Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Á kosningardaginn fór ég á Esjuna.

Oo Esjan er svo falleg

Jamm, ég lét loks vera að því , klifraði upp á Esjuna á kosningadag. Svindlaði mér með  extreme-hópnum frá World Class ;).  Við fengum frábært veður og ég var að sjálfsögðu allt of mikið klædd, í sokkabuxum, þykkum íþróttabuxum, ullarpeysu og úlpu. Ég var meira að segja með vettlinga!  Fyrst fuku vettlingarnir og síðan úlpan.  Við tókum þetta létt, örkuðum þarna upp á nokkuð góðum hraða , fórum meira að segja útaf stígnum efst uppi og fórum brattari leið upp á topp.

Erfiðasti en jafnframt skemmtilegasti hlutinn voru klettarnir efst uppi.  Skýtið, ég finn ekki fyrir lofthræðslu á fjöllum, ég sem hélt að ég væri svo lofthrædd.   Mikið ofboðslega var fallegt útsýni uppi á Esjunni!  Ótrúlega falleg sjón að horfa yfir borgina.   Við ætluðum ekki að tíma niður aftur eftir að hafa arkað alla leið upp.   En svo hlupum við niður Esjuna, já alla leið niður.  Það voru þung síðustu skrefin, fæturnir ætluðu varla að bera mig.  

Ég og ein sem  vinnur í WC ákváðum svo  að fara Esjuna á hverjum laugardegi í allt sumar.  Þetta er nefnilega  frábær leið til að þjálfa upp þolið.  Og svo er þetta bara svo ótrúlega skemmtilegt og hressandi. 

Í dag er ég með heilmiklar harðsperrur í lærum og kálfum sem fara versnandi. Miða við fyrri reynslu þá veit ég að harðsperrurnar verða verri á morgun ...úff..en þetta var þess virði!    


Hvað á ég að kjósa ?

Það verður að viðurkennast að ég hef ekki hugmynd um hvaða stjórnmálaflokk ég á að kjósa.  Ég er búin að prófa að svara spurningunum á afstaða.is en ég er samt engu nær.  20% hlynnt þessum, 20% hlynnt hinum...osfr.  Ég veit hvað ég vil og vil ekki,  og það sem ég vil , vill flokkurinn og það sem ég vil ekki , vill flokkurinn líka.  Það hringsnýst allt í hausnum á mér.  Stefna Framsóknarflokksins er nokkuð lík mínum skoðunum sýnist mér.  Þó er ýmislegt á stefnuskrá Samfylkingarinnar sem mér líkar ótrúlega vel.  Sjálfstæðisflokkurinn höfðar líka nokkuð til mín.  Ég hef aldrei verið mjög pólítísk manneskja en ég hef þó alltaf nýtt mér kosningarétt minn.   Í þetta sinn er ég ansi hrædd um að blaðið verði autt.  En svo get ég auðvitað kosið fólkið.   

Æ hvað Unnur Birna datt illa!

Sátum í sófanum fjölskyldan að horfa á fegurðarsamkeppnina.  Allt í einu rennur alheimsfegurðardrottningin  á gólfinu og datt ekkert smá illa (virtist vera)   - alveg kylliflöt og kórónan féll!  Maðurinn minn hljóp inn í herbergi, upp í rúm og hvarf undir sæng hlægjandi og unglingurinn hrundi í gólfið í hláturskasti.  - Usssssss - sagði ég , hún datt og meiddi sig, hvurslags eiginlega er þetta að hlægja svona að óförum annara. 

En þetta eru víst alveg eðlileg viðbrögð, að sjá aðra detta kemur fólki til að hlægja , það kemur ekkert manngerðinni við. 

  En æ hvað ég vorkenndi aumingja stelpunni, þetta var auðvitað hrikalegt.  Hún gæti alveg  sótt skemmtistaðinn  til saka fyrir þetta.  Við vitum að það yrði pottþétt gert í Ameríku!  En hvað var eiginlega á þessum gólfbletti sem fékk fólk til að hrasa eða detta kylliflatt?  

Ég vona svo bara innilega að Unnur Birna hafi ekki meitt sig, alla vega bar hún sig vel þegar hún krýndi nýju drottninguna.  Og nú er komin ný Ungfrú Ísland.

Til hamingju Sif!   

 Viðbót:    Hjúkk, UB er búin að blogga og hún er óbrotin.  Eins og hún segir sjálf þá er "fall fararheill" og ég er viss um að það á við í hennar tilviki.  Frábær stelpa hún Unnur Birna sem lætur þetta fall ekki á sig fá, enda verða allir búnir að gleyma því á morgun.

Og innilega til hamingju með afmælið Unnur Birna :)) 


Ég er "eurovision" barn.

LORDI

Ég ólst upp sem "eurovision" barn.  Mikil stemning hefur alltaf verið fyrir söngvakeppninni á mínu heimili.  Fjölskylda mín er mjög músíksinnuð og oftar en ekki er sungið og spilað á mannamótum í fjölskyldunni.  Þó er bróðir minn sá eini í fjölskyldunni sem er starfandi tónlistarmaður.  Ja reyndar er hinn bróðir minn í starfi tengdu tónlist.   Ég var meira í dansinum en fæ útrás fyrir söngvarann í mér í partýum og "það var lagið" með Hemma Gunn á laugardagkvöldum , lengra nær það víst ekki. 

Það er því kannski ekkert skrýtið að ég fíla söngvakeppnina í tætlur.  Var engan veginn sátt við að senda skrípaleik til Aþenu, mér finnst að taka eigi þessa keppni alvarlega.   Því var ég alveg sátt við að við komumst ekki upp úr undanúrslitunum.  Ég vildi senda Regínu Ósk til Aþenu, lagið sem hún flutti er nefnilega lag sem hefði alla vega komist í úrslit. 

Og nú er sigurinn ljós - Finnar unnu og ég er hamingjusöm eins og við hefðum unnið keppnina!  Mér finnst lagið þeirra æðislegt, þetta er megagott lag og textinn er meira að segja í lagi.  Ég er líka rosalega ánægð með að Rússland hafi orðið í  2. sæti, fannst það lag heillandi og flott. 

  Hard Rock Hallelujah
original English lyrics

music & lyrics: Mr Lordi
arrangement: Lordi
performer: Lordi

Hard Rock Hallelujah!
Hard Rock Hallelujah!

The saints are crippled
On this sinners? night
Lost are the lambs with no guiding light

The walls come down like thunder
The rocks about to roll
It?s the Arockalypse
Now bare your soul

All we need is lightning
With power and might
Striking down the prophets of false
As the moon is rising
Give us the sign
Now let us rise up in awe

Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
Demons and angels all in one have arrived
Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
In God?s creation supernatural high

The true believers
Thou shall be saved
Brothers and sisters keep strong in the faith
On the day of Rockoning
It?s who dares, wins
You will see the jokers soon?ll be the new kings

All we need is lightning
With power and might
Striking down the prophets of false
As the moon is rising
Give us the sign
Now let us rise up in awe

Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
Demons and angels all in one have arrived
Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
In God?s creation supernatural high

Wings on my back
I got horns on my head
My fangs are sharp
And my eyes are red
Not quite an angel
Or the one that fell
Now choose to join us or go straight to Hell

Hard Rock Hallelujah!
Hard Rock Hallelujah!
Hard Rock Hallelujah!
Hard Rock Hallelujah!

Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
Demons and angels all in one have arrived
Rock ?n roll angels bring thyn hard rock hallelujah
In God?s creation supernatural high

Hard Rock Hallelujah!


Ég er foxill - Vinsamlegast kíkið hér!

Þetta finnst mér  hámark ósvífninar! Ég bókaði ferð til sólarlanda með Heimsferðum þann  9. mai sl. og var búin að fá uppgefið fast verð.   Borgaði um 50.000.- i staðfestingargjald.  Fæ svo bréf frá Heimsferðum í dag .. eitthvað að ég verði að borga ferðina sex vikum fyrir brottför...blablabla.. en það sem stendur næst fær mig til að gapa af undrun.  

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ VEGNA LÆKKUNAR Á GENGI ÍSLENSKU KRÓNUNNAR, HEFUR FERÐ ÞÍN HÆKKAÐ UM 9%

 

 Ég er að sjálfsögðu ekki sátt við þetta svo ég fór á heimasíðuna hjá  Heimsferðum og sá þetta:

7. apríl 2006
Gengisbreytingar

Þann 21. apríl s.l. hækkuðu Heimsferðir verð á ferðum í sumar, þ.e. ferðum frá og með 17. maí, um 12%. Hækkunin er til komin vegna mikillar lækkunar íslensku krónunnar undanfarnar vikur gagnvart helstu erlendu gjaldmiðlum. Gengislækkun krónunnar gagnvart evrunni frá útgáfu sumarbæklinga í janúar og fram til 19. apríl var um 32%.

Hlutdeild erlendra gjaldmiðla í verði hverrar ferðar er á bilinu 70-75% og nemur kostnaðaraukning á ferðum frá útgáfu sumarbæklinga við slíka breytingu á genginu því um 21%. Til að koma til móts við viðskiptavini okkar var sú ákvörðun tekin að hækka ferðirnar ekki nema um 12% og því taka Heimsferðir á sig umtalsverðan hluta hækkunarinnar.

Á liðnum mánuðum hafa Heimsferðir tekið á sig mikinn kostnaðarauka vegna ferða í vorbæklingi og lengi vel á ferðum í sumarbæklingi. Eftir miklar breytingar á síðustu vikum var hins vegar ljóst að ekki var hægt að halda slíku áfram og því var sú óhjákvæmilega ákvörðun tekin að hækka verð frá og með 21. apríl.

Haustbæklingur okkar kom seinna út en sumarbæklingurinn og höfum við haft svigrúm til þess að lækka þau verð aftur í ljósi þess að krónan hefur verið að styrkjast aðeins undanfarið. Því létum við helming þeirrar 12% hækkunar sem sett var á ferðir skv. haustbæklingi ganga til baka, þ.a. hækkun haustferða er 6%.

Það er ljóst að verðhækkanir sem þessar eru engum gleðiefni en jafnframt er ljóst að þegar gengi krónunnar lækkar svo mikið eins og reyndin er nú eru verðhækkanir óhjákvæmilegar til að mæta þeirri miklu kostnaðarhækkun sem breytingin hefur í för með sér.

Vert er að benda á að ákvörðun Heimsferða er tekin í fullu samræmi við gildandi skilmála um kaup ferða, þar sem verð ferðar sem ekki er að fullu greitt er háð gengisbreytingum sem kunna að vera frá því ferðin er keypt og þar til hún er að fullu greidd.

----

Þeir tala um að hækka ferðirnar frá og með 17. mai en þar sem ég kaupi ferðina mína 9 mai með lægra verði og er ekki búin að borga ferðina að fullu þá á ég að taka þátt í gengisbreytingunni með því að borga 9 % hærra verð! Djöfull...og maður er ekkert varaður við eða neitt! Að sjálfsögðu hefði ég greitt ferðina að fullu fyrir 17 mai ef ég hefði vita af þessu!!
 

Er eitthvað sem ég get gert ??  Vill einhver please kommintera sem hefur vit á þessu?! 


"Fullorðinn maður stöðvar bíl sinn til að tala við litla stelpu?! "

 Maðurinn minn var að keyra götu í Grafarvoginum um daginn þegar hann sér litla grátandi stelpu út við vegarkantinn.  Hann ætlar að fara að stöðva bílinn hjá henni og spyrja hvort það sé ekki allt í lagi, jafnvel keyra hana heim en allt í einu laust þeirri hugsun niður að það myndi alls ekki líta vel út ef hann gerði það.

"Fullorðinn maður  sem stöðvar bíl sinn til að tala við litla stelpu?" ...nei lítur ekki vel út á þessum tímum.   Þannig að hann ákveður að stoppa ekki, og keyrir áfram.

Honum fannst þetta leiðinlegt þar sem hann er góðmennskan uppmálið og honum fannst óréttlátt
að eflaust eru allir settir undir sama hattinn þegar að kemur að litlum stúlkum.

En hvað hefði hann átt að gera?  Taka sénsinn á því að vera ekki tilkynntur til lögreglu eða keyra framhjá eins og hann gerði?

Ég skil hann svo sem vel.

"Dýr" áfengismeðferð!

Einu sinni heyrði ég að áfengismeðferð fyrir hvern einstakling kostar 600.000.- og það eru nokkuð mörg ár síðan ég heyrði það.  Því finnst mér skrýtið þegar að ónefndur maður sem segir sjálfur að hann hafi ekki haldið sig eiga við áfengisvandamál að stríða , slær því upp að hann ætli í áfengismeðferð af því hann tók ekki ábyrgð á sjálfum sér og keyrði drukkinn á ljósastaur.  Bara  sísvona , svipað eins og ef hann segðist ætla út í bakarí að kaupa  vínarbrauð þótt ekki teldi hann sig vera sykurfíkil. Jú hann vill ólmur sanna og sýna fyrir fólki að hann iðrist gjörða sinna og það er fínt, en mér finnst sorglegt að fólk geti bara hoppað í rándýra meðferð á dramantískan hátt til þess að iðrast fyrir alþjóð. Oft hefur verið sagt að alkinn noti alkaholisman sem  afsökun á gjörðum sínum en það á ekki einu sinni við í þessu tilviki. 

Ekki misskilja mig, ég er fylgjandi því að fólk taki ábyrgð á sínu lífi og fari í áfengis/vímuefnameðferð en mér finnst alltaf skrýtið þegar að fólk notar áfengismeðferð sem skálkaskjól.  Svolítið svipað og konan sem notaði áfengismeðferðina sem heilsuhæli  eftir mánaðarlanga drykkjutúra þar sem hún var gjörsamlega búin á líkama og sál.  Og þegar að leigubíllinn sótti hana á Vífilstaði , þá lét hún leigubílstjórann keyra sig beint í ríkið. 

 En kannski er hann alki eftir allt saman, það er alltaf erfiðast að viðurkenna fyrsta skrefið, svo ég tali nú ekki um fyrir framan alþjóð. 

 

 


Ísdrottningin.

Núna langar mig að segja ykkur frá bók sem ég var að klára að lesa.  Hún heitir "Ísdrottningin" og er  eftir sænskan höfund. Söguefnið er sótt til lítils bæjar í Svíþjóð ( fæðingarbær höfundar).  Falleg myndlistakona finnst skorin á púls í baðkari sumarhúsinu sínu í bænum, frosin föst í vatninu í baðkarinu , hárið kleprað af ís og storknað blóð út um allt.  Ung kona ( aðalsöguhetjan) sem er gömul vinkona þeirrar látnu flækist óvænt inn í morðmálið ( því þetta reyndist vera morð) og fer hún að rannsaka málið á eigin spýtur og þar sem hún er rithöfundur ákveður hún að skrifa bók um þessa vinkonu sína sem fannst látin. Enda þegar kafað var dýpra í líf vinkonunar látnu, þá reyndist líf hennar vera hulið miklum leyndardómum.   Allskonar gömul mál koma upp á yfirborðið og úr verður hin besta lögreglusaga.   

Ég var ánægð með bókina, hún er skemmtilega skrifuð og ég gat varla látið hana frá mér.  Reyndar var farið soldið úr einu í annað, smá ruglingsleg á köflum og stundum varð ég hálfþreytt á henni, en ég lagði bókina þó ekki oft frá mér.   


Smart litli rann úr stæðinu !!!!

Smart litli

Ég er komin á æðislegan bíl!  Hann er rauður og svartur..blæjubíll og pæjubíll,  pínulítill og ferlega sætur. Geggjað að keyra hann! Fæ að hafa hann í fimm vikur á meðan Mangó er í fríi. En hann hefur sjálfstæðan vilja, komst að því í dag. Hann ákvað að færa sig sjálfur úr stæðinu til að kyssa stóran Avensins á rassinn..og skyldi að sjálfsögðu eftir  rispu bæði á sér sjálfum og á hinum bílnum.  Smartbíllinn - já hann heitir það - er nefnilega mjög léttur. 

'Eg hefði getað svarið að ég setti hann í handbremsu í morgun, hann er nefnilega hálfsjálfskiptur og enginn parkgír á honum, og eitt finnst mér mjög skrýtið, að hann var búin að standa á stæðinu síðan fyrir klukkan tíu í morgun og svo gerist þetta á milli 16:30 og 17:00!  En það þýðir ekkert að spá í því. Þetta er búið og gert.  Eigandi hins bílsins tók þessu mjög létt, var þvílíkt almennilegur og þetta var bara ekkert mál.  Eigandi Smartbílsins og vinnuveitandi minn var heldur ekkert að æsa sig yfir þessu, tók þessu bara  mjög rólega með miklu jafnaðargeði....ég var sú eina sem hefði þurft áfallahjálp, ég var jú á bílnum í morgun og þetta var fyrsti dagurinn minn á honum.  Samt er þetta eitthvað svo týpískt ég og mín seinheppni.  En þetta kemur örugglega ekki fyrir aftur ...nú verður Smart litli settur í algjöra gjörgæslu. 

Og mikið rosalega er gaman að keyra Smart litla. Hann er þvílíkt sprækur þótt hann sé pínulítill, næstum eins og ég ímynda mér að sé að keyra mótorhjól. Alla vega sá bíll sem kemst næst því.      Ég horfi á hann út um gluggann í þessum skrifuðu orðum, þarna stendur hann lítill og sætur í stæðinu sínu, kyrfilega settur í handbremsu og harðlæstur að sjálfsögðu.     Hann verður svo "massaður" í næstu viku..þá sést rispan ekki neitt.   :D


Óheiðarleiki

Ég ætlaði að skrifa um bækur en mig langar frekar til að blogga um það sem mér er efst í huga núna...  "heiðarleika" eða réttara sagt "óheiðarleika".  Aldrei virðist ég ætla að læra af reynslunni varðandi það að treysta fólki í blindni! Eflaust er það af því að ég vil frekar trúa á það góða í fólki og einnig að ekki  finnst mér rétt gagnvart hinum heiðarlegu að vantreysta öllum.  Samt er það svo að það kemur sjálfri mér um koll að lokum. Ég þarf að hlúa betur að sjálfri mér.   Það geri ég m.a. með því að hætta að treysta hverjum einasta manni í blindni. 

Ég hef lent í því tvisvar undanfarið að vera svikin og bæði skiptin varða viðskipti.  Og í bæði þessi skipti hafa viðskiptin farið fram í gegnum netið. Fólk getur verið ótrúlega ósvífið þegar að viðskipti fara ekki fram auglitis til auglitis.. heldur andlitslaust.    Og  þegar skellurinn kemur...sárnar mér það alltaf jafnmikið ...ef ekki meira.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband