Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Er Dilana "á eitthverju" ?

Vá var að horfa á nýjasta raunveruleikaþáttinn og verð að segja að Dilana missir gjörsamlega stjórn á sjálfri sér þar.  Ég fæ alltaf á tilfinninguna þegar ég horfi á Dilönu að hún sé " á eitthverju" kannski vitleysa en þetta er alla vega mín tilfinning. Það gæti líka skýrt stjórnleysi hennar gagnvart sjálfri sér og öðrum.  Það fá allir keppendur rosalega góða dóma eftir nýjasta flutning sinn.  Ég er orðin ansi uggandi um Magna, hef sterklega á tilfinningunni að hann fari heim næst.  Eftir standa frábærir söngvarar/flytjendur og þó að Magni sé alls ekki sístur þá er það bara því miður svo að hann hefur tvisvar verið í botn þremur og ef hann lendir þar í þriðja sinn, þá er úti um hann held ég.  Dilana og Lucas hafa ótrúlega marga aðdáendur, ætli Hreimur reynist  sannspár ?  Í byrjun Rock Star Supernova, sagði hann í blaðaviðtali að það væri pottþétt að Lucas myndi vinna þetta :).

 

 


Magna í úrslit 13. sept!!

Þetta fékk ég sent í tölvupóstiSæl  verið þið .
Málið er að nú er strákurinn "okkar" búin að vera 2 vikur í röð í einu af 3
neðstu sætunum þrátt fyrir frábæra frammistöðu, og það eru afar miklar líkur á
því að verði Magni þar þriðju vikuna sé þetta búið hjá honum. Við viljum öll hjálpa
Magna að komast lengra, helst í úrslitaþáttinn 13. sept.
Til að minnka líkurnar á því að Magni verði sendur heim í næstu viku, verða
allir þeir sem finnst "alveg frábært hvað Magna gengur vel" en hafa aldrei
gefið honum atkvæði sitt, að taka nú  á sig rögg og kjósa
hann.

Atkvæðagreiðslan fer fram aðfaranótt miðvikudaga á milli klukkan 03 - 06:00 um
morguninn.  Næst verður kosið aðfaranótt 30. ágúst .

Nú er ekki hægt að búast við að fólk almennt vaki alla nóttina til að kjósa, en þeir sem á annaðborð vakna um 7 leitið til að fara í vinnu eða skóla,
gætu, án þess að leggja mikið á sig, einum og hálfum tíma fyrr
sest við tölvuna sína, á tæknilandinu Íslandi eru allflestir með tölvu og
nettengingu, og kosið á
http://rockstar.msn.com/ þar er hægt að kjósa eins oft
og maður hefur úthald til og kostar ekki neitt. 

Sérðu í anda íþróttaáhugamenn, sem hefðu tækifæri til að hjálpa landsliðinu í
handbolta t.d. sleppa þvílíku tækifæri til að hjálpa þeim áleiðis !!!!!!!!!
Nú erum við Íslendingar vön að styðja heilshugar við bakið á okkar fólki sem er
að gera það gott á alþjóðavettvangi - svo gott fólk - brettið upp ermar og
hjálpið Magna til að komast í úrslitaþáttinn , nú ef það tekst ekki getum við
ekki sagt að við höfum ekki reynt !!!!!!!!!!!!

Með baráttukveðjum
Magna aðdáandi


Sef ..og það er Pálínu að þakka.

Nei nú er ég aldeilis að svíkja sjálfa mig! Hef ekki bloggað í lengri tíma.  Nú skrifa ég bara athugasemdir á bloggið hennar Pálínu..hahaha ;).  Hún er nefnilega frábær penni og RockStar Supernova fan nm. eitt! Svo þar fær maður allar fréttir beint í æð!  Frábært fyrir fólk eins og mig sem getur ekki vakað yfir þáttunum ..ég þarf að nefnilega að vakna klukkan fimm á morgnanna!

 Talandi um RockStar Supernova, þá er ég auðvitað yfir mig heilluð af ísmanninum okkar eins og fleiri íslendingar. Ótrúleg rödd sem þessi drengur hefur.  Og þetta er góður drengur, það sést langar leiðir. Ekki skemmir það fyrir. Ég vona samt að hann vinni þetta ekki, sé hann ekki fyrir mér með þessum "kálfum" í bandi, en ég er að vona að hann verði í öðru sæti því þá fær hann að "túra" með húsbandinu!  Og þeir eru sko frábærir tónlistamenn! Og svo eru þeir viðkunnarlegir líka, virka heilsteyptir.  Ég held líka að Magni nái vel til þeirra og þeir til hans.  

Í raunveruleikaþáttunum er lítið sýnt af Magna.  Eflaust er það vegna þess að hann er eins og hann er, ekkert vesen, allt gengur vel og fljótt  fyrir sig og hann kann sig vel.  Ábyggilega mjög þægilegur að vinna með.  Það skemmir ekki fyrir honum.  

Nóg í bili kæra fólk:) , kveðja Ester.

 


Aldrei aftur Hiroshima!

Bomban

Í dag er 61 ár síðan bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima.  Í fyrradag rakst ég á "Lifandi vísindi" í vinnunni, og fór að blaða í því.  Í þessu blaði var grein um kjarnorkusprengjuna sem varpað var á Hiroshima, og viðtal við Japanskan lækni sem lifði þessa hörmung af.  Ég las greinina upp til agna og var miður mín eftir lesturinn.  Ég hef séð myndir af sprengjunni og ég hef heyrt ýmislegt um þessa kjarnorkusprengju en ég hef aldrei heyrt eða lesið neitt frá fyrstu hendi um Hiroshima.  

Það sem aumingja fólkið þurfti að upplifa!   Þessi japanski læknir lýsti því mjög vel.  Það var á fallegum degi um áttaleytið að morgni til að sprengjunni var varpað á borgina.   Allt varð grátt. Japanski læknirinn hljóp út í garð heima hjá sér og áttaði sig svo allt í einu á því sér til undrunar að hann var allsnakinn.  Einnig sá hann unga konu með lítið barn og þau voru bæði allsnakin.  Sprengjan hafði brætt fötin utan af þeim.  Fötin brunnu inn í hold fólks. Allstaðar var brunnið fólk, fólk án andlits, lík út um allt.  Hiroshima var jöfnuð við jörðu þennan dag.  Tveimur dögum síðar fór að rigna.  Þetta var engin venjuleg rigning, heldur svört rigning ..rammgeisluð! Rigningin brenndi hold þeirra sem hún snerti og eyðilagði frumur í líkama fólks svo margir fengu krabbamein af þessum völdum.   Það tók á að lesa þetta, og sé ég nú að ég hafði lítla hugmynd um hvað virkilega gerðist í Hiroshima þennan dag.  

Eina nótt
með ilmskúf í dökku hári
og hlátra iðandi holds
lýstur því niður
sem eldingu á hemuð augu:
Við munum grafa ykkur.
Og spyrjandi ratsjáraugum
er horft út í hrímfallið
þangað sem elding Þórs
kveikir kalda loga
og himinn brennur við Hiroshima,
gnýr þruma
við gáttir goða og manna:

Við munum grafa ykkur.

Matthias Jóhannessen. 

 


Úff..keyrði fram á slys í dag ..:(

Hræðilegt!  Var mjög brugðið og einnig fólkinu í bílunum við hliðina á mér.  Það var eins og tíminn stöðvaðist.  Sá að það var fólk komið að sem var að hlúa að hinum slasaða, einn maður var að hringja úr gemsanum sínum, væntanlega á sjúkrabíl.  Ég tók á mig rögg og keyrði af stað því ég var fyrsti bíll á eftir slysinu og fullt af bílum fyrir aftan mig.  Varð að taka krók upp á umferðareyju til að komast fram hjá kyrrstæðum bíl sem stóð á miðjum veginum. 

Nú veit ég ekkert hvernig þetta slys bar að , hvort þetta var bílslys eða eitthvað annað en ætla ekki að lýsa þessu neitt frekar með tilliti til aðstandenda.  Eflaust eru aðstandendur búnir að frétta af þessu núna.   En mér var mjög brugðið. Vona innilega  að þetta hafi ekki verið alvarlegt. 


Tilgerðarlegur Rock Star Supernova ?

Supernova

Var búin að ákveða að vaka og horfa á Rock Star Supernova í gærkvöldi. Ég vakna klukkan fimm á morgnanna svo þetta var ansi stór fórn að færa fannst mér. En svo rofnaði útsendingin þegar Dana var að syngja "House of the rising sun" og ég varð ekkert smá fúl.  Fylltist vanmáttarkennd að geta ekki haft áhrif á bilunina.

Ég sofnaði  yfir sjónvarpinu á meðan ég var að bíða eftir að útsendingin kæmi á aftur og vaknaði stuttu síðar við að það var eitthver þáttur að byrja og mér fannst eins og þetta væri framhald af Rock Star Supernova. En skyldi ekkert í því að ég kannaðist ekkert við fólkið sem var að keppa. Fullt af nýjum andlitum og eitthvað tilgerðarlegt við þáttinn. Ákvað því að horfa aðeins á þetta svo ég missti nú ekki af neinu.

 Var komin nokkuð vel á veg inn i þáttinn, þegar það rann upp fyrir mér  að þetta var bara hreint ekki Rock Star Supernova sem ég var að horfa á, heldur einhver endursýndur gamanþáttur á Skjá einum!  Gáfnaljósið ég, rauk upp og slökkti á sjónvarpinu, slökkti ljósið, skreið undir sæng og steinsofnaði í hausinn á mér. :Þ 

 

Áfram Magni, Dilana og Storm!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband