Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Á nýju mataræði - 2 kg farin.

oida5c_fitness_girl2Núna er ég á sjötta degi á nýju mataræði.  Það gengur ótrúlega vel þótt ég sé oft svöng inn á milli.   Ég er að borða meira en helmingi minna en ég er vön að gera daglega.  Og í dag er ég um 2 kg. léttari en ég var bara fyrir fimm dögum síðan.   Þetta er mikið til vatn sem ég er að losa, ég er vön að vera með smá bjúg ( ættgengur ansk. og svo auðvitað mataræðið) en eftir fyrsta daginn í nýju mataræði var bjúgurinn svo til horfinn.   Ég sé mikinn mun á mér strax, vöðvarnir að birtast einn af öðrum, vöðvar sem ég sá aldrei en voru þarna.  Joyful

Þetta er miklu minna mál en ég hélt.  Málið er að TAKA ÁKVÖRÐUN og hafa eitthvað til að stefna að.   Staðfestu er líka gott að hafa, vera ákveðinn í því sem maður ætlar sér að gera.  Ég er staðföst svo ég er heppin.  Bloggin mín hér eftir fram að keppni munu væntanlega snúast mikið ef ekki alfarið um æfingar, mataræði, keppnina, föt, hárgreiðslu, neglur, brúnkukrem, glimmer, æfingaföt, skó osfr. LoL  Það er að ótrúlega mörgu að huga.  Og ekki er þetta ókeypis.  Angry Eins gott að ég haldi á bikar eftir þessi peningaútlát og eftir allt streðið. Grin

Ég hef ekki breytt æfingaáætluninni minni mikið, en hef bætt brennslu við æfingarnar.  Arnar mun svo taka þetta allt út á föstudaginn, hann sér þá hvort td. eitthvað mætti betur fara , ef ég er td. að missa of mikið af mér, td. farin að brenna vöðvum , þá breytir hann matarprógramminu + eða æfingaáætluninni. 

ÉG er ánægð með að hafa ákveðið þetta þó fyrirvarinn sé stuttur,  þetta er rosastemning og rosagaman Smile

Og takk fyrir allan stuðninginn vinir.   Það er ekki lítils virði að fá svona pepp-up!   InLove Heart

Ávörðunin er tekin!

Eftir miklar pælingar og ekki síst hvatningu frá fullt af fólki hef ég ákveðið að taka þátt í modelfitness 24. nóvember nk.  Sá mæti maður Arnar Grant er að hjálpa mér með mataræði, pósur og ráðleggingar og hún Guðrún sem er nýr starfsmaður hjá World Class ásamt því að vera fitnesskeppandi ( 2. sæti síðast, 1. sæti þar áður) samþykkti að verða sérleg aðstoðarkona mín!  Ekkert smá flott fólk sem ég þekki. Kissing

Þetta er hörkuvinna , ekki síst vegna þess að það er svo stutt í keppnina.  Dagur 2. í nýju mataræði er í dag, og ég get sagt ykkur að matseðillinn er ekki spennandi.  Samanstendur m.a af : skyri, kjúklingaskinku, hrökkbrauð, hrískökur, grænmeti, ávextir, haframjöl.  Errm  Æfa sex sinnum í viku bæta við brennsluæfingum því nú þarf að "skera".  Ég er nógu mössuð fyrir þessa keppni svo ég lyfti ekkert mjög þungu en verð að halda í vöðvana svo ég lyfti að sjálfsögðu líka til að halda mér við. 

Fór á klukkutíma æfingu í morgun og var að koma úr klukkutíma göngutúr með hundinn.  Svo þarf ég að fara af stað og redda mér eitthverjum styrkjum, íþróttaföt og fleira.   

Þetta verður BARA GAMAN!   Svo óska ég eftir vinum og kunningjum mér til stuðnings á mótið ! Wink Knús til ykkar allra Kissing

 fitnesswoman_bottom

 


Fitness?

oopsFitness 24. Nóvember nk.  Á ég eða á ég ekki?  Það er búið að mana mig í það en vó.. stuttur tími til stefnu. 

Reyndar er það svo að ég virðist aldrei getað ákveðið neitt langt fram í tímann.   En ég er þó ekki búin að taka ákvörðun , það kemur á morgun (enda styttra í keppnina á morgun) Wink

Læt ykkur vita. 


Hver er ástæða þess að kindurnar köfnuðu?

300 kindur í einum flutningabíl?  Það þykir mér ansi mikið.  Nema þetta hafi verið mjög stór flutningabíll.   Köfnuðu kindundurnar úr súrefniskorti af því að þær voru of margar eða köfnuðu þær af því að bíllinn valt?  Hver var ástæðan?

Ég er reið , urrandi reið vegna aðbúnaðar dýranna!!  


mbl.is Fjárflutningabifreið valt á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af þeim öllum - hvað finnst ykkur??

Hver er sá karlmannlegasti?  Hér er topp tíu listinn hjá AskMen.com:

Topp tíu listinn hjá AskMen.
1) David Beckham
2) Matt Damon
3) Timbaland
4) Roger Federer
5) Justin Timberlake
6) Daniel Craig
7) Steve Jobs
8) George Clooney
9) Lewis Hamilton
10) Christian Bale

Allt frambærilegir menn en þó... David Beckham er ekki karlmannlegur þegar hann opnar á sér túlann og segir eitthvað misviturlegt.   Matt Damon hefur mér alltaf þótt sjarmerandi en þó ekkert voðalega karlmannlegur.  Timbaland  höfðar bara ALLS EKKI til mín, engir kynþáttarfordómar þó. Roger Federer er mjög sjarmerandi og sætur en ekki nógu KARLmannlegur.  Justin Timberlake er of strákslegur.  Daniel Craig er myndarlegur en myndi ekki kjósa hann í topp tíu.  Hver er þessi Steve Jobs..skrifstofukall?  ..Hann höfðar bara alls ekki til mín.  George Clooney er svei mér þá sá sem ég myndi kjósa efstan á listann í þessu kjöri, hann er á rétta aldrinum ..(já strákar.. að vera karlmannlegur fylgir viss andlegur þroski líka) hann hefur þennan sjarmerandi þokka (þar með talin kynþokka)sem fær konur til að líða vel með honum - og útlitið hefur hann svo sannarlega.  Svolítið gamaldags en útlit sem konur falla fyrir.  Ég myndi setja hann nm. eitt á listann.  Lewis Hamilton ..Nei.  Christian Bale..allt í lagi gaur á alveg heima neðarlega á listanum.    MY WINNER : George Clooney!  

Hvað finnst ykkur?  

David Beckham     David Beckhammatt_damon   Matt Damon                              TIMBALANd Timbaland

 

 

 

 

 

 

 

 

 Roger Federer                     Jfed-no-shirtustin TimberlakeJustin-Timberlake-Poster-C10105354

 

 

 

 

 

 

 

 

Daniel Craig                      Steve Jobs royale17

 steve-jobs

 

 

 

 

 

 

 

 

George Clooney       Lewis Hamilton                 
George

 www.autoindustry.co.uk

 Christian Balechristian_bale_150

 

 

 

 

 

 


mbl.is David Beckham sá karlmannslegasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveppaþema á veitingastað í Róm og myndir komnar.

Fyrsta daginn okkar í Róm þá var ég í sambandi við Kalla bróðir minn og Önnu mágkonu sem voru af einskærri tilviljun stödd í Róm í nokkra daga.  Við ákváðum að hittast og fara og fá okkur að borða  saman um kvöldið. 

Íbúð Kalla og Önnu með stóru svölunum :Íbúðin sem þau voru með á leigu var yndisleg, pínulítil að vísu en ofboðslega ítölsk að öllu leyti.  Eldgömul húsgögn, litlar styttur ( hálgerð líkneski) gamlar myndir og krossar á veggjum.  Hjónarúmið var útskorið og eins svefnherbergið eins og lítil kapella..svo var íbúðin á sjöttu hæð með risastórum svölum sem lágu í U í kringum íbúðina og voru mikið stærri en íbúðin sjálf.  Útsýnið af svölunum var stórfenglegt!  Anna og kalli

 Húsið sem Kalli og Anna leigðu íbúðÚtsýni yfir torgið

 

 

 

 

 

 

Veitingastaðurinn. 
Við drifum okkur svo á labbið að leita að veitingastað sem Anna og Kalli höfðu fengið vitneskju um í e-h bók sem þau höfðu meðferðis.  Þræddum litlar götur og komum loks að veitingastaðnum sem var troðfullur af ítölum ( ekki túristum).  Í ljós kom að einu sinni í mánuði var þemakvöld hjá veitingastaðnum og akkúrat þetta kvöld var eitt slíkt í gangi.  Þemað voru sveppir Wink.  Ákváðum að fá borð og pöntuðum þema dagsins sem samanstóð af fjórréttuðum matseðli á 25 evrur á mann, sem þykir nú ekki dýrt í Róm.   Anna talar góða ítölsku og gat því tjáð sig á máli heimamanna og fyrir vikið fengum við persónulegri og betri þjónustu.  

Mér láðist að taka myndir af þessum stórkostlegu réttum sem við fengum, en á þó mynd af eftirréttardisknum tómum ;). Við vorum svo gráðug að við náðum bara þessari mynd af engu:).

Já maturinn var stórkostlegur.  Sveppir, sveppir og allskyns fylltir sveppir, matreiddir á hina ýmsu vegu, og jafnvel ein tegundin smakkaðist eins og besta kjöt!

Við áttum öll mjög erfitt með að koma niður þriðja réttinum þar sem að maginn var orðinn troðfullur.  En þó rann ísinn og heita súkkulaðisósan ljúft niður í restina.  

Þetta var góð byrjun á annars skemmtilegri ferð til Rómar, yndislegur sérstakur matur á stað sem var staður heimamanna ekki Á ítalska veitingastaðnum túrista. Þetta var mikil upplifun og vorum við öll sammála um það.  Sjáið málverkið á veggnum , það er gert úr púsli - ekkert smá flott! Málverk gert úr Púsli!

 

 

 

 

 

 

Fyrsta kvöldið

 

 

Á leið í bæinn fyrsta daginn  

 

 

 

 

 

 

Pantheon

 

 

 

Pantheon 

 

 

 

 

 

Colosseum

 

 

 

Colosseum 

 

 

 

 

 

Helgi

 

 

 

Helgi í hliðargötu við Pantheon

 

 

 

 

 

Ég að hvíla lúin bein

 

 

 

 

Ég við bakhlið Pantheon

 

 

 

 

Hótelið okkar

 

 

 

 

Helgi fyrir framan hótelið okkar

 

 

 

 

Ég við vatnsbrunn

 

 

 

 

Ég við vatnsbrunn í hótelgarðinum

 

 

 

 

Helgi við fallegu ánna

 

 

 

 

Helgi við fallegu ánna Tiber.

 

 

 

 

Í draumi líkast

 

 

 

 

Stórfenglegt! Tekið á leiðinni í Colosseum. 

 

 

 

 

Ég með bleiku regnhliífina

 

 

 

 

Með bleiku regnhlífina (regnhlíf nm. 1)á Pantheontorgi

 

 

 

Skál í vatni

 

 

 

 

Má ég kynna: Ítalskt vatn

 

 

 

 

Hér eru rústir OG kettir! Rústirnar fyrir framan húsið sem Anna og Kalli bróðir voru með íbúð á leigu. Hér voru kettir með athvarf og var gaman  að sjá alla kettina innan um rústirnar.  Það er greinilega hugsað um þá því þeir voru gæfir og vel haldnir.  Ilmurinn úr "garðinum" var þó ekki mjög góður. 

Hér var hægt að fara í "tour" kl. 16:30 frá mánudegi til föstudags.  

Létum okkur nægja að horfa á rústirnar og fylgdumst með köttunum í smá tíma.  

 

 

Og svo eru miklu fleiri myndir í albúminu , endilega kíkið á þær :  http://estro.blog.is/album/Romeioktober2007

Kalli bróðir :  TIL HAMINGJU MEÐ 35 ÁRA AFMÆLIÐ SEM ER Í DAGWizard

Eigið frábæran dag gott fólk Heart


Mér er illt í ....

child2..hjartanu og sálinni!  Hvernig er hægt að vera svo vondur að geta lagt hendur á lítil börn, misnotað þau og eyðilagt fyrir lífstíð!  Ég mun aldrei aldrei aldrei nokkurn tímann skilja það.  Þessi maður á ekki von á góðu.  Hann má teljast heppinn ef  hann kemst lífs af úr fangelsinu og jafnvel varðhaldinu.  

Barnaníðingar eru hvergi óhultir.  Hvorki í fangelsi né utan þess.  Og mér gæti ekki staðið meira á sama.  Og þessi maður er stórhættulegur! 

abusepic1

 


mbl.is Meintur barnaníðingur dæmdur í 12 daga varðhald í Thaílandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róm - gamlar indælar konur með skuplur..en

Þá er ég komin heim frá Róm.  Æðisleg ferð að sjálfsögðu - hvernig getur svona ferð verið annað en stórkostleg , ja fyrir utan smá seinkun á leiðinni út og tveggja tíma seinkun á leiðinni heim og eitthvað þannig smotterí. Í dag er ég þreytt en alsæl.

 Ég upplifði Róm m.a.  svona :

 - Róm er skítug, en maður vennst því fljótt og hættir að taka eftir því,

- í Róm er mikil umferðarómenning

-Róm er heit þegar sólin sýnir sig

-Róm er blaut þegar rignir eldi og brennisteini ( sem gerði nokkuð oft)

-í Róm eru stórfenglegar byggingar  

-Rómverjar eru upp til hópa kurteisir og gestrisnir

-í Róm eru bestu pizzur sem ég hef á ævi minni smakkað

-Í Róm er hægt að fá stórkostlegan mat

-Ísinn er góður í Róm

-Í Róm er gaman að rölta um og skoða mannlífið, já og byggingarnar.

 ==================================

Við röltum tvisvar niðrí bæ frá hótelinu en það voru fjórir kílómetrar.  Lítið fannst okkur nú hugsað fyrir gangandi vegfarendur, sumstaðar voru engar gangstéttar og urðum við að klessa okkur upp við grindverk eða steinveggi þegar að bílarnir þutu framhjá. Stundum var það allsvakalegt!   Enda mælti fararstjórinn ekki með að fólk færi gangandi niður í miðbæ. Við sáum nú samt heilmikið á því rölti, mannlífið í úthverfinu, flottar húsgagnabúðir sem maður sá ekki í miðbænum, rakarastofur, ítalskar mæður með börnin sofandi á handleggnum, litla hverfis-pizzastaði sem sem seldu mjög girnilegar bitapizzur  ofl ofl.

Aldrei sáum við ítölsk hjón saman.  Alltaf voru konurnar einar að versla með börnin.   Kannski bara eðlilegt þar sem að við vorum þarna í miðri viku , mennirnir eflaust að vinna.  Mikið var af gömlum konum röltandi um miðbæinn, oft með litla hunda með sér.  Sáum sjaldan gamla menn á röltinu ef nokkurn tímann.  Annað hvort voru þeir farnir yfir móðuna miklu, eða þá að þeir voru eitthversstaðar með félögunum - kannski á hverfisbarnum.  Við létum okkur alla vega detta það í hug. 

Það kom okkur á óvart hvað lögggæslan í Róm er gífurlega mikil.  Lögreglumenn á hverju horni og eins hermenn , alla vega voru þetta menn klæddir í eins og merkta búninga, svo voru þeir allir með byssur og sumir með vélbyssur.  Stóðu oftast í kringum stórar byggingar.  Oft mætti maður langri bílaröð, allt svartir benzbílar og þá voru "hermennirnir" á vappi í kring.  Mjög spes.

Við fórum ekki í neinar ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar enda erum við meira fyrir að upplifa hlutina ein og viljum ráða tíma okkar sjálf.  Vorum mætt í morgunmatinn um níuleytið á hverjum morgni, og fórum þá niður í miðbæ.  Horfðum, skoðuðum, settumst á kaffihús, veitingastaði, og gengum á okkur blöðrur.  Endalaust hægt að skoða í Róm, endlaust hægt að labba.

Róm er dýr borg.  Þarna er hátískan, hrikalega flott föt en dýr. Meira að segja Zara sem þykir nú ódýr búð var ekkert svo ódýr í Róm.  Við keyptum því nánast ekki neitt, eyddum frekar pening í góðan mat og gott rauðvín. 

  Fórum inn í litla búð eitt kvöldið, þar sem voru tvær eldgamlar ítalskar konur að vinna, alveg ofsalega indælar.  Þær voru með svona skuplur um höfuðið , mjög krumpaðar i framan í sætum kjólum og vinalegar.   Við keyptum ekki mikið , einn ost, eina rauðvín, súkkulaði, 2. vatnsflösku, hráskinkupakka, eitthvað svona smotterí.  Önnur gamla konan setti vörurnar í poka og byrjaði svo að reikna - í huganum!  Eftir um það bil mínútu nefndi hún svo verðið , sem var ALLT of hátt fyrir það sem við keyptum, 35 evrur! Það þurfti engan fjármálaspeking til að sjá að þarna var verið að svindla á okkur.   En hvernig á maður að fara að því að rífast við   brosandi tannlausa indæla og vinalega gamla konu um verðið?  1-2000 kall til eða frá , við borguðum brosandi og fengum tannlaust geislandi bros til baka.

Ég set inn myndir fljótlega, tók helling af myndum í ferðinni.   Eigið góðan dag kæra fólk Heart


Ég er að fara til Rómar á morgun ..og

ætla m.a. að skoða þetta : rome-vatican

Og þetta : rome-08

Og þetta: rome-a

Og svo förum við kannski þangað:  Restaurant in Rome

mm..ég er alveg til í að villast hér : rome_street_scene

Takk fyrir hamingjuóskirnar með kallinn Grin Sí jú leiter.. er farin ( eftir smá) á vit ævintýranna Wink HeartHeartHeart


Móðirin vinnur á Burger King..

BURGER KING..og faðirinn er fatlaður.  Hljómar eins og þessi fjölskylda hafi ekki mikinn aur á milli handanna.  Ef ég nota ímyndunaraflið þá er líklegt að móðirin sjái fyrir fjölskyldunni með því að vinna myrkranna á milli á Burger King, faðirinn er fatlaður, ekki í vinnu og getur ekki ekið bíl og því hafa þau brugðið á það ráð að kenna stráknum að keyra svo hann gæti hjálpað til  m.a. með því að skutla föður sínum til læknis.  En að sjálfsögðu hef ég enga hugmynd um það,   var bara að  leyfa huganum aðeins að leika sérCool.

Ég hef keyrt hraðast á 150 km. á klukkustund.
Skelfilegt er að vita af ellefu ára gömlum dreng í umferðinni, og ekki virti hann umferðareglurnar enda ekki við því að búast af barni.  Hann ók hraðast á 160 km. hraða ..160 km. hraða á klukkustund!  Ég held ég fari rétt með að hafa aldrei keyrt svona hratt,   fór hæst í 150 á Hondu Prelude í eitthverju töffarakasti þegar ég var 18 eða 19 ára. 

Sem betur fer varð stráksi ekki valdur af neinu slysi svo vitað sé.   Það er fyrir öllu. 


mbl.is Ellefu ára á flótta undan réttvísinni á 160 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband