Aldrei aftur Hiroshima!

Bomban

Í dag er 61 ár síðan bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima.  Í fyrradag rakst ég á "Lifandi vísindi" í vinnunni, og fór að blaða í því.  Í þessu blaði var grein um kjarnorkusprengjuna sem varpað var á Hiroshima, og viðtal við Japanskan lækni sem lifði þessa hörmung af.  Ég las greinina upp til agna og var miður mín eftir lesturinn.  Ég hef séð myndir af sprengjunni og ég hef heyrt ýmislegt um þessa kjarnorkusprengju en ég hef aldrei heyrt eða lesið neitt frá fyrstu hendi um Hiroshima.  

Það sem aumingja fólkið þurfti að upplifa!   Þessi japanski læknir lýsti því mjög vel.  Það var á fallegum degi um áttaleytið að morgni til að sprengjunni var varpað á borgina.   Allt varð grátt. Japanski læknirinn hljóp út í garð heima hjá sér og áttaði sig svo allt í einu á því sér til undrunar að hann var allsnakinn.  Einnig sá hann unga konu með lítið barn og þau voru bæði allsnakin.  Sprengjan hafði brætt fötin utan af þeim.  Fötin brunnu inn í hold fólks. Allstaðar var brunnið fólk, fólk án andlits, lík út um allt.  Hiroshima var jöfnuð við jörðu þennan dag.  Tveimur dögum síðar fór að rigna.  Þetta var engin venjuleg rigning, heldur svört rigning ..rammgeisluð! Rigningin brenndi hold þeirra sem hún snerti og eyðilagði frumur í líkama fólks svo margir fengu krabbamein af þessum völdum.   Það tók á að lesa þetta, og sé ég nú að ég hafði lítla hugmynd um hvað virkilega gerðist í Hiroshima þennan dag.  

Eina nótt
með ilmskúf í dökku hári
og hlátra iðandi holds
lýstur því niður
sem eldingu á hemuð augu:
Við munum grafa ykkur.
Og spyrjandi ratsjáraugum
er horft út í hrímfallið
þangað sem elding Þórs
kveikir kalda loga
og himinn brennur við Hiroshima,
gnýr þruma
við gáttir goða og manna:

Við munum grafa ykkur.

Matthias Jóhannessen. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Elsku Ester,Getur þetta verið efir Matthías Jochumson? Hann var langafabróðir minn., Ég held að þetta hljóti að vera eftir Matthías Jóhannessen. En ég vild segja að þetta var hræðilegur atburður. Ég hef lesið um þetta sem þú sagðir. Hvernig stendur á að mannkynið gerir öðrum annað eins? Aftur og aftur, eitthvað líkt? Ég næ því ekki. Skil vel hvernig þér líður.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.8.2006 kl. 23:24

2 Smámynd: Ester Júlía

Auðvitað er þetta eftir Matthías Jóhannessen..glögg ertu Jórunn mín. Þvílík klaufaleg villa hjá mér sem skal leiðrétt hið snarasta :) Takk Jórunn mín fyrir þetta.

Ester Júlía, 5.8.2006 kl. 00:43

3 identicon

úff þetta er nu svakalegt.. og ég bý í landi nuna þar sem þeir eru óhræddir að ráðast á önnur lönd. og hvað þá hvernig ástandið er nuna þar sem var hótað hryðjuverkum í síðustu viku og þú mátt ekki ferðast með neitt vökvakennt í handfarangri.. ísland er best, ekkert svona vesen þar :D
En ég er komin með nýtt blogg s.s. ellenjons.bloggar.is
Bestu kveðjur úr ameríkunni kveðja Ellen

Ellen (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband