Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Þjálfun barna og unglinga

Ég fór í skólann eftir vinnu eins og venjulega á miðvikudögum.  Verð að viðurkenna að ég er orðin ansi þreytt á því að keyra til Keflavíkur og er í mestu vandræðum með að halda mér vakandi á leiðinni Sick.

Tíminn var skemmtilegur , við vorum í lífeðlisfræði og fjallað var um þjálfun barna, unglinga , kvenna og aldraðra.   (Grínuðumst með það að karlarnir væru ekki í þessum flokki, þeir eru "sér" og við mætum afgangi..ansans vitleysa , eins og þjálfun sé sérstíluð á þá eða eitthvað.)   Mjög áhugaverður tími , ég er m.a að þjálfa börn í dag í nýju barnatækjunum og lærði margt sem ég get tileinkað mér í því starfi.  

Td. var alltaf talað um það  - og er enn , að börn ættu ekki að vera í styrkþjálfun, vont fyrir beinin sem eru að vaxa ofl.  En samkvæmt bókinni ( stuðst við vísindalegar rannsóknir) sem við erum með í skólanum eru það gömul fræði, það þykir EINMITT gott fyrir börn að æfa styrkþjálfun, þau læra betri samhæfingu líkamans, styrkja beinin ofl ofl.   En auðvitað þarf að þjálfa þau RÉTT, alls  ekki eins og litla fullorðna Smile.  Það er nefnlega allt annað að þjálfa börn og fullorðna.  Við þjálfum þau ekki eins.  Léttari þyngdir og fleiri endurtekningar og fl.   

Ætla að skella mér í bað fyrir háttinn, góða nótt þið sem nenntuð að lesa þetta Heart

 

DSC_0118


Valentínusardagurinn

Verður maður ekki að vera smá væminn í tilefni dagsins?     Færði manninum mínum þetta ljóð eftir mig þegar við vorum nýbúin að kynnast.. hann las það og sagði uhu...takk, og lét það gott heita.  Spurði ekki einu sinni hvort það væri eftir mig Gasp, virkaði frekar óáhugasamur. 

Ég átti líka eftir að komast að því að hann hafði ENGAN áhuga á ljóðum og hvað þá skilning á þeim..hahaha.. frekar fyndið svona eftir á.  Ég bráðláta manneskjan hefði betur átt að kynnast honum örlítið meira  áður en ég lét þetta flakka!   En mér finnst ljóðið eiga ágætlega við í dag:

Yndislegt er að fá af lífinu að taka

að fá að elska finna til og þjást

því þjáningarnar fáum við til baka

borgaðar í kærleika og ást.

Jarðaberjahjarta

.  Gleðilegan Valentínusardag elskurnar


Hver vill ekki eiga börnin sín?

"Ein af ástæðum þess að pör sem ættleiða verja meiri tíma með börnunum er sú að þau vilja virkilega eiga börnin" úffffff ..maður fær bara nett samviskubit!  Ég sem er í fullri vinnu og skóla eftir vinnu og líka á laugardögum,  ég hef engan tíma afgangs til að sinna börnunum mínum!  

En mér finnst nú trúlegt að pör sem ættleiða fari ekki út í það nema hafa nógan tíma og mjög góðar aðstæður , fjárhagslega vel stætt fólk. Og þá fer ég að spá i hvort að maður eigi að vera að eiga börn nema vera fjárhagslega vel stæður, búin að koma fótunum vel undir sig og tilbúinn í barnauppeldið. Helst heimavinnandi. 

Ekki tvítug óþroskuð stelpukind í leiguíbúð með tvo ketti og jafngamlan mann sem dröslaðist fyrir rest á sjóinn því við áttum hvorki  til hnífs né skeiðar.    

 Og auðvitað VIL ÉG eiga börnin mín.  Hver vill það ekki Wink

Ester og Olli 2


mbl.is Þeir sem ættleiða verja meiri tíma með börnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislegar gamlar myndir

Mamma Mamma.                              Agnes langamma Agnes langamma

Bróðir hennar mömmu var að senda mér gamlar myndir sem hann var að skanna inn.   Yndisleg tilfinning sem fylgir því að skoða þessar gömlu myndir.   Margar myndir af langömmu minni í móðurætt, gamlar myndir af mömmu og ömmu, þarna var 20 ára gömul mynd af mér og bróður mínum og fleira.  Það er ljúfsárt að skoða þessar myndir, fylltist söknuði (  væntanlega fortíðarsöknuði - finn enga aðra skýringu :) .  Ég vistaði nokkrar af myndunum á bloggið, gaman að hafa góðan aðgang af þeim. 

Amma á HraunbrautinniAmma sama ár og ég fæddist.

Afi og Gréta frænka Afi og Gyða systir ömmu - bæði látin.


Anna Nicole Smith

41224átti sama afmælisdag og ég.  Var að lesa grein um hana í "Blaðinu" í morgun og þar sá ég það.  Hugsaði: Hlaut að vera, léttklikkuð eins og ég, munurinn er sá að hún leyfði sér það en ég held aftur af mér . LoL  Munaði aðeins ári á okkur, ég átti stórafmæli í nóv. sl., hún hefði átt stórafmæli í nóvember nk.   

Öskudagsbúðarferð í dag með minnsta krílinu, reyna að finna draugabúning, reyndar er hann mjög fljótur að skipta um skoðun, gæti þess vegna orðið súpermanbúningur eða nornabúningur. Grin

Og svo VERÐ ég að taka til , heimili mitt líkist orðið ruslahaugum, fullt af ruslapokum í eldhúsinu með flöskum og dagblöðum.  Er hætt að kaupa gos og ætla að líma blaðalúguna aftur. Angry


Mikill er sá vanmáttur.

  Að sjá einhvern sem þið elskið vera út úr heiminum í stóru krampakasti,   sjá húðlitinn breytast  og verða gráleitann, horfa á angistasvipinn á viðkomandi og geta ekkert gert nema vera til staðar og passa upp á viðkomandi slasist ekki.  Finna svo til með viðkomandi að það nístir í hjartað en geta ekkert aðhafst nema bíða eftir að kastinu linni.  Bíða svo milli vonar og ótta eftir næsta kasti.   Finna fyrir vanmætti sínum og reiði til almættisins. 

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Það upplifi ég  í dag. 
 

 

Þekkið þið einhvern með flogaveiki...

Hafið þið horft upp á einhvern í flogakasti...

einhvern nákominn?   

 


Eitthvað mikið er að.

Mín fyrsta hugsun.  Misþroski datt mér strax í hug.   " Málörðugleikar , Lokar sig af inní herbergi" á fáa vini, á í námserfiðleikum og fl.  Týpísk misþroska einkenni. 

Líkt er með misþroska einstaklingum að  loka sig af inn á vernduðu svæði þar sem þeir fá að vera í friði ( herbergi sitt), horfa á bíómyndir, spila tölvuleiki.  Þurfa ekki að "feisa" lífið.   Ég fyllist vorkunnsemi í garð drengsins.  Eflaust leið/líður þessum dreng mjög illa. 

Og nú á hann að sitja í fangelsi í fjögur ár.  Hvernig mun staða hans verða þar?  Hvaða áhrif mun fangelsi hafa á drenginn?  Ég ætla þó ekki að gera lítið úr verknaðinum.  Hann stakk mann í bakið í þeim tilgangi að drepa hann.   En er fangelsi rétta lausnin?   


mbl.is Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárréttur tími til að fá asmakast

eða hitt þó heldur Blush . Eða hvað það var nú sem var að angra manninn.  
mbl.is Dýralæknir sem veiktist í Suffolk ekki með fuglaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það bregst ekki!

Alltaf rétt áður en ég flughrædda manneskjan fer til útlanda þá gerist eitthvað svona.  Reyndar minniháttar í þetta skipti en alveg nóg til þess að ég muni flughræðsluna.  Annað hvort er ég svona hrikalega seinheppin eða þá að ég tek sérstaklega eftir svona fréttum rétt áður en ég fer sjálf í flugvél Tounge  Annars held ég að það hljóti að fara að rjátla af mér flughræðslan því þetta er fjórða utanlandsferðin mín á innan við ári Cool, held þetta sé meira vani ( flughræðslan) .
mbl.is Bilun kom upp í þotu Sterling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband