Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Það gat ekki verið ..

Vonaði samt það besta :´(
mbl.is Myndin ekki af Madeleine McCann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of gott til að vera satt.

madeleine250Væri það ekki yndislegt ef  þessi litla stúlka sem konan ber á bakinu er Madeleine!  Mér finnst það nú samt of gott til að vera satt í ljósi aðstæðna. Ég hef þó alltaf viljað trúa á hið góða og oft verið fram úr hófi bjartsýn, en því miður næstum jafn oft rekið mig illilega á.

Ef þetta er madeleine, hvað er hún að gera á bakinu á kerlingu ( sígauna ?) í  Marokkó?  Margar spurningar vakna og vonandi tekst að leysa þetta mál sem fyrst.  Heimurinn fylgist með. 

Eigið frábæran  dag Heart


mbl.is Hugsanlegt að Madeleine hafi verið mynduð í Marokkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða feluleikur er þetta??

Afhverju ætli  tannlæknar séu á móti því að gjaldskrá þeirra sé sýnileg?  Hafa þeir eitthvað að fela? Er ekki bara málið að þeir eru svo dýrir?   Ég vona að það náist   í gegn að gjaldskrá tannlækna verði aðgengileg á vef Tryggingastofnunar. Það eru sjálfsögð réttindi fólks að vita hvað verið er að borga fyrir þjónustuna. 

Ég hef aldrei skilið þennan feluleik með gjaldskránna hjá tannsa.  Ég hef sjálf hringt á nokkra staði áður en ég fer til tannlæknis og spurt um kostnað.  Oft hef ég fengið vægast sagt loðin svör.  "Tannlæknirinn metur það í hvert skipti" og fleira í þeim dúr. Ég hef í gegnum árin pirrað mig mikið á þvi hvað erfitt er að komast í gjaldskránna hjá þeim.

Mér finnst dónaskapur í garð viðskiptavina að hafa gjaldskránna ekki sýnilega.  Það eru ekki allir sem hafa efni á því að "lenda á" rándýrum Hollywood -tannlækni. 

Ég vil aðgengilega og sýnilega gjaldskrá tannlækna á vef tr.is !

 

dentist

 


mbl.is Fékk dónaleg bréf frá tannlæknunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúði ekki mínum eigin augum!

Ég var nýbúin að setja á mig þykkan andlitsmaska og var í sakleysi mínu að taka til heima hjá mér - bara rétt í þessu.   Allt í einu heyri ég útidyrnar opnast og einhverja koma inn, heyri hlátrasköll og babbl á pólsku!  Ég rýk fram í forstofu og sé þrjá menn, alla með ferðatösku og mér brá svo mikið að mér varð orðavant - svo  ég bara starði á þá með undrunarsvip.  

Þeir sögðu eitthvað við mig á pólsku sem ég skildi hvorki upp né niður í og ég hélt bara áfram að stara á þá frosin í sömu sporunum.  Þeir horfa á mig á móti jafn undrandi og allt í einu áttaði ég mig á einu - ég var með grænan þykkan maska framan í mér, og hef eflaust litið út eins og viðundur!  Ég sótroðnaði undir maskanum því alltaf er maður að hugsa um útlitið hehehe.. en aðalega var ég þó reið yfir því að ókunnugir menn skuli dirfast að ráðast svona inn á friðhelgi heimilis míns!  

Allt í einu var eins og mennirnir áttuðu sig, þeir snéru við og ég sá á eftir þeim upp tröppurnar á hæðina fyrir ofan. Þeir afsökuðu sig ekki einu sinni!  Kannski var þeim jafn brugðið og mér þó ég efist um það, maður bankar eða hringir bjöllunni áður en maður ræst til atlögu í ókunnugt hús.  

Mér er enn brugðið ...úff..hvað þetta var eitthvað furðulegt að lenda í.   

Gríman

 

 


Slæm meðferð á hrossi - vanmat holdafarið?

Hesturinn var í girðingu á vegum félagsins Fola.is. „Það er að sjálfsögðu ekki gott en ég tel ástæðuna vera vanmat mitt á holdafari hans segir Óðinn Örn sem skrifar undir   tilkynningu  frá félaginu Fola.is  sem birtist á vef hestafrétta.is. 

Það er alltaf gott að viðurkenna mistök sín.  En samt skil ég ekki þetta ekki.  Hvernig er hægt að vanmeta holdafar hests sem er svona illa á sig kominn?   

Úr frétt mbl.is : Nú sé hesturinn í mjög slæmu ástandi. Í skýrslu dýralæknis segi m.a. að hesturinn hafi dapur augu og standi og hími. Hesturinn sé horaður og fallinn á makka, baki og lend. Hægt sé að sjá nær öll rif og hálsinn sé eins og á veturgömlu trippi. Bak og lendarvöðvar mjög rýrir. Jafnframt komi fram að veikindi hestsins hafi verið útilokuð og ástandið sé alfarið vanfóðrun um að kenna. Umtalsvert tjón sé fyrirsjáanlegt fyrir aðstandendur hestsins en þó hér fyrst og fremst um að ræða mál um illa meðferð á dýrum.Blær frá Torfunesi

Blær frá Torfunesi er fallegur stóðhestur.  Sannkallaður listagæðingur, flugrúmur garpur á gangi, segir í einni umsögninni um hann.


mbl.is Kunnur stóðhestur í slæmu ástandi eftir veru í girðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villt reunionpartý og haustannir!

Ég er svo dottin úr bloggstuði! Hvað er langt síðan ég bloggaði síðast - mánuður? Man það ekki og nenni ekki að gá að því. Grin   Það er vitlaust að gera á haustmánuðum í líkamsræktargeiranum.  Ég var að taka við námskeiði í World Class og er nóg að gera í kringum það.  Ég er þannig gerð að ég helli mér af krafti í það sem mér er falið og þar sem ég er haldin smá fullkomnunaráráttu þá hugsa ég um vinnuna nótt sem dag - nánast Wink.  Bloggið verður því að sitja á hakanum. 

Reunion056-viNEFNDIN!

24. ágúst sl.  var reunion hjá árgangi ´66 úr Hlíðarskóla.  25 ár síðan við útskrifuðumst úr gaggó .  Ó mæ gosh hvað það er langt síðan!  Ég var í reunion-nefndinni og við vorum búin að vera að skipuleggja þetta í marga mánuði.  Reunion076-viÁkváðum að vera soldið "öðruvísi" og halda þetta í heimahúsi ..fengum lánað húsnæði hjá einum skólafélaganum, leigðum risatjald, leigðum geggjaðan kokk, létum útbúa sönghefti en svo eigum við stórsöngvarana..Stebba Hilmars sem var skemmtanastjóri líka, óperusönkonurnar  Ingveldi Ýr og Önnu Jóns, vorum meira að segja með hljómborðsleikara, hann Einar úr Sniglabandinu!Eldurinn í garðinum og nokkrir félagar

Allir voru sammála um það að kvöldið heppnaðist stórkostlega! Þvílíkir endurfundir - kærleikur í hverju horni, diskómúsíkin tók öll völd, fólk rifjaði upp gamla takta á "dansgólfinu" skálað var í kampavíni eða hverju sem var, mikið var skrafað og faðmað og kysst.   Fórum meira að segja í eftirpartý...klukkan fjögur um nóttina, heim til Buddu á Arnarnesið.  Létum renna þar í heita pottinn en hann var ekki enn orðinn nógu heitur ( sem BETUR FER) þegar við sameinuðumst um leigubíl um sjöleytið um Reunion075-vimorguninn.  Það er fátt sem slær svona endurfundi út.  Næst hittumst við eftir fimm ár og Einar í Sniglabandinu er búin að bjóða fram húsið sitt á Seltjarnarnesinu þegar þar að kemur.  Kolla á Hauganesi bauð reyndar húsið sitt fram líka og vill hafa tveggja daga partý W00t

Njótið myndanna Wink............söknuðuð þið mín ekkert??


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband