Tilgerðarlegur Rock Star Supernova ?

Supernova

Var búin að ákveða að vaka og horfa á Rock Star Supernova í gærkvöldi. Ég vakna klukkan fimm á morgnanna svo þetta var ansi stór fórn að færa fannst mér. En svo rofnaði útsendingin þegar Dana var að syngja "House of the rising sun" og ég varð ekkert smá fúl.  Fylltist vanmáttarkennd að geta ekki haft áhrif á bilunina.

Ég sofnaði  yfir sjónvarpinu á meðan ég var að bíða eftir að útsendingin kæmi á aftur og vaknaði stuttu síðar við að það var eitthver þáttur að byrja og mér fannst eins og þetta væri framhald af Rock Star Supernova. En skyldi ekkert í því að ég kannaðist ekkert við fólkið sem var að keppa. Fullt af nýjum andlitum og eitthvað tilgerðarlegt við þáttinn. Ákvað því að horfa aðeins á þetta svo ég missti nú ekki af neinu.

 Var komin nokkuð vel á veg inn i þáttinn, þegar það rann upp fyrir mér  að þetta var bara hreint ekki Rock Star Supernova sem ég var að horfa á, heldur einhver endursýndur gamanþáttur á Skjá einum!  Gáfnaljósið ég, rauk upp og slökkti á sjónvarpinu, slökkti ljósið, skreið undir sæng og steinsofnaði í hausinn á mér. :Þ 

 

Áfram Magni, Dilana og Storm!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Hahahaha, þetta er Ísland í dag! Helgin hefur færst hjá mér inn í miðja viku. Nammidagur (snakk ofl) er nú á miðvikudagskvöldi :)

það var reyndar Dana sem var að reyna (ojojoj) að syngja Animal´s House of the Rising Sun ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.8.2006 kl. 10:34

2 Smámynd: Ester Júlía

Maður er ekki í lagi! Skrifaði Dana fyrst, las það svo í eittthverju bloggi að Patrice hefði sungið það svo ég breytti því ..enda var ég hálfsofandi í gær ( nótt) þegar ég var að reyna að horfa á þetta. Já ég ætti að reyna að fá að breyta vinnuvikunni og fá að vera í fríi á miðvikudögum og fimmtudögum..það væri glæsilegt :)

Ester Júlía, 3.8.2006 kl. 13:13

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Góður punktur Ester með vinnuvikuna hahahaha. Við fjölskyldan erum bara búin að færa helgina inn í miðja viku ;) Ég er að reyndar að fara í ágústpróf en maðurinn minn er í sumarfríi núna þanig að það er bara rjómablíða hjá okkur í samningamálum. Hva ...þó að helgin sé á lau-sun fyrir utan húsið hjá okkur þá er hún á þrið-miðv hjá okkur og hana nú :)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.8.2006 kl. 18:42

4 identicon

:):) vildi að það væri hægt að sofa út þessar helgar.. hér er alltaf "rise" eldsnemma á þri-miðv svo Rockstar þarf að bíða.. nema í örfá skipti þar sem ég leyfi mér að vera aðeins kærulaus.
Takk fyrir bloggið þitt yndi gaman að lesa það en nú langar mig í kaff/te með þér;) þín vinkona Díana

Diana (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband