Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Það sem poppar upp í hausinn á manni stundum.

enigma.jpgÞetta er bræðingur en læt það flakka ... Smile 

Margur er sár, já margan ég þekki
Sem misst hafa bílinn, húsið og allt
Ísland er gjaldþrota , bundið í hlekki
skuldin er milljónir þúsundfalt.

Hvað er að gerast,hvar endar þetta
Hver svarar spurningum okkur í vil
auðnmenn og ríkið almenning pretta
Fari þeir allir fjandans til.

Estro


Fjármálaráðgjöf - segðu upp líkamsræktarkortinu!?

workingymGetur verið að þetta sé satt?  

'Eg var að heyra að það fyrsta sem fjármálaráðgjafar segja fólki að gera í kreppu er að segja upp líkamsræktarkortinu.  Þeir vilja meina að fólk geti frekar farið út að ganga/skokka í stað þess að eyða pening í líkamsrækt.   Auðvitað er gott og gilt að fara út að ganga.  En það er svo mikið innifalið í  að fara í líkamsrætarstöðina. Öll fjölbreyttnin og síðast en ekki síst félagskapurinn. 

Ég vona að það sé ekki algilt að fjármálaráðgjafar séu að ráðleggja fólki þetta. Að rækta líkama sinn er líka að rækta sálina og andann.  Og ekki er félagskapurinn síður mikilvægur. Komast út úr húsi, hitta annað fólk og spjalla um daginn og veginn.  

Líkamsrækt er besta og árangursríkasta leiðin til að láta sér líða betur andlega, það er engin bábilja og þekki ég það vel af eigin reynslu. 

En hvað finnst ykkur?  Er líkamsræktarkortið það fyrsta sem myndi fjúka hjá ykkur? Og  þekkið þið það af eigin raun - að fjármálaráðgjafar séu að ráðleggja fólki að segja upp líkamsræktarkortinu sínu?

4_hrs_gym-1   "- ég stóðst ekki þessar myndir .. Wink"

 


Gamlar myndir teknar í Svíþjóð

Mamma var að senda mér yndislegar gamlar myndir, teknar ck. 1970-1973. Verð að birta þær hér .  Þetta eru myndir teknar í Lundi - Svíþjóð.  Mamma með Kalla bróðir, mamma í vinkonuhóp og svo ein af Kalla krúttbróðir. 

Mamma með Kalla bróðir í Svíþjóð Mamma ásamt vinkonumKalli bróðir ck. eins árs


Hallgrímur alltaf góður

Hallgrímur HelgasonÞessa bók þarf ég að lesa.  Ein af fyndnari bókum sem ég hef lesið er 101 Reykjavík og vona ég að þessi sé ekki síður fyndin. Hallgrímur er með fyndnari mönnum þegar hann tekur sig til. Ekki veitir manni af smá hlátri á þessum tímum þegar hver fréttin slær annarri við í svartsýnisböli.  

 

Umfjöllun : "Ný skáldsaga Hallgríms Helgasonar, sem kemur út á þriðjudag, fjallar um leigumorðingja króatísku mafíunnar í New York, Toxic að nafni. Hann neyðist til að flýja Bandaríkin og fyrir röð tilviljana endar hann í flugvél á leið til Íslands. Við komuna til Keflavíkur lendir mafíósinn í fangi íslenskra trúboðshjóna sem halda að hann sé amerískur sjónvarpsprestur kominn til að predika á sjónvarpsstöð þeirra, Amen.

Fyrsti kafli bókarinnar, sem heitir 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, birtist í Lesbók Morgunblaðsins á morgun."

 Hljómar vel ekki satt ? Smile


mbl.is Hallgrímur Helgason skrifar um króatískan leigumorðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband