Flugslys í Keflavík

Var á leið til Keflavíkur þegar að ég fæ sms í símann minn frá mbl.is.  Flugvél að nauðlenda vegna bilunar í hreyfli, 172 manns innanborðs.  Úff.  Stuttu síðar keyra þrír sjúkrabílar framhjá mér á blússandi ferð með ljósin á fullu.  Ég sá fyrir mér flugvélina missa flugið og hrapa ofan á íþróttaakademíuna eins og hún leggur sig. Kaos, eldur, sjón heimsins beinist að Keflavík. Íþróttaakademíunni.   Var að hugsa um að snúa við.  Hætti þó við það á síðustu stundu.  Minn tími mun koma.   Var ánægð með mig að hafa tekið á þessu á skynsaman hátt ;). 

Rétt upp hönd sem finnst líffæra og lífeðlisfræði auðveld?  Ekki ég!   Sumt er reyndar skemmtilegra og áhugaverðara en annað og þá sérstaklega það sem snýr að þjálfun vöðva og beina í líkamanum.  Enda er það mitt áhugasvið.   Jú auðvitað er gaman að vita hvernig fullkomnasta vél í heimi starfar og hvað í henni býr.  En mér fallast stundum hendur yfir hvað þetta er viðfangsmikið efni.

Það væri ekkert mál að vera í skóla ef maður þyrfti ekki að vinna 100% vinnu með þessu og hugsa um heimili þar að auki.  Ef ég byggi heima hjá pabba og mömmu, ætti engan mann og engin börn og væri ck. tuttugu árum yngri...þá væri þetta ekkert mál.  En þá er reyndar ekki víst að ég hefði nennt að læra.  Ég var ekki alveg í þeim gírnum þegar ég var tuttugu árum yngri.  Djamm og hafa sem mest gaman var viðhorfið í þá daga.  

En þetta tekst með smá fyrirhöfn. Þarf bara að bæta eins og tíu tímum í sólarhringinn og þá er þetta komið :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Svona á fólk að vera. Húrra fyrir þér Ester og gangi þér vel í skólanaum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.10.2006 kl. 21:45

2 Smámynd: Ester Júlía

Takk kærlega Jórunn mín. Gaman að sjá þig aftur :) Kær kveðja Ester

Ester Júlía, 25.10.2006 kl. 22:08

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég var alveg búin að týna þér ;) Gangi þér vel, by the way, ég elska lífeðlisfræði hehe

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 4.11.2006 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband