Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Papillon hundar

Marie Antoinette var með tvo Papillon hunda þar sem hún var höfð í haldi þar til hún var hálshöggvin, þjónustufólk hennar hugsuðu um þá þar til þeir dóu. Húsið er nú nefnt Papillon Húsið (The House of the Papillon)

Madam de Pompadour, ástkona Louis XIV Kóngs, átti tvo Papillon hunda, Inez og Mimi, það er til listaverk kallað Tryggðin (The Faithful) eftir Baron Albert Houtart sem sýnr Madam de Pompadour með Papillon í kjöltunni.
Papillon hvolpur

Þetta er hundategundinn sem ég held að henti mér og minni fjölskyldu best. Hver vill ekki glaðan líflegan greindan hund sem hægt er að kjassa og kúra með í sófanum.  Og hann er líka  til í langa göngutúra og það er nú eitthvað fyrir mig.  InLove.  Það kemst lítið annað í hugann þessa dagana en hvolpar, hundar , hvolpauppeldi og fleira sem tengist hundum. Ég hugsa að ég sé óþolandi heima fyrir Wink .     

'Eg er komin í samband við frábæran ræktanda sem er með hvolpa sem eru tólf daga gamlir, og við megum koma og skoða þá um páskana.  Þá verða þeir búnir að opna augun.  Fínt að fá sér bíltúr td. á skírdag því þetta er úti á landi. Ég er eins og lítið barn , ég hlakka svo til  GrinPapillon hvolpur

 Um Papillon :

Papillon er almennt glaður, ákafur og líflegur lítill hundur, mjög greindur og nokkuð öruggur í eigin hugsun um að hann sé í raun stór hundur í litlum líkama. Hann hefur fjörugt og mannblendið lunderni og ætti alls ekki að sýna nein merki um árásargirni. Papillon er ánægður með langa göngutúra og finnst einnig frábært að kúra með eiganda sínum heima við, fyrir framan sjónvarpið eða við arininn, hann nýtur þess að þóknast eigandnum, og verður oft háður honum.

Papillon er árvakur hundur, og fylgist vel með öllu. Ágætis varðhundur því þeir láta þig vita þegar ókunnugan ber að garði. Þeir geta gelt þegar að bjallan hringir en bjóða svo gestina velkomna þegar þeir kynnast þeim.

Papillon er fullur af þokka, hann getur verið ósvífinn, forvitinn og ótrúlega ástúðlegur. Þeir eru ekki hundar sem verða ánægðir að vera lokaðir inni á ræktunarbúi eða vera mikið einir, þeir vilja taka þátt í lífi fjölskyldunnar.  Papillon geta verið svolitlar dramadrottningar, t.d. þegar verið er að klippa klær, og venja verður þá strax við reglulega umhirðu. Bæði papillon rakkar og tíkur eru skemmtilegir félagar. Þeim líkar almennt vel við aðra hunda og dýr.

Papillon er athafnasamur hundur, þó ekki taugaveiklaður. Tegundin er einnig heppileg til þess að nota í vinnu t.d. fyrir heyrnarlausa, og sem þjónustuhundar (heimsækjaFiðrilda hundur elliheimili og spítala) og geta það sko alveg jafn vel og stóru voffarnir.  Papillon hefur náð góðum árangri í m.a. hundafimi, því þeir eru hraðir og læra vel.



Próf, harðsperrur og hvolpar

Það er sko alldeilis þungu fargi af mér létt, lífeðlisfræðiprófið búið Held bara að mér hafi gengið ágætlega, hittumst nokkur frammi á gangi eftir prófið og spurðum hvort annað hvernig gekk..og allir: "jamm ..veit ekki,  jú held vel , Woundering annars veit ég það ekki "..hahaha..  maður er svo slompaður eftir svona próf nefnilega, held þetta sér erfiðara en að hlaupa marathon.  Allur vindur úr manni og spennufall á eftir.   Gott þetta er búið!    Wizard, Verðlaunaði mig með Nings í kvöldmatinn! 

Annars er ég búin að vera að drepast úr harðsperrum í framanverðum lærum síðan á laugardaginn.  Dagurinn í dag var verstur.  Gekk eins og önd og átti erfitt með labba niður stiga..ááá.  Tounge. heheVið vorum nefnilega látin gera nýjar æfingar í skólanum sl. laugardag,  Pyramitískar..( veit ekki hvernig skrifað) Æfingar sem ganga út á mikið af hoppum jafnfætist og æfingar fyrir efri hluta með medicin-bolta (þungir boltar).  Armbeygjur og klappa á milli , stökkva úr meira en meters hæð ,vild' ég væri mús... beygja hnén þegar niður er komið og stökkva beint upp í loftið( sprengjukraftur).  Ég er vön að æfa lyftingar og er í fínu formi en þar sem þessar æfingar eru nýjar fyrir mig þá er líkaminn ekki vanur hreyfingunni og þess vegna fékk ég þessar gífurlegu harðsperrur.  Átti mjög erfitt með að hoppa jafnfætis yfir nokkrar grindur..það er af því að samhæfingu tauganna vantar.  Svo nú er bara að hoppa á hverjum degi og setja svo íslandsmet í hoppi eftir örfáa mánuði!  W00t

'A leið heim frá Keflavík kom ég við í húsi í Hafnarfirði til að skoða Chiuahuahua hvolpa.  Það var búið að vara mig með því að ef ég færi að skoða svona hvolpa þá væri ég fallinn.  Og það er rétt. ÉG er skítfallin fyrir þeim!  GOSH hvað þeir eru sætir, fimm vikna og jafnstórir og hendin á mér ..aldrei séð svona litla hvolpa.  Gorgeous

Klukkan er að verða ellefu og karlinn minn ennþá að vinna.  Við gætum eins búið i öðru bæjarfélagiWhistling ...

Tjúi og st.Bernard hvolpur

Bless í bili elskurnar.  Hearthang.in.there.baby


Lúxus í tannlæknastólnum.

Ég settist í nýtískulegan stólinn, hallaði mér aftur á bak, var spurð að því hvort ég vildi fá þrivíddargleraugu og kannski horfa á friends ? Ég varð svo  hissa að ekkert orð kom frá mér og því var  gleraugunum skellt á mig, mér þrykkt niður í stólinn aftur og þar lá ég og horfði á einn þátt af friends og byrjunina á öðrum á meðan grúskað var í tönnunum á mér.   Þvílík snilld!!! Þrívíddargleraugu ..   friendsVar ekkert að spá í því hvað tannsa var að gera, og tíminn leið ógnarhratt.  Afhverju er þessu ekki komið fyrir í flugvélum, þá sleppur maður við að píra augun til að reyna að sjá á skjáinn sem er btw alltaf tveimur sætaröðum frá mér.  ( mín seinheppni) . En nú er alldeilis tíðin önnur,  nú er gaman að fara til tannlæknis, ætli hún eigi "LOST" ?   

Hvað komast margir í lítinn Landrover jeppa?

Nú ætla ég að segja ykkur stutta sögu.  Ég var eitt sinn á hestamannamóti á Vindheimamelum.   Þurfti að komast til Akureyrar en eins og góðra hestamanna er siður,  er ekki vaninn ( eða æskilegt) að vera akandi þá daga sem hestamannamótið stóð yfir.  Ég ákvað því að húkka bíl og kippti einni  vinkonu minni með mér svo ég liti betur út með puttann upp í loftið á þjóðveginum.  Tounge

 Við þurftum ekki lengi að bíða þar til stoppaði hjá okkur lítill Landrover jeppi, TROÐFULLUR af útlendingum.  Fólkið hafði bókstaflega troðið sér ofan á hvort annað, á gólfið , ja allsstaðar þar sem var laust pláss!  Great.."get in" sagði bílstjórinn með hausinn út um bílrúðuna,     ehee.. Við sögðumst halda að það væri ekki pláss fyrir okkur!!  Yes yes ...it's plenty of room..  svo sagði fólkið að þau væri að kanna  hvað væri hægt að troða mörgum inn í Landrover og vildu endilega að við tækjum þátt í tilrauninni . SickHúkka far

  Við litum á hvor aðra ..ég og vinkona mín, með glott á vör  og tróðum okkur svo inn í þessa sardínudós.  Ég lýg ekki þegar ég segist varla hafa náð andanum.  Ég var með hökuna ofan í bringu í einum hnút , sat ofan á lærinu á fransmanni og  var með brjóstin á bústinni konu  á höfðinu. ( Hún var með stór brjóst) Vinkona mín hvarf undir stóran frakka ( Fransmann) samt var hún nú ekki talinn neitt lítil kona.  Þegar við vorum komin upp á Öxnadalsheiði og ég var alveg komin að því að biðja um miskunn og hætta tilrauninni - HRUNDI bíllinn í orðsins fyllstu! Hann bara pompaði niður, hjólin á hliðina.. hláturskast og allir út að skoða!

  Og þarna stóðum við , ég, vinkona mín og 14 útlendingar frá Frakklandi í einum hnapp og störðum á bílinn ( eða flakið).  Fólkið sló sér á lær og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu.  Stærði sig af því að hafa komið 16 manns inn í þennan litla jeppa.  ( ég skil það ekki í dag) Ég hef ekki nokkra hugmynd um hvernig fólkið kom sér til byggða en við ég og vinkonan kvöddum fólkið , og héldum okkar leið í átt til Akureyrar.  Gengum fram á dauða kind, tókum niður markið á henni .. ...en það er önnur sagaGrin

Druslalandroverakureyri


Pabbi



Pabbi minn Með ást þinni
kenndir þú mér að elska.

Með trausti þínu
kenndir þú mér að trúa.
Með örlæti þínu
kenndir þú mér að gefa.


Takk pabbi

 

 

 

Væmin í dag..já.  En það verður bara að hafa það . 


Líkamsrækt og heilbrigði

Man ég þá tíð er ég var að æfa í líkamsræktarstöðum eins og Gym 80 og fleirum sem ég man ekki einu sinni nafnið á.  Þetta var fyrir um ..*hugs*..20 - 25 árum síðan ( VÁ) .  Ég var lítil og mjó písl, jú ég var svo sem með ágæta líkamsburði þar sem ég hafði æft íþróttir frá því ég var ellefu ára gömul en  samt sem áður var ég lítil og mjó písl miða við þá risavöxnu menn sem voru að æfa á þeim tíma. Stæltur Þegar ég hugsa til baka þá man ég ekki eftir neinni konuBodyfitness nema - Möggu massa , fyrir utan hana þá man ég aðalega eftir stórum og breiðum - hálslausum kraftlyftingamönnum  sem heyrðist hátt í þegar þeir lyftu níðþungri bekkpressunni eða tóku gífurlega þyngdir í réttstöðulyftu.   

Þvílík breyting sem hefur orðið á.  Í dag er öll mannsflóran í likamsrækt, frægir sem ófrægir, stórir sem litlir , ungir sem gamlir, meira að segja afinn og amman taka á því!    Flestir mæta í ræktina 3-5 sinnum i viku, sumir á hverjum degi og þó nokkrir tvisvar á dag. Frábært er að sjá hversu margir hafa gert heilsuræktina að lífstíl.  Sumir eru að stefna að eitthverju sérstöku takmarki, td. að keppa í Fitness, aðrir eru að keppa við sjálfan sig, setja sér takmörk um að ná ákveðnu markmiði.   Hvort tveggja er gott og gilt.  

 Styrktaræfingar styrkja bein, vöðva, bæta líkamsstöðu, eru vaxtamótandi.  Hollt og gott er að stunda  þessa íþrótt.   Persónulega finnst mér fallegri - tónaðir sterkir kvenlíkamanar þar sem vöðvar koma vel í ljós.  Þó má það ekki ganga út í öfgar.  Og sama gildir um karllíkama.   

út að hlaupa Ekki má svo gleyma þolæfingunum, sem styrkja hjarta og lungu.  Hver vill ekki betra þol, stærra hjarta og því mögulega lengri lífdaga.   Ganga og hlaup utandyra eru auðvitað það albesta, en þegar að veður er vont er gott að grípa til þeirra þoltækja sem líkamsræktarstöðin bíður upp á. 

Lifið heil Grin


Umhyggjusamur rútubílstjóri ..

..eða þá hitt þó heldur!  Það fauk verulega í mig þegar ég las þessa frétt.  Gat þessi rútubílstjóri ekki hleypt drengnum út að pissa??  Okey hann þarf að halda áætlun en stoppaði hann ekki hvort sem er í Hveragerði, hefði nokkuð mál verið að hleypa drengnum þar út svo hann gæti hægt á sér?  Drengir eiga oft erfitt með að halda i sér lengi, trúið mér, ég á þrjá stráka sjálf.  Hvað átti aumingja drengurinn annað að gera en að pissa á rútugólfið, ja nema hleypa pissi í brók.  Í hveragerðiRútaÉg sárvorkenni aumingja drengnum , þetta var örþrifaráð hjá honum og eflaust þykir honum þetta skammarlegt með eindæmum.  Svona lagað getur haft verulega skaðleg áhrif á barnssálina, bílstjórinn ætti að skammast sín!   
mbl.is Pissaði á rútugólfið þegar bílstjórinn neitaði að stoppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar fólk fer í frí - hvað verður þá um köttinn?

Ég vann eitt árið á dýraspítalanum í Víðidal yfir sumartímann. Þar sem ég hef mjög gaman af að umgangast dýr fékk ég með því útrás fyrir þörf mína til þess. kjass..  Ég svaraði í símann,  tók á móti dýrum og eigendum þeirra, aðstoðaði dýralækninn, ryksugaði og skúraði gólfið, framkallaði myndir ( röntgen) og eitt af mínum störfum var í því fólgið að þrífa hunda og kattabúr dýranna  sem voru "á hótelinu".   Á þessum tíma var nefnilega boðið upp á "gistingu" fyrir dýrin.  

Þegar ég réð mig til starfa  óaði mig ekki fyrir hvað  stór hluti af starfi dýralæknisins var að svæfa heilbrigð dýr.  Margoft var komið með hunda til svæfingar en miklu oftar með ketti.  Fólk sem var að fara í sumarfrí til útlanda sem vissi ekkert hvað það átti að gera við dýrin annað en að bara láta svæfa þau.  " Alltaf hægt að fá sér annan þegar að komið væri heim viðhorfið " Ég átti hryllilega erfitt með horfa upp á þetta.  Margoft varð ég að stilla skapið , hemja mig og  telja upp á tíu þegar að fólk var að koma með heilbrigð dýrin til svæfingar. Blákalt!  Stundum þegar ég kom til vinnu á morgnanna var dauður köttur í búri , köttur sem hafði verið svæfður eftir að ég var farin úr vinnu á kvöldin.  Þá hefði ég átt að setja köttinn í poka en ég gat það aldrei.  Gat ekki snert á dauða stirðnaða dýrinu.

Auðvitað voru líka aðrar ástæður fyrir því að fólk kom með dýr til svæfingar.  Hágrátandi fólk sem var td. að láta svæfa gamla veika hundinn sinn, vininn sinn.   Eða gamla köttinn sinn sem það var búið að eiga í fjórtán ár.  Ég grét innan í mér með þessu fólki.  Fann svo til með því.  

Ég vildi bjarga sem flestum dýrum sem komið var með til svæfingar, en varð að stoppa mig af þegar ég var komin með einn hund og tvo ketti , inn í litlu 40 fm. risíbúðina mína.  Ég átti auk þess mann og var ólétt.  Íbúðin rúmaði því miður ekki meira.  

Tvíburar? Starfið hjá dýraspítalanum hentaði mér ekki til frambúðar það fann ég fljótt.  Það tók of mikið á mínar viðkvæmu taugar að sjá öll þessi dýr aflífuð.   Dýralæknirinn var bara að gera vinnuna sína, það skildi ég, hvað ef að hann væri ekki til staðar, hvað yrði um dýrin þá ?  Hent í plastpoka í sjóinn eða út um bílglugga á meðan bíllinn væri á ferð?  Veit ég um fjölmörg þannig dæmi og ekki vill ég að þeim fjölgi.  

Fólk á ekki að fá sér dýr nema það sé af heilum hug og það geti hugsað sér að eiga dýrið alla þá ævidaga sem dýrinu er ætlað.  Það eru mörg ár síðan ég vann á Dýraspítalanum og veit ég ekki hvort sé lógað jafnmikið af heilbrigðum dýrum nú og var gert í þá daga, ég vona svo sannarlega að það hafi minnkað. 

Þó las ég þá frétt um daginn, að algengt væri að lóga dýrum áður en farið væri til útlanda ..og það veit ég að utanlandsferðum hefur fjölgað til muna á þessum árum síðan ég vann á Dýraspítalanum.

Í einlægni - verum góð við dýrin. 

 


30 dýr í íbúð!

   Þekkt er að hollt og Eðalköttur gott sé fyrir sálina að eiga dýr.  Enda eru hundar og kettir yndisleg dýr. Þeim fylgir gleði, fólk fær eitthvað að hugsa um og fær það borgar tilbaka með ástúð.

Ef einmanaleiki væri mældur í þeim fjölda dýra sem fólk heldur, þá hlýtur þessi kona verið  mjög einmana. 30 dýr í einni íbúð!    Þetta er virkilega sorglegt mál.  Konan ætlaði sér að deyja með dýrunum en var bjargað, ætli henni muni líða betur þegar/ef hún nær heilsu?  Það efast ég stórlega um.  

 Stórir kettir


mbl.is 29 kettir og 1 hundur drápust í eldsvoða í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnslaus í kulda og trekki...

PorcheEkki fyrir svo löngu síðan varð bíllinn minn rafmagnslaus fyrir utan Laugar.  Sjá færslu :  http://estro.blog.is/blog/estro/entry/99788/Og ástæðan var sú að ég gleymdi að slökkva ljósin í mælarborðinu.  Það hafði farið öryggið sem gefur til kynna að ljósin séu kveikt - pípir ef ég gleymi að slökkva.  Ég lofaði sjálfri mér því þegar ég varð rafmagnlaus að láta setja nýtt öryggi strax daginn eftir Whistling.  Auðvitað lét ég ekki gera það og fékk að finna fyrir því í gær. 

 Ég kom röltandi að bílnum klukkan rúmlega 19 í gærkvöldi.  Sá strax að ljósin voru á bílnum og blótaði sjálfri mér í sand og ösku.  Auðvitað var blessaður bíllinn rafmagnslaus en ekki hvað ! Ég hringdi í Hreyfil/Bæjarleiðir og bað um bíl með startköplum og eftir að konan á skiptiborðinu hafði athugað málið , sagði hún að það væri löng bið í næsta lausa bíl.  Ég hafði engan tíma í að bíða eftir því.    Sit svo í bílnum mínum og brýt heilann þegar kemur bíll og leggur í stæði skáhallt á móti mínum. 

Mjög almennilegur strákur
Ég rýk út úr bílnum og spyr manninn ( ungur myndarlegur strákur) hvort svo skelfilega ólíklega vilji til að hann sé með startkapla?  Og mér til mikillar furðu segir þessi engill"  Já ég á að vera með það"  Hann fer svo og nær í kaplana og ég þakka guði fyrir þessa slembilukku á tímum nýrra bíla þar sem startkaplar eru næstum því  úrelt fyrirbæri. 

Við stöndum svo úti í grenjandi rigningu (merkilegt hvað er alltaf brjálað veður þegar ég verð rafmagnslaus) og tengjum bílana saman.  Ég fer inn og prófa að starta og - ekkert gerist?!  Hm.... við brutum heilan ( minn var að brotna í sameindir) og prófuðum að tengja aftur ..en það var sama, ekkert gerist.   Stóðum úti í grenjandi rigningunni , hann reynir að tengja betur en þá vildi ekki betur til en svo að einn kapallinn brotnar í sundur.   Strákurinn reynist sem betur fer laginn og tekst að koma honum saman aftur.  Ég spyr strákinn hvort ég sé ekki að tefja hann svakalega - " nei nei þetta er ekkert mál"  er svarið.  Hann er orðinn rennandi blautur greyið og ég  fæ svaka samviskubit.     Tengjum aftur en sama sagan, bíllinn alveg dauður.   Rigning og rok..brrrVið stöndum svo bæði úti og horfum ofan í húddin..rigningin lekur úr hárinu á mér , niður á andlitið  og ég skelf af kulda.  ( og örugglega hann líka).  Hann prófar tenginguna aftur og nú fáum við blossa, greinilega samband svo ég sest inn í bílinn minn og prófa að starta og vola......hann rýkur í gang!! 

Ég þakka manninum innilega fyrir

bear_hug_poster
( langar helst að faðma hann og kyssa en það var auðvitað ekki viðeigandi) , kvaddi  og hélt heimleiðis.   

    GrinHeart


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband