Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Keith Richard og fjölskylda

Þessa mynd fékk ég senda núna rétt áðan,  af Keith Richards og fjölskyldu.   Þarna er mynd af móður hans, ég nefnilega bloggaði um dauða hennar um daginn og fann enga mynd.  En hér er hún komin :Smile  Takið eftir hvað Keith sker sig úr þessum fallega fjölda, eins og honum hafi verið kippt beint af götunni  og hent inn á myndinaWink

Fallega fjölskyldan

Verður slys í dag - eða á morgun?

Ég elska hverfið mitt.  Þar er gott að búa.  Bý í sveit en þó í borg.  En ég hætti aldrei að pirra mig á hægri réttinum í hverfinu mínu.  Í flestum hverfum  í Grafarvoginum er stöðvunarskylda og biðskylda Hlaupaleiðin mínþar sem það á við en svo er keyrt inn í hverfið mitt og þá er allt í einu komin hægri réttur ??

Fólk áttar sig engan veginn á þessu og oft hefur legið við stórslysi.   Af þvi að yfirleitt virðir enginn þennan hægrirétt nema þeir sem "eig'ann" og búa í hverfinu. Og ég hef staðið sjálfa mig að því að þegar ég er stödd í öðru hverfi þá á ég það til að nota hægri réttinn ( og virða hægri réttinn) þar sem hann á ekki við.  

Fallegt í voginum ..

Hvaða rugl er það að hafa hægri rétt í þessu litla hverfi og allsstaðar annarsstaðar er hann ekki? Hvaða skipulag er það?  Þetta er bara ruglandi og slysavaldandi.  Voru þeir sem ákváðu hægri réttinn á eitthverju flippi ? Mér finnst biðskylda miklu eðlilegri þarna.  Undantekningarlaust er ekki virtur hægri rétturinn , fólk hikar eða lætur vaða og svo er bara að vona það besta. 

Pirring dagsins lokið. 


Skjóta, skjóta og skjóta meira..

Er þetta ekki enn ein sönnun þess að herða þurfi byssureglur í USA ?  Bush mun hins vegar snúa öllu við  og skylda hvern  mann  að bera byssu.  Fleiri byssur á hvert heimili! 

Byssuauglýsing?
manns að bera byssu.   
mbl.is Fjórir létust í skotárás í verslunarmiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsókn á Hvolsvöll, drukkinn ökumaður og töffarar í bíl.

18 stiga hiti og nánast logn!  Eitthvað annað en hvassviðrið í bænum!  Ókunnugt bæjarfélag, hiti og sól, eins og að vera í útlöndum Grin.  Ástæða þess að við skruppum austur var sú að við fórum að heimsækja Lúkas - hvolpinn okkar.  Fjórar vikur síðan við fórum síðast svo ekki seinna að vænna.   Alltaf gaman að koma til Magneu og sjá hundana hennar.  Þvílík fjör og læti. 

Fallegur Papillon tegundin er svo skemmtileg, þeir eru alltaf fjörugir og kátir, stoppa aldrei lengi við, leika sér á fullu. Vinalegir hundar og ekki til grimmd í þeim. Algjört rassgat Og hvolparnir voru þvílíkar dúllur!!!  Mér er farið að þykja svo vænt um Lúkas þótt hann sé ekki kominn til okkar ennþá.  Við eigum að fá hann í kringum 20 mai.  Ég get varla beðið.   Núna eru hvolparnir þvílíkir hnoðrar.. rúmlega sex vikna gamlir.  Ofsalega gaman hjá þeim að leika sér, forvitnir og kelnir  InLove

Lúkas sæti Lúkas er eini strákurinn úr gotinu, svo á hann tvær systur.  Hann er minnstur af þeim og dekkstur í andlitinu.  Ekki með blesu eins og þær, en hann er með "stjörnu" og hálfa hvíta snoppu.  Þessi verður karakter!  Já þetta var virkilega skemmtileg heimsókn!   kyss kyss

 

 

 

Kærulaust drukkið lið í bíl og drukkinn ökumaður á öðrum. 

Nýkomin yfir Selfossbrúnna sjáum við unga "töffara" á bíl , einn af þeim  stendur hálfur út um topplúguna með bjór í hendi ..og annar stendur í framsætinu með hálfan skrokkinn út um gluggann - með glas í hendi.   Ef mig misminnir ekki var að falla dómur í máli manns sem lögreglan á Selfossi einmitt kærði fyrir eitthvað svipað kæruleysi.  Það virðist ekki stoppa þessa menn að minnsta kosti.  

Þegar við vorum á koma að Rauðavatni þá urðum við þess var að ökumaður bíls fyrir aftan okkur keyrði með vægast sagt vafasömu ökulagi .  Þó að það væri stöðugur straumur af bílum á móti þá reyndi hann hvað eftir annað að komast fram úr okkur.  Keyrði eiginlega á miðri götunni.

  Svo að lokum tókst honum að komast fram úr og var búin að keyra í smá stund á undan okkur þegar hann allt í einu missir stjórn á bílnum og keyrir út af ..upp á kant og út á götuna aftur. Bíllinn riðaði allur til og hann keyrir upp á eyju og stoppar bílinn þar.   Þegar við keyrðum fram hjá honum  - lítur hann beint framan í mig og ég má hundur heita ( já hundur) ef hann var ekki í annarlegu ástandi! Sick Hvað er fólk að hugsa??? Æðislegt veður og fjandinn er laus! 

Hvernig væri að setja upp skilti eins og þetta, hér og þar um landið, ökumönnum til viðvörunar:

 

Drunk drivers

 


Ég þekki fólk í Hveragerði

Mjög óhugguleg frétt!  Kemur lítið sem ekkert fram í henni - Bara að maður hafi fundist, liggjandi  í blóði sínu í húsi í Hveragerði - þungt haldinn.  Og hann sé nú látinn. Hvað er að gerast? Hvað gerðist?

Ég þekki fólk í Hveragerði, tengdaforeldrar mínir , mágkona og svo nokkrir vinir.  Mér rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds.  

 Hveragerði


mbl.is Maður sem fannst slasaður í Hveragerði er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynlíf án tilfinninga?

Lenti í rökræðum við karlmann í gær um kynlíf á milli kvenna og karla.   Við vorum á öndverðum meiði um hvort tilfinningar hefðu eitthvað að gera með kynlíf.  Er hægt að stunda kynlíf án tilfinninga? Er það hægt í lengri tíma?  

Ég :  Það er ekki hægt að stunda kynlíf oftar en einu sinni með sama aðila án þess að tilfinningar komi þar við sögu.

Hann- ákveðinn :  Jú það er víst hægt. 

Ég - hálfpirruð : Nei það hljóta að kveikna tilfinningar ef fólk er saman oftar en einu sinni.

Hann -ákveðnari:  Jú  það er hægt að stunda kynlíf án tilfinninga. 

Ég: Ég gæti það ekki.

Hann :  Ég get það og allir karlmenn sem ég þekki.  Nefndu mér einn karlmann sem gæti það ekki.

Ég: Gæti nefnt þá nokkra en ætla ekki að gera það.

Tilfinningar? Ekki var með nokkru móti hægt að fá þennan karlmann á mitt band.  Hann var harðákveðinn í þessu. Ég er hins vegar ekki að kaupa þetta.  Eru konur og karlar að nota hvert annað eins og Hvern annan hlut? Er það bara allt í lagi?

Þetta er eitthvað sem allar konur hafa velt fyrir sér.  Geta karlmenn stundað kynlíf án tilfinninga?  Geta konur það?  Ég þekki reyndar eina konu sem segist geta það.  Hún er dugleg að stunda kynlíf og dugleg að skipta um hjásvæfur.  Hún blandar ekki tilfinningum í kynlífið.  Þetta er tómstundargaman, þetta er nautn eins og að borða góða steik, gott á meðan á því stendur og svo er það búð.  

Skiptir máli að líka vel við aðilann sem kynlífið á sér stað með?   Eða skiptir það ekki máli?  Kynlíf ef kynlíf, það þarf ekki að halda uppi rökræðum á meðan.  Er nóg að viðkomandi sé bara með réttu "tækin og tólin"? 

Ætli það séu margar konur sem blanda ekki saman tilfinningum og kynlífi?  Eru margir karlmenn sem gera það ?  Samkvæmt manninum sem ég var að ræða við þá eru þeir margir (allir) mennirnir sem að geta það. 

Hann sagði að konur væru öðruvísi innbyggðar en karlmenn, við værum tilfininningaríkari.  Ég get alveg verið sammála því að konur séu tilfinningaríkar en oft finnst mér karlmenn vera þeim mun viðkvæmari en við konur.  Kannski geta þeir brynjað sig betur gagnvart tilfinningum, geta lokað á tilfinningar, ÁKVEÐIÐ frekar að elska, þykja vænt um, á meðan við konur gefum okkur tilfinningunum á vald , hleypum þeim út og leyfum þeim að leika lausum hala. 

Þetta var hugleiðing dagsins - lifið heil Smile

regarding_sex

 


Móðir Keith Richards

Sætur var hann ..Móðir Keith Richards ( 91)  dó í svefni Laugardaginn 21. apríl sl. Dauði hennar var friðsæll og var Keith Richard hjá henni þegar hún dó. Richards (f. 18. Keith Richardsdesember ’43) var eina barn Doris og Bert Richards en þau skildu ‘ 62. Doris gaf syni sínum hans fyrsta gítar á fimmtán ára afmælisdeginum hans. Hann lærði þá eitthver grip af móðurafa sínum – Gus Dupree.  Móðurafi  hans sem sjállfur var músíkant, hvatti Keith til að verða tónlistarmaður. 

Fyrir stuttu síðan sagðist Keith hafa"tekið föður sinn í nefið" og átti þá við ösku hans.  Faðir hans dó 2002. Móðir Keiths var ekki par ánægð með þessi ummæli hans, enda dró hann þessi orð svo til baka hvort sem það var vegna móður sinnar eða annars.  

 

Fann ekki miklar upplýsingar á veraldarvefnum um móður Keith Richards, og enga mynd.  Þannig að Keith verður að duga sem myndefni. 


mbl.is Rokkaramóðir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað "rekur" fólk á skemmtistaðina?

Djamm í gærToungeTvöfalt þrítugsafmæli, vinnufélagar hans Helga sem héldu upp á þrítugsafmæli saman.  Afmælið var haldið í sal á Thorvaldsen, mjög huggulegt og fínt.  Á miðnætti var opnað á milli og fólk streymdi inn.. karlar í konuleit og öfugt. Ég var að hugsa um að djóka smávegis í körlunum og ganga að einum og spyrja: Ertu einhleypur ?  " já já hefði maðurinn sagt , spenntur  í röddinni.  - Ekki ég, hefði ég þá sagt..og labbað að mínum heittelskaða glottandi.  Oj hvað ég er með saurugan hugsunarhátt!  Sexy date Nei svona í alvöru talað þá var þetta bara nokkuð sem mér datt í hug en hefði aldrei framkvæmt.  

Annars finnst mér þessi konu og karlaleit á skemmtistöðunum ekki eftirsóknaverð.  Hálfsorglegt bara.  Sumir fara helgi eftir helgi á skemmtistaðina með það sama í huga. Að næla sér í maka, hjásvæfu.. Og svo spennan daginn eftir eða dagana á eftir..hringir hann , hringir hann ekki ? Að þora varla að víkja frá símanum af ótta við að missa af símtali frá "mister right".  Svo hringir hann ekki og það er spjallað  við vinkonurnar og gæinn úthúðaður á allan mögulegan máta.  Glataður!  Ömurlegur gæi!

Hvað heldur hann eiginlega að hann sé?   Svo sér maður hann á sama skemmtistað helgina á eftir og þá forðast hann mann eins og heitan eldinn.  Maður verður brjálaður, og rýkur að gæjanum og spyr hvað hann sé eiginlega að spá???  Gæinn er kúlið uppmálað og segir blákalt að þetta hafi verið gaman á meðan á því stóð en hann sé ekki tilbúinn í samband.  Kvöldið ónýtt!   Hvaða kona hefur ekki lent í eitthverju svipuðu?   

  Makaleit á ballstöðum er ekki eftirsóknanverð.  Ég las í eitthverju tímariti fyrir allmörgum árum að það sem dregur fólk út á lífið sé kynhvötin.  Ég held að það sé nokkuð til í því.  Alla vega ef maður er einhleypur. 

vanlíðan

 

 


GLEÐILEGT SUMAR!

Olli að kíkja Þá er sumarið komið - kannski ekki í öllu sínu veldi en alla vega formlega. Sumarið verður þó ekki komið hjá mér fyrr en prófin eru búin.  Slaka ekki á fyrr. 

  Í gær, sumardaginn fyrsta, rættist þó heldur betur úr veðrinu.  Það var um 6 stiga frost klukkan 6 um morguninn, en þar sem sólin skein skært þá var orðið ansi hlýtt í garðinum hjá mér um þrjúleytið.  Ég sat úti í klukkutíma í sólbaði Cool.  Yndislegt. Ekki í bikiníi þó. Wink.Rómantískt sumar

  Krakkarnir voru úti að leika og við fengum gest í formi Scheferhunds sem var í þvílíkum sumargalsa.  Hljóp á fullu í grasinu og upp klettana og vildi ekki láta ná sér.  Eigandinn kom þó að síðustu en ætlaði ekki heldur að ná honum. Þetta minnti mig á þegar verið er að ná í styggan hest úti á túni.  Þannig voru aðfarirnar.

  Talandi um hunda þá  fékk ég  senda myndir af hvolpinum mínum í gær og læt þær fljóta með hér.  Þvílíkt rassgat! Ég hlakka rosalega til að fá hann í hendurnar.   Gleðilegt sumar kæru vinir.Heart

Lukas Lukas hnodri


Hvað þrífið þið baðherbergið oft?

 

Fjórir  tippalingar hér á bæ með ketttinum sem reyndar notar baðherbergið minnst.
Ekki veitir af að þrífa baðherbergið oft í viku, en ég er ekki að segja að það sé tippalingunum
að kenna.  Margir vilja meina ( aðalega konur) að karlmenn pissi oft útfyrir, sé voðalega erfitt að hitta ekki í skálina.

Ég er ALLTAF að flýta mér, þvæ reglulega á mér hárið, hár út um allt ( með sítt hár) og skipti iðulega um föt á baðherberginu en "hef ekki tíma til að ganga frá fötunum" og því Þarf að ganga frá fötum reglulega.

Og svo eru það snyrtivörurnar sem oftast rata ekki aftur upp í skáp eftir notkun og hárvörurnar sem eru á baðkarinu .. er með shampó og hárnæringasyndrome sem lýsir sér í MIKLUM kaupum á hárvörum og þessu þarf að ganga frá reglulega í skápa.

Ég hef ekki getað komið mér upp þeim vana að nota tissjú eða þvottapoka til að þvo mér um andlitið, ( þrífa af mér meikið ) og nota því handklæði til þess í stórum stíl. Mikil þrif á handklæðum á þessum bæ og oftar en ekki "gleymist" að setja þau strax í órhreina tauið.

Tippalingarnir eru duglegir að hitta í klósettskálina.

Var að lesa umræðu á ónefndum vef um baðherbergishreingerningar og þess vegna er bloggið mitt í dag um baðherbergishreingerningar.  Margar konur á  vefnum sem um ræðir voru hissa á því að sumar konur "og menn " þrífa baðherbergið 4-5 sinnum í viku.  Hvað finnst ykkur?

  Ps. HVAÐ ER AÐ BLOGGINU Í DAG ??


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband