Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Egilsstaðir - Reykjavík?

Tommy Lee veðurtepptur á Egilsstöðum...hahaha..eða svona næstum því! Gat ekki annað en brosað út í annað þegar ég las þessa frétt. Töffarinn hann Tommy Lee var í flugvél Icelandair sem ekki gat lent á keflavíkurvelli sökum veðurs. Og lenti því á Egilstöðum. Ætli hann hafi haldið að Egilsstaðir væru Reykjavík? Muhahaha...

tommy-lee-005

 


mbl.is Tommy Lee alsæll á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru 26. ár síðan ..

Mvc-010f.. ég var farþegi í bíl þar sem bílstjórinn missti stjórn á bílnum og bíllinn vafðist utan um ljósastaur.  Þetta gerðist á Sæbrautinni.  Bílstjóranum tókst að komast úr bílnum en klippa þurfti bílinn í sundur mín megin til að ná mér út. 

Var flutt stórslösuð á slysadeild.  Ég held ég geti vel fullyrt  að þetta slys sé það sem hefur haft sem mest áhrif á líf mitt.    Fæ alltaf í magann þegar ég les um bílslys og þetta minnti mig nokkuð á. Gott að ökumaðurinn slapp vel í þessu tilfelli. 


mbl.is Slapp ómeiddur eftir árekstur við ljósastaur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau hafa laðast hvort að öðru vegna ...

þess hvað þau voru lík. Hafa heillast af hvort öðru við fyrstu kynni. Sorglegt mál samt sem áður, hlýtur að vera mjög mikið áfall fyrir þau að komast að hinu sanna um hvort annað.

Tvíburasystkinin voru aðskilin við fæðingu og ættleidd af sitthvorum fósturforeldrunum.
Hittast fyrir tilviljun síðar á lífsleiðinni, heillast hvort af öðru og ganga að endanum í hjónaband.
Þetta er svakalegt..aumingja fólkið.


mbl.is Aðskilin tvíburasystkini giftust hvort öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband