Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Afmælisveislan

Þórdís vinkona segir allt í einu við mig: "  má ég segja nokkur orð" ?  .. og ég spyr:" ætlaru að biðja mig um að giftast þér"?  ..hún hló og sagði nei reyndar ekki " og ég sauðurinn fattaði auðvitað ekki neitt, ætlaði að fara að labba fram, hélt hún ætlaði að segja eitthvað undir fjögur augu. En þá stendur Þórdís upp , slær í bollann sinn með skeiðinni og heldur ræðu!  Um mig auðvitað, ansi skemmtileg ræða hjá henni, Þórdís kann þetta.  Samt hálfvandræðalegt að heyra talað um sig fyrir framan fullt af fólki  þegar maður er ekki vanur því. Við Þórdís erum æskuvinkonur, búnar að þekkjast í  í 37 ár, vorum saman á leikskóla, og bjuggum nánast í sama húsi, síðan kom nokkura ára hlé , þar til ég byrjaði í hlíðarskóla ellefu ára gömul, þá hittumst við aftur og búnar að halda sambandi alla tíð síðan.   

Var sem sagt með afmælisveisluna í gær.   Ótrúlega gaman að hitta allt þetta fólk.  Ég held alltaf upp á afmæli, finnst svo gaman að hitta fólkið en núna bauð ég aðeins fleirum en venjulega.  Nóg var af kræsingum.. ég hef aldrei þurft að hafa eins lítið fyrir bakkelsinu þar sem mamma kom með fullt af tertum  , afgangar frá því úr erfidrykkjunni.  Mamma kom líka með pönnukökur sem hún hafði bakað.  Bestu pönnukökur í heimi!    Ég gerði bara eina stóra brauðtertu og smurði svo litlar snittur ( alltaf mjög vinsælt) .  

Það voru nú samt ekkert rosalega margir , kannski 25 manns, en alveg nóg, fólk sem mér þykir vænt um.  Tók nokkrar myndir úr afmælinu, set þær inn fljótlega.  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband