Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

OOh flensan :(

Langt síðan ég hef bloggað. Próf í líffærafræði um síðustu  helgi sem gekk ágætlega í , vitlaust að gera í vinnunni, Shokkið ætlar að verða svo vinsælt.  Mjög spennandi og skemmtilegt.  Nema hvað í gær í vinnunni þá fór mér að líða svo furðulega, eins og eitthvað væri fast í hálsinum á mér og ég var alltaf að ræskja mig.  Svo varð ég þung yfir höfðinu en reyndi að hrista það af mér.  Woundering

Maðurinn minn hringdi svo í mig um fjögurleytið og sagðist halda að hann væri að verða veikur, skrýtinn yfir höfðinu og illt í hálsinum.  Ég hugsaði " Shitt hann varð á undan " en sagði; æ elskan, mér líður nákvæmlega eins  Halo  Í gærkvöldi vorum við  eins og hrúgöld..láum í sófanum stynjandi ( veikindastunur ekki láta ykkur detta annað í hug), vælandi hvort í öðru.  Fengum hvorugt stuðning enda sárvorkenndum við sjálfum okkur. 

Í morgun var hálsinn minn orðin ansi rámur og ég var eins og geltandi hundur.  Komin með hita og beinverki í þokkabót.  Og maðurinn minn var eins á sig kominn.  Hringdum í vinnuna okkar og létum vita.  Það var ekki farið með barnið á leikskólann fyrr en ellefu, maðurinn minn sá um það.  Ég hins vegar náði í strákinn í leikskólann.  Dúðuð eins og norðurpólsfari , í dúnúlpu með húfu,vettlinga  og trefil mætti ég á leikskólann , ekki furða þótt ég hefði á tilfinningunni að það væri horft á mig ( var ekki nokkura stiga hiti?)  Sideways

Hér sit ég nú fyrri framan tölvuna,  í grænum slopp ( úr Habitat, ekki skurðstofuslopp) eins og reytt hæna um hárið, í bleikum náttbuxum og bleikum bol og geri mitt besta til að skrifa lesanlegt blogg.  

Bið að heilsa ykkur í bili kæru vinir Smile

j0092127


Sjáið þið teljarann á síðunni minni?

Er hann horfinn? Eða er sjónin að gefa sig ?  Woundering  Hvað er að gerast, fyrst myndin og nú teljarinn? 


Blautur og skítugur..æ

Ég var að keyra Fjallkonuveg í Grafarvogi fyrir klukkan sex.  Sá dökka þúst á veginum og hélt fyrst að það væri köttur en samt fannst mér það aðeins og stórt til þess.  Þegar ég kom nær sá ég að þetta var rennandi blautur og skítugur hundur.  Æ hvað ég vorkenndi greyinu.  Hann var svo lúpulegur og eymdarlegur þar sem hann stóð á götunni, svo hafði ég áhyggjur af því að  hann yrði fyrir bíl.

309-thumb

Hann var á hinum vegarhelmingnum og var ég að hugsa um að snúa bílnum við og ná í hundinn.  En hvað hefði ég átt að gera við hann? Ég var á leið í vinnu og kötturinn minn hefði nú ekki orðið ánægður ef ég hefði komið heim með hund Tounge, maðurinn minn hefði orðið brjálaður að fá gauðskítugan hund inn ( hann er svo mikill snyrtipinni þessi elska - þs. maðurinn minn) svo eftir smá umhugsun fannst mér  skynsamlegra að hringja í 112.

Ég hringdi og sagði frá hundinum á Fjallkonuveg, og mikið fannst mér ánægjulegt að heyra að þá þegar hafði einhver  hringt og tilkynnt um hundinn og lögreglan var á leiðinni að kíkja á hann. 

Gaman að fólk láti sér annt um dýrin og sé ekki sama.   Þannig upplifði ég þetta.  Og ég vona innilega að hundurinn komist til síns heima , fái gott að borða og hlýtt bæli.    Joyful


Eurovision og Richard Scobie

Var að renna yfir lögin á ruv.is sem verða flutt á rúv næsta laugardag.  Við fyrstu hlustun standa tvö lög upp úr ,

Segðu mér
Lag: Trausti Bjarnason
Texti: Ragnheiður Bjarnadóttir
Flytjandi: Jón Jósep Snæbjörnsson

og ... 

  Ég les í lófa þínum
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Texti: Kristján Hreinsson
Flytjandi: Eiríkur Hauksson

 Þessi lög gripu mig strax!  

Sá að einn flytjandinn næstkomandi laugardag er gamla Rickshaw bomban, hann Richard Scobie!  Gaman verður að sjá hann taka þátt.  Þeir sem ekki muna eftir Rikshaw og Richard Scobie, þá var Rikshaw þó nokkuð vinsælt töffara eighties-band og Richard (Ritchie) heillaði allt sem var í pilsi upp úr skónum.  Enda mjög sjarmerandi strákur Whistling

Ps. ég er búin að gefast upp á að hafa mynd af mér, þær detta alltaf út..Sideways


Skrýtin frétt..

Titill þessarar fréttar finnst mér ansi villandi.."Slasaður eftir árekstur" .  Titillinn gefur í skyn að viðkomandi sé sem sagt slasaður eftir árekstur en ég fékk á tilfinninguna að viðkomandi væri MIKIÐ slasaður.  Svo las ég meira og þá er hann lítilega slasaður - sem betur fer auðvitað en hefði ekki verið réttara að orða fréttina öðruvísi..td.  Minniháttar slasaður eftir árekstur ?

 


mbl.is Slasaðist minniháttar í árekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er stolt af honum Óla.

Flottur kall sem hefur góðan smekk á kvenfólki.  Smile
mbl.is Ólafur og Dorrit par í fyrsta klassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð og djöfullinn..Byrgið.

Ég hitti mann í gær sem var eitt sinn langt leiddur fíkill og útigangsmaður.  Kraftaverk þykir að þessi maður hafi náð sér á strik í þjóðfélaginu og er vel virkur þjóðfélagsþegn í dag.  Ég fór að spjalla við hann um Byrgið sem hann þekkir mjög vel þar sem hann hefur bæði verið sjúklingur þar og starsmaður.  Hann var myrkur í máli þegar hann talaði um hvernig komið er fyrir Byrginu í dag.   Hann sagði að sér þætti mjög vænt um Byrgið , gott hafi verið að vera þar og starfa,  það hafi hjálpað sér og mörgum öðrum og margt fleira hafi hann gott um staðinn að segja. 

Hann segir  " en svo snappar einn maður ....og allt er ónýtt...EINN MAÐUR!"  og svo var á honum að skilja að Byrgið hefði verið miklu meira heldur en bara þessi eini maður sem allt snýst um í dag.   Hann gekk svo í burtu hristandi höfuðið og greinilegt að þetta mál tekur á hann.  

Fyrir nær tutttugu árum síðan starfaði ég við hlið Guðmundar (Byrgismanns) í smátíma.   Þá var hann ekki búin að stofna Byrgið en vann þó í þágu Guðs þarft og gott verk.   Allir þeir sem störfuðu með Guðmundi litu upp til hans, enda kom hann vel fyrir , vann vel og var þess verður.   Á þessum tíma var hann ekki á ríkisstyrk heldur vann  af hugsjón, uppfullur af góðum ásetningi og kærleika í garð mannkynsins.  

Eitthversstaðar hefur hann farið út af sporinu. Því miður.  Því hann er  mannlegur eins og við hin.  Græðgi og girnd eru náskyld fyrirbrigði , sprottin af sömu rótinni.  Rót hins illa.   Eins og öfund og afbrýðisemi.

Gott og illt ..Guð og Djöfullinn.   


Nýju "barna"tækin í Worldclass og ..

ég náði prófinu! Fékk meira að segja 8,5. Og það í lífeðlisfræði! Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu!   Er alveg ofboðslega hamingjusöm.  Rafmagnslaus bíll hvað!        Ég var í allan dag á námskeiði i World Class.  Verið er að opna nýjan tækjasal fyrir börn sem heitir SHOKK.   Sérfræðingur frá Danmörku var með námskeið í þjálfunarfræði barna og kennslu á tækin fyrir okkur þjálfarana.  

Mér líst ofsalega vel á þetta, tækin eru sniðug, sniðin fyrir börn.  Litir eru notaðir til að stilla hæðina á tækjunum.  Og tækin eru öll í sterkum appelsínugulum lit og veggir í sama lit.  Svo verður músík í salnum, börnin geta meira að segja komið með sína eigin diska.  Þetta er fyrir börn 8-14 ára.   

Í dag eru allt aðrir tímar heldur en þegar ég var að alast upp.  Þá fóru krakkar út í Brennó og Yfir.. maður var alltaf úti að leika.   Í dag eru krakkar mikið í tölvunni og flest eiga þau sitt sjónvarp í sínu herbergi.  Flott að fara í ræktina með pabba og mömmu til að þjálfa þol, brenna og lyfta.  Aðgangur í SHOKK er bannaður fyrir fullorðna en pabbi og mamma æfa bara í stóra salnum á meðan ;).  

Hlakka til þegar þetta fer í gang sem á að verða sem fyrst.  


Þar varð bíllinn rafmagnslaus!

Ég var að læra í 11 tíma í gær ef ekki lengur.  Fékk lánaðann fundarsalinn í Laugum og þar var ég í 8 tíma til klukkan níu um kvöldið.  Þegar ég kom út í fimbulkuldann og labbaði að bílnum þá sá ég mér til mikils pirrings að ég hafði gleymt að slökkva ljósin á bílnum. Blush Krossaði putta en það var ekki mikil von til þess að bíllinn væri EKKI rafmagnslaus, búin að standa í 8 stiga frosti með ljósin á í átta tíma..enda reyndist það rétt, vélin tók ekki einn kipp.  Crying.

Hljóp inn í Laugar og spurði hvern þann sem fyrir mér varð,  hvort hann væri með startkapla..en nei enginn með startkapla enda ekki hægt að búast við því, hver notar startkapla í dag?    Í huganum sá ég mynd af sjálfri mér kasóléttri og með lítið barn í bílnum, ýtandi gamla Civicnum í gang og aðra mynd sá ég þar sem ég hélt á startköplum , veifandi bílum í von um að þeir myndu stoppa til að gefa mér start.  Síðan eru liðin svo mörg ár að ég ætla ekki einu sinni að nefna þau..LoL.  Ég get alla vega sagt að "litla barnið í bílnum"  er að verða tvítugur í næsta mánuði Wink.

Ég endaði á því að hringja í Hreyfil að ég hélt ...en "Bæjarleiðir" var svarað.  LoL 'Ar og dagar síðan ég hringdi á leigubíl greinilega. Ja nema það sé búið að sameina þessi tvö fyrirtæki?!     Það var yndislegur maður sem gaf mér start ..ég var líka rosalega fegin að sjá hann því úti var ekkert smá kalt og ég orðin þreytt og lúin.   1.300.- kall kostaði startið en ég hefði fegin borgað 5.000.-..hahaha..svo fegin var ég. 

En ég þarf að fara að láta skipta um öryggi´í bílnum, svo bíllinn pípi til að láta mig vita ef ég gleymi að slökkva ljósin í mælarborðinu.  Geri það í fyrramálið. 


Kattarkonan á Kjalarnesinu, skelfilegt.

Fyrir ellefu árum síðan fór ég með vini mínum í Hafnarfjörð að skoða hóp af kettlingum.  Ég valdi litla læðu úr hópnum, mjög fallega þrílita með "skipt í miðju" hálft andlitið grátt og hitt bleikt.  Læðan var mjög fjörug og þegar hún var um 7 mánaða gömul þá eignaðist hún fyrstu kettlingana sína.  Ég ákvað að eiga einn kettling úr þeim hóp því hann var svo rólegur og yndislegur.  Þann kött á ég enn í dag - hann Simba.  

Þessi læða átti eftir að eignast fjöldan allan af kettlingum, yfirleitt vildi hún eignast þá upp í rúmi hjá mér og einu sinni tókst henni það ..þá vaknaði ég við eitthvað mjúkt og blautt upp við fæturnar á mér , kíkti og þar var kominn fyrsti kettlingurinn.  Læðan mín sem hafði fengið nafnið "Jasmín" ( úr Aladdín) var mjög sérstök og tók ekki hverjum sem er.  Hún treysti mér en hún átti það til að klóra fólk sem ætlaði að klappa henni. Og þar á meðal kærasta minn hann Helga sem er maðurinn minn í dag.  

Helgi var alltaf óöruggur með Jasmín í kringum sig, óhætt að segja að hann hafi verið hálfskelkaður við köttinn, því aldrei vissi maður hverju hún tæki upp á.  Simbi hinsvegar var allt öðruvísi, hann hlammaði sér í fangið á hverjum þeim sem varð fyrir honum  og steinsofnaði!    Þegar Jasmín var 7 ára þá ákváðum við Helgi að kaupa okkur íbúð saman og hefja búskap.  Keyptum íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi í öðru hverfi.  Ég hafði áhyggjur af   Jasmín, því hún var mikill útiköttur og á þessum tíma var hún með fjóra kettlinga.  Simbi var inniköttur svo það var ekkert vandamál með hann.

Við ákváðum að prófa að auglýsa eftir góðu fólki sem gæti tekið Jasmín að sér.  Ég var mjög svartsýn á að það gengi en fljótlega eftir að ég auglýsti þá hringdi kona í mig sem sagðist hafa séð myndina af Jasmín og hún væri alveg eins og köttur sem hún hefði einu sinni átt og sér langaði mikið til að taka Jasmín að sér.  Hún sagðist búa upp í sveit en þó ekki langt frá Reykjavík.  

Ég trúði því varla að ég hefði verið svona heppin að fá gott heimili fyrir Jasmín og það upp í sveit! Konan kom svo með tvö börn með sér að ná í Jasmín og hún vildi taka að sér kettlingana líka..ég átti ekki til orð ..og var mjög þakklát.    Konan var mjög einlæg og virkaði á mig sem góð manneskja.   

Ck. viku seinna var ég stödd rétt hjá þar sem konan bjó og ákvað að kíkja í heimsókn. Enda hafði konan sagt mér að ég mætti koma hvenær sem ég vildi og kíkja á kisu.  

Konan bjó í tveggja hæða timburhúsii, rétt upp við Esjurætur.   Ég bankaði og eftir smá tíma kom konan til dyra og bauð mér inn.  Mér fannst hún hálfflóttaleg og ég hálfsá eftir því að hafa komið  án þess að hringja á undan mér.   Á móti mér kom lítill sætur köttur en þó ekki kisan mín og konan sagðist hafa fengið sér þennan kött líka, því hún hefði alveg fallið fyrir honum.  

Þegar ég kom inn í stofu,  sá ég tvo stóra hunda  og maður sem hún kynnti sem manninn sinn, lá í sófanum.  Ég leit í kringum mig og sé kettlingana og Jasmín sem stóð og hvæsti á hundana.  Ég fékk eitthvað slæmt á tilfinninguna, fannst eitthvað furðulegt við þetta heimili en áttaði mig ekki alveg á því hvað það var.  Konan sagði að Jasmín liði vel, hún svæfi uppí hjá stelpunni sinni sem dýrkaði köttinn.  Ég róaðist aðeins við það.

Síðan ekki söguna meir fyrr en ck. ári seinna en þá er ég að flétta blaðinu og þá sé ég frétt um að fundist hefðu um 36 kettir í húsbíl á Kjalarnesi, sumir dauðir, öðrum varð að lóga og þeir sem voru lifandi voru mjög horaðir og illa haldnir.  Þeir höfðu verið fluttir í Kattholt.  Mér dauðbrá og ákvað að hringa upp í Kattholt til að fá meiri upplýsingar um þetta mál.  Og jú jú það passaði, sú sem átti þennan húsbíl og kettina var einmitt konan sem hafði fengið Jasmín.  Ég titraði af reiði og vanmáttarkennd en það var ekkert sem ég gat gert.  Ekki svaraði konan símanum...ég reyndi að hringja.  

Ég fór hins vegar upp í Kattholt og fékk að sjá kettina sem komið hafði verið með , greyið dýrin, alveg skelfilegt að sjá þau.   En Jasmín var ekki ein af þeim. Og ekki kannaðist Sigga í Kattholti við lýsinguna á Jasmín. 

Ég get ekki lýst því hvað mér leið illa eftir þetta, að hafa látið köttinn í hendurnar á þessari konu.  Mér skilst þó að konan hafi ekki beint verið "vond" við dýrin en eitthvað mjög mikið hafi verið að, og þetta var ekki í fyrsta skipti sem lögreglan hefur haft afskipti af þessari konu og hennar manni varðandi illa meðferð á dýrum. 

Síðan eru liðin um 4 ár og ég er ennþá að kíkja á Kattholtssíðuna ef vera skyldi að Jasmín skyldi finnast.  Hún ætti að vera um 11 ára ef hún er á lífi en það eru næstum engar líkur á því.  

Simbi hefur það alla vega gott , hann er núna á ellefta ári.  

Simbi

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband