Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hraustlegra kynlíf

366512269_071e81bcbdNú skal tekið  á því, komið að MÉR að leggja meira á mig.  Kallinn getur slakað  á meðan ÉG erfiða í rúminu.  Það er komin krepputíð.  Meira , oftar og betra fyrir kallinn W00t.  Hehe..

 Nú verður líka skúrað skrúbbað og bónað alla vega þrisvar  í viku.  Húsið verður gljáandi hreint .. !   Og svo fer ég með  hundinn út á HVERJUM degi , hvernig sem viðrar og lengi klukkutíma göngutúrinn um hálftíma. Bæti við æfingum í ræktinni.  Fer á Esjuna alla vega einu sinni í viku ef ekki oftar.  Ekki það að mér þyki þetta leiðinlegt (nema skrúbbið og bónið) en allt til varnar brjóstakrabba að sjálfsögðu.  Whistling

Frábærar fréttir, reyndar var vel vitað að líkamsþjálfun styrkir ónæmiskerfið en ekki hafði maður hugmynd um að þjálfun  minnkar líkur á brjóstakrabbameini.

Tek ofan fyrir þessu!

walking-dog-lady

DSC07475_w

 

mbl.is Að taka hraustlega á því minnkar líkur á brjóstakrabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var ég þá með?

16sickHm....Ég taldi víst að ég hefði fengið inflúensuna. Fyrir tveimur vikum síðan veiktist ég hastarlega, fékk í hálsinn, rauk upp í hita og beinverkjum og varð að fara heim úr vinnu. Fékk heiftarlega barkabólgu og var með hita í 6 daga, oft háan.  Mætti í vinnu viku seinna alls ekki orðin góð. Og þetta var ekki búið því upp úr þessu fékk ég bronkítis sem ég stend enn í tveimur vikum seinna. 

Ef ekki inflúensan hvað þá.....Kreppusótt?


mbl.is Inflúensan ekki byrjuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kýs frekar Piparkökulagið

Þegar piparkökur bakast .. það er nefnilega með rétta taktinum. Hvort sem maður hnoðar deig eða bringu.       Og svo eru að koma jól...  

 

hjartahnoð

 

Piparkökubakaravísur

Þegar piparkökur bakast
kökugerðarmaður tekur
fyrst af öllu steikarpottinn
og eitt kíló margarín.
Bræðið yfir eldi smjörið
er það næsta sem hann gjörir
er að hræra kíló sykurs
saman við það, heillin mín.

Þegar öllu þessu er lokið 
takast átta eggjarauður
maður þær og kíló hveitis
hrærir og í potti vel.
Síðan á að setja í þetta
eina litla teskeið pipar
svo er þá að hnoða deigið 
og breiða það svo út á fjöl.

Thorbjörn Egner

 



mbl.is Bee Gees hollir hjartanu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband