Eru bækur of dýrar?

Varð að taka smá pásu frá próflestri í dag til að fara og kaupa jólagjafir svo kalli bróðir geti tekið með sér pakkana til Ítalíu. Hann býr þar nefnilega núna, og er að fara út á morgun. Var að vinna við ýmislegt hér heima, "Frostrósir" m.a. Ég skaust í Bónus og Hagkaup og skoðaði meðal annars bækur. Ég hef nú aldrei talið mig níska, frekar sparsama en mér finnst bækur vera of dýrar. Þurfa bækur að kosta þetta mikið? Mér finnst eins og bækur séu orðnar dýrari nú   en áður fyrr miða við ýmislegt annað.  Þetta er mín tilfinning en kannski er það rugl.  Ég stundaði það nú á árum áður að fara td. í Eymundsson og keypti þar oft stórgóðar  eldri bækur á niðursettu verði á 200-800 kr.  Þessar bækur voru hér og þar í hillunum, inn á milli dýrari bóka.   Ég fékk heilmikið út úr þessu, það er svo skemmtilegt að krúska í bókahillum og labba svo út með  góða bók sem kostaði  nokkur hundruð kall.  Joyful ´Enda á ég marga kassa af bókum niðrí geymslu.  Hef því miður ekki pláss fyrir þær uppi við , ekki fyrr en ég flyt í einbýlishúsið Tounge.  

Þar til síðar ..

Ester 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég veit ekki hvað bækur kosta á Íslandi, en hérna í Svíþjóð keypti ég splæ nýja bók eftir Arnald Indriðason, þýtt á sænsku, fyrir 200 kr eða ca. 2000 ískr.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.12.2006 kl. 22:29

2 Smámynd: Ólafur fannberg

bækur eru dýrar

Ólafur fannberg, 12.12.2006 kl. 22:32

3 Smámynd: Ester Júlía

"Konungsbók" eftir Arnald Indriða , kostar 4.690.- Já ég held að bækur séu dýrnar hér á landi. Eins og svo margt annað.

Ester Júlía, 12.12.2006 kl. 23:15

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hlýtur að taljast dýrt.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.12.2006 kl. 23:41

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er það ekki u.þ.bþ þrefalt verð? Ég held að nýjar bækur hér í Hollandi séu á bilinu 15-20 evrur. Það má samt ekki gleyma því að við kaupum yfirleitt kiljur, en bækur á Íslandi eru oftast í hörðu bandi.

Kíktu á Amazon.co.uk eða Amazon.de ef þú vilt fá hugmynd um bókaverð í Evrópu. Verst að þar er engar íslenkar bækur að fá. 

Villi Asgeirsson, 13.12.2006 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband