Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Eitt vandræðalegasta "sturtu"móment mitt í Laugum!

Tilbúin Ég held að þetta sé vandræðalegasta móment sem ég hef lent í sem starfsmaður World Class.  Það gerðist reyndar utan vinnutíma sem var kannski eins gott. Svalur

Ég var að koma úr baðstofunni eftir að hafa slakað á í góðan tíma í gufunum og heita pottinum. Var  því mjög afslöppuð og varla í þessum heimi.  Ég rölti inn í sturtuklefann baðstofumeginn og horfi þar á allsberan karlmann sem er að þvo sér um hárið. Ég gekk áfram nokkur skref til viðbótar án þess að átta mig ..þó fannst mér eins og eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera.  Ég get varla lýst þessari stund öðruvísi en þetta var eins og sett væri á pásu í miðri mynd því allt í einu fraus ég  og maðurinn líka - með hendurnar í hárinu. 

Það var eins og ég gæti mig hvergi hreyft, stóð kyrr og horfði bara á manninn..og maðurinnn horfði á mig.  Þarna stóð hann grafkyrr í sturtunni - allsnakinn karlmaður í allri sinni dýrð með hendurnar í sápuðu hárinu og þarna stóð ég á móts við manninn í baðstofusloppnum - og starði  eins og hann væri geimvera frá öðrum hnetti. 

Svo ALLT Í EINU áttaði ég mig......OMG..ég eldroðnaði og (þennan hluta á ég erfitt með að muna) rak upp hljóð (hlátur eða grátur..man ekki) og á leiðinni úr sturtuklefanum fæ ég óstöðvandi hláturskast. Bak við mig heyrði ég ekki betur en að maðurinn fengi eitthvað í hálsinn ..ja nema hann hafi sprungið......úr hlátri! Ég hallast frekar að því. 

Í hláturskasti mínu kem ég inn í sturtuklefa KVENNA baðstofumeginn og ég lýg því ekki að ég varð að taka mér góðan tíma í að jafna mig áður en ég hætti mér í sturtuna því annars hefði ég upplifað annað vandræðalegt móment  ( runnið, dottið, rekið mig í, stórslasast , slasað einhvern...)

Eftir á að hyggja var þetta grátbroslegt og það fyndnasta við þetta er að ég get engan veginn munað hvernig þessi maður leit út þó að ég hafi starað á hann mínútunum saman (í minningunni) .
Í langan tíma á eftir grunaði ég hvern karlmann sem ég sá í æfingarsalnum um græsku, þeir virtust allir horfa á mig ...glottandi! Saklaus
 
Ester - virðulegur þjálfari í sal

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband