Jólagleði WorldClass og fl.

Um síðustu helgi var Jólagleði World Class haldin í Laugum. Ég var í skemmtiatriði sem mætti kalla "stóladans " ( ekki súludans) og kom það á óvart því enginn átti von á þvíHalo. Sloppur fékk að fjúka og svo skyrta og þá var ekkert eftir nema..já sjáið bara sjálf..hehe Devil. Mjög skemmtilegt kvöld. Svo var haldið niður í bæ, nánar tiltekið á Oliver, en ég hefði betur sleppt því og farið beint heim því það hallaði á gleðina um leið og komið var niður í bæ.  En það er stundum svo erfitt að hætta þegar gaman er.  Maður lærir sjaldnast af fyrri reynslu.  

Þessi vika er búin að vera annasöm, finnst ég varla hafa hugsað heila hugsun þessa vikuna.  Eftir vinnu hvert kvöld hef ég haldið í Kringluna eða Smáralind að kaupa jólagjafir því ég átti þær allar eftir. Og taka til heima hjá mér, smotterí á hverju kvöldi.

 Helgi og Árni sonur hans ( sem kom frá Svíþjóð á þriðjudaginn) fóru svo áðan að kaupa jólatré, en það voru bara til tveggja metra tré sem er of stórt heima hjá okkur. Svo þeir enduðu á að kaupa ljósleiðaratré í Byko með 50% afslætti.  Þetta er reyndar voðalega sætt tré , og bara virkilega fallegt að horfa á það.  Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með gervitré á jólunum.  

Veðrið er ótrúlega leiðinlegt þessa daganna, endalaust rok alla daga, rigning, snjór..slagveður. Þetta ætlar engan enda að taka.  Fannst skelfilegt að heyra um hrossinn sem dóu í flóðinu fyrir austan..greyið dýrin örmögnuðust og náðu ekki að landi.  Sorglegt.

Bið að  heilsa ykkur þar til næst

kv. Ester

Mynd af okkur að lokum..

 Jólagellur og jólasveinn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá , flottar gellur og einn gæi með. Það er annars ofsalega stressandi að kaupa jólagjafirnar. Skil að þú sért þreytt. skil líka að það sé ekkert gaman að ætta að skemmta sér þegar maður er í góðum gír. Það verður líka gerfitré hjá mér í fyrsta skiptið en ekki svona flott og þitt því ég tek mömmu tré. Það er ekki gamalt og Adda mín fær annað ágætt tré frá henni. Þá erum við að minsta kosti þrjár með gerfitré í fyrsta sinn. Hafðu það svo ofsalega gott. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.12.2006 kl. 00:04

2 Smámynd: Ester Júlía

Hí hí ..já fjórar gellur og einn gæi!  Er viss um að jólatréið þitt sé flott.  Ég held það sé bara allt í lagi að vera með gervitré, bara að skreyta það fallega.  Og svo fáum við okkur bara lifandi greinar til að fá góðu lyktina . Hafðu það líka rosalega gott kæra Jórunn. 

Ester Júlía, 22.12.2006 kl. 00:17

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Vá! Flottar gellur...

Gleðileg jól

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.12.2006 kl. 06:40

4 Smámynd: Ólafur fannberg

flottar jólagellur

Ólafur fannberg, 22.12.2006 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband