir upp.  Er þáttastjórnandinn skemmtilegur og áhugaverður.  það verður reyndar ekki sagt um þáttastjórnandann í Bachelor.  Skælbrosandi sama hvað á gekk, skælbrosandi þegar að hann tók á móti konunum í síðasta skipti og leiddi þær upp að aftök..altarinu. Fyndinn gaur.  Ullandi

Jæja nóg um Batchelor, í dag er föstudagurinn langi.  Ég ætla að fara á æfingu í Laugar um hádegið og stóra AA-fundinn í kvöld.  Stóri AA-fundurinn er afmælisfundur AA-samtakanna, haldinn í laugardalshöllinni, alltaf á föstudaginn langa.   Þar hittast allir, alkar, fíklar, aðstandendur, vinir og vandamenn.  Rosalegur fjöldi sem mætir á þessa fundi  og alltaf gaman mæta.

Helgi var að skríða frammúr..ætla að fá mér kaffi með honum..þar til síðar..

Eigið góðan dag Hlæjandi


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband