Magna í úrslit 13. sept!!

Þetta fékk ég sent í tölvupóstiSæl  verið þið .
Málið er að nú er strákurinn "okkar" búin að vera 2 vikur í röð í einu af 3
neðstu sætunum þrátt fyrir frábæra frammistöðu, og það eru afar miklar líkur á
því að verði Magni þar þriðju vikuna sé þetta búið hjá honum. Við viljum öll hjálpa
Magna að komast lengra, helst í úrslitaþáttinn 13. sept.
Til að minnka líkurnar á því að Magni verði sendur heim í næstu viku, verða
allir þeir sem finnst "alveg frábært hvað Magna gengur vel" en hafa aldrei
gefið honum atkvæði sitt, að taka nú  á sig rögg og kjósa
hann.

Atkvæðagreiðslan fer fram aðfaranótt miðvikudaga á milli klukkan 03 - 06:00 um
morguninn.  Næst verður kosið aðfaranótt 30. ágúst .

Nú er ekki hægt að búast við að fólk almennt vaki alla nóttina til að kjósa, en þeir sem á annaðborð vakna um 7 leitið til að fara í vinnu eða skóla,
gætu, án þess að leggja mikið á sig, einum og hálfum tíma fyrr
sest við tölvuna sína, á tæknilandinu Íslandi eru allflestir með tölvu og
nettengingu, og kosið á
http://rockstar.msn.com/ þar er hægt að kjósa eins oft
og maður hefur úthald til og kostar ekki neitt. 

Sérðu í anda íþróttaáhugamenn, sem hefðu tækifæri til að hjálpa landsliðinu í
handbolta t.d. sleppa þvílíku tækifæri til að hjálpa þeim áleiðis !!!!!!!!!
Nú erum við Íslendingar vön að styðja heilshugar við bakið á okkar fólki sem er
að gera það gott á alþjóðavettvangi - svo gott fólk - brettið upp ermar og
hjálpið Magna til að komast í úrslitaþáttinn , nú ef það tekst ekki getum við
ekki sagt að við höfum ekki reynt !!!!!!!!!!!!

Með baráttukveðjum
Magna aðdáandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Líst vel á þetta, þurfum að halda þessu á lofti fram á þriðjudag.

Sigrún Sæmundsdóttir, 24.8.2006 kl. 18:54

2 Smámynd: Birna M

Sammála, vil hafa hann inni allavega þangað til 13 sept.

Birna M, 24.8.2006 kl. 19:29

3 Smámynd: Ester Júlía

Já stöndum nú saman :))

Ester Júlía, 24.8.2006 kl. 19:51

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Frábært að finna það að fólk er að fyllast af baráttuanda. ég var að lesa mig til á hinum og þessum erlendu síðunum í dag og þar á sér stað ákveðin hvatning til að bjarga Magna frá botninum. Kjósendur þeirra sem ekki eru lengur með gefi Magna atkvæðin sín :)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 24.8.2006 kl. 22:33

5 Smámynd: Ester Júlía

Æðislegt að heyra þetta Pálína! Já ég vil sjá þá aðila sem héldu með þeim sem eru dottnir út kjósa Magna og að sjálfsögðu alla þá sem ekki hafa nennt að vaka eða vakna til að kjósa. Við verðum bara að vona það besta. En vó hvað maður er orðinn harður stuðningsaðili núna..:)

Ester Júlía, 24.8.2006 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband