Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Myndir úr Skarðsvík

Yndislega fallegur staðurMér finnst Skarðsvík svo skemmtilegur og fallegur staður. Þar er sko hægt að busla í sjónum og leika sér í gulum sandi. Var á ættarmóti á Hellissandi í fyrrasumar, læt fylgja nokkrar myndir úr Skarðsvík sem teknar voru þá.

 

 

 

 

 

 

Sjórinn fallegur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Skarðsvík

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sandur og sjór

 


mbl.is Buslað í sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd af kisunni

Ég elska svona fréttir.  Þar sem allt endar vel.  Það er ekki of mikið af góðum fréttum í heiminum.

Kisa litla festist undir baðkari og fannst eftir 7. vikur.  Hlýtur að vera kraftaverk að kötturinn hafi lifað þetta af.  En hún hlýtur að hafa náð sér í vatn, hún getur ekki hafa lifað þetta af vatnslaus.

Og hér er mynd af kisu og eigandanum:

21kciud


mbl.is Enginn aukvisi þessi kisi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fjórtán né sextán.

HeKexin3360_386743aHún lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en níu ára!  Annars myndi ég ekki kalla þetta barn "fimleikakonu", frekar fimleikabarn eða fimleikastelpu.

Mér hrýs hugur við allar æfingarnar sem þessi stelpa hefur gengið í gegnum.. Það var þáttur í sjónvarpinu um daginn um kínversk börn sem eru sett í þjálfunarbúðir MJÖG UNG, því miður missti ég af þeim þætti en heyrði talað um hann og lýsingarnar voru skelfilegar.  Börn sett í þjálfunarbúðir tveggja ára, fengu ekki að koma heim til sín í mörg ár og fl. og fl.  Þessi börn fá ekki að vera börn.   

Stórkostleg fimleikastelpa engu að síður!

 


mbl.is IOC rannsakar aldur fimleikastúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér hefur oft verið hugsað til hennar. (mynd)

Dýragarðsbörnin hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana fyrir um tuttugu og fimm árum síðan, þá líklega um fimmtán ára gömul.   Og oft hefur mér verið hugsað til Christiane F. , hvar hún væri niðurkomin.  Leitt að lesa að hún sé ennþá í vandræðum þrjátíu árum eftir að bókin var skrifuð.  

 Mynd var gerð eftir bókinni og var hún sýnd í Regnboganum við Hverfisgötu ( að mig minnir) og var hún með þýsku tali og enskum texta.  Sá ekki myndina en las bókina oftar en tvisvar. Lifði mig mjög inní bókina og fann svo til með þessari ungu stelpu sem varð að selja sig aumingjum fyrir heróíni.  

Varð glöð að heyra í framhaldi af bókinni að Christine væri laus við eiturlyfin, en nokkrum árum seinna las ég eitthversstaðar að hún væri fallin.  Eflaust hefur það verið eilíf barátta hjá henni í gegnum lífið að losa sig frá eiturlyfjadjöflinum.  

390768711_small

 

Þessi mynd af Christine F. var á bókarkápu Dýragarðsbarna.  


mbl.is Christiane F. enn í eiturlyfjavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hefði átt að ..

tengja fyrri færslu við þessa frétt.....Wink  
mbl.is Viðbúnaður vegna Gleðigöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengjuhótun..

Hvað varð um þessa sprengjuhótun sem lögreglunni (leiðréttið mig ef rangt er með farið) barst um daginn varðandi Hinsegin daga?   Ekkert heyrst meira um það?

Ekki laust við að um mig fari kaldur hrollur en kannski á ekkert að hlusta á svona sprengjuhótanir á litla Íslandi.

Ég elska þennan dag, finna aldrei fyrir eins gífurlegri stemningu og gleði eins og á þessum degi niðrí miðbæ, það er eins og allir opni sig - verði glaðir og elski lífið.  

Ég verð pottþétt í bænum, sprengjuhótun eða ei ......læt það ekki stoppa mig!!  

Áfram Hinsegin dagar........WizardPoliceHeartInLove 

Brúðarvöndur  2004

 Ætlaði að setja inn mynd frá Hinsegin dögum í fyrra en fann enga. Fann hinsvegar þessa mynd af brúðarvendinum mínum (hangir í loftinu)og þar sem ég á brúðkaupsafmæli í þessum mánuði ákvað ég bara að setja hana inn Whistling

 


mbl.is Lækjargötu lokað á morgun vegna hátíðarhalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loks giftu þau sig ..BRÚÐKAUP OG MYNDIR!

Kalli bróðir og Anna giftu sig þann 25. Júlí sl. í hinni fallegu Garðakirkju á Álftanesi. Brúðkaupið var yndislegt og eitt það skemmtilegasta sem ég hef orðið vitni aðWizard.

Pétur Ben og Ellen Kristján sungu með sínum íðilfögru röddum í kirkjunni og brúðarmarsinn var ekki hefðbundinn heldur var HEIL LÚÐRASVEIT sem spilaði hannLoL.

Í lok mjög fallegrar athafnar lá við að maður hrikki í kút þegar að hljómsveitin, já hljómsveitin Milljónamæringarnir með Pál Óskar í fararbroddi spiluðu bítlalagið: "I Wanna Hold Your Hand" og allir byrjuðu að klappa og stappa á leið út úr kirkjunni, þvílík fagnaðarlæti!!

Og þegar við komum út úr kirkjunni kom það ekkert smá skemmtilega á óvart að sjá Ómar Ragnarsson við litla gula Fíatinn sinn (Fíat 125) með skráningarnúmerið "ÁST" bíða fyrir utan kirkjudyrnar eftir að keyra brúðhjónið í myndartöku og í veisluna á eftir.   Brúðhjónin settist upp í bílinn, Ómar keyrði af stað í rólegheitum, hljómsveitin þar á eftir spilandi bítlalagið og brúðkaupsgestastrollan gekk fagnandi og syngjandi  á eftir upp í félagsheimilið Garð þar sem gríðarleg veisluhöld héldu áfram fram á rauða nótt! 

Ég læt myndirnar tala sínu máli - Enjoy! HeartHeartHeart 

Ellen og Pétur Ben flytja lag

 

Anna Brúður og Berglind dóttir sem fylgdi mömmu sinni upp að altarinu.

Ellen Kristjáns og Pétur Ben. í baksýn.

 

 

 

 

 

 

Brúðguminn hann bróðir minn

 

 Brúðguminn Kalli með pabba sínum sem fylgdi honum upp að altari.

 

 

 

 

 

 

 

 

Pétur Ben - frábær tónlistamaður

 

 

Pétur Ben að syngja gullfallegt lag.

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýgift!!

 

 

Brúðhjón!!!!

 

 

 

 

 

 

 

   

Páll Óskar syngur 25júlí08.JPG

 

 Palli að syngja með kirkjuhljómsveitinni 

 

 

 

 

 

 

  

Kirkjuhljómsveit 25júlí08 b.JPG

 

 

Kirkjuhljómsveitin! 

 

Brúðhjón á leið úr kirkjunni

 

 

 

 

 

 

 

Á leið úr kirkju 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brúðkaupsgestir

 

Hluti af brúðkaupsgestum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ómar Ragnarsson 25júlí08.JPG

 

Þessi beið öllum að óvörum fyrir utan kirkjuna brúðhjónunum til heiðurs! 

Ómar Ragnarsson 

 

 

 

IMG 2818

 

 

Hluti af brúðkaupsgestum. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýgift og happy

 

 

Nýgift og very happý!!! 

 

 

 

 

 

 

Brúðkaupsbíll 25júlí08 w.JPG

 

 

Brúðkaupsbíllinn! 

 

 

 

 

 

 

 

Brúðkaupsbíll 25júlí08 t.JPG

 

Yndisleg hjón, yndislegur dagur,dásamlegur bílstjóri.

 

 

 

 

 

Brúðkaupsbíll 25júlí08 s.JPG

 

 

Upp brekku .. 

 

 

 

 

 

 

 

Brúðkaupsbíll 25júlí08 r.JPG

 

 

Og beina leið.. 

 

 

 

 

 

 

 

Brúðkaupsbíll 25júlí08 d.JPG

 

 

Uns komið er á leiðarenda..en þó er ferðin rétt að byrja. 

 

 

 

 

 

Brúðhjón mæta í veisluna

 

 

Brúðhjón koma til veislu. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stoltur pabbi

 

Stoltur faðir! 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stolt móðir

 

 

Stolt móðir! 

 

 

 

 

 

 

 

 

Olgeir Rut Þ 25júlí08.JPG

 

 

 

 

Stoltir foreldrar! 

 

 

 

 

 

Ég og frænkur

 

 

Ég, Hafdís frænka, Þóra frænka og amma.  

 

 

 

 

 

Aron sonur minn og Helgi minn

 

 

Aron minn og Helgi minn 

 

 

 

 

 

 

  

Danni sonur minn og Eva yndislega

 

 

Danni minn og Eva "mín"  

 

 

 

 

 

 

  

Jóhanna Vigdís og Felix syngja í veislunni

 

 

Fallegur söngur!!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband