Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006

Shit..linsuvökvinn minn veldur blindu!

Ég hef fengið slæma hornhimnubólgu, ætli það sé tilviljun?  'Eg hef fengið mjög slæmar sýkingar í augun, ætli það sé tilviljun?  .....pottþétt ekki, en það er svo sem ekkert víst að RENU linsuvökvinn hafi valdið því.  Ég hef ekki alltaf notað hann. En pottþétt að það viðkemur linsunotkun. Mamma notar gleraugu og hefur gert frá unga aldri og aldrei hefur hún fengið augnsýkingar. Ég hins vegar hef notað linsur frá unga aldri og hef alla vega 7 sinnum fengið sýkingar.  Þetta veldur mér smá áhyggjum, líka af því að sjónin mín hefur breyst svakalega undanfarin ár og til hins verra.  

Nóg um það.  Helgi minn er á leiðinni frá Egilsstöðum , það verður gaman að sjá hann, maður vennst þessum köllum helv. vel nefnilega Koss.  Ég er núna búin að vera á leiðinni út með Olla og nýja hjólið hans í tvo tíma, ég er að drepast úr "nenniekkineinusyndrome"..úff.   ER ekki nógu ánægð með litinn á hárinu á mér, var að setja skol yfir það áðan og er ennþá ekki ánægð.  Ég er haldið fullkomnunaráráttu dauðans, hætti ekki fyrr en liturinn er orðinn flottur en þá er hárið eflaust dottið af vegna of mikillar tilraunastarfsemi Fýldur.  Langar að skreppa í Kringluna á eftir og geri það eflaust, skoða föt og fara á kaffihús, dreg Helga með mér þegar hann kemur að austan, ætla núna að drífa mig út með Olla ..sjáumst hress :). 


Lestu blogg "ófrægra" ?

Hvað er það sem kemur ókunnugu fólki til að lesa bloggið manns?  Afhverju skyldi maður opna eitthvað blogg frekar en annað ?  1.) ...Ef "fræg" manneskja á í hlut..jú manni langar nú soldið til að forvitnast um þá manneskju.  2.) Ef fyrirsögnin er sláandi eða forvitnileg, það kemur manni líka til að lesa.  En langar eitthverjum til að lesa blogg hjá ófrægri venjulegri manneskju með ómerkilega fyrirsögn í blogginu sínu eins og :  - Daddi náði í Þormar í leikskólann , eða - Fór til háls nef og eyrnalæknis eða - Keypti ýsu í matinn.. nær þetta athygli fólks?  Ég viðurkenni að ég opna helst ekki bloggsíður ókunnugra nema fyrirsögnin nái athygli minni og oft tekst fólki mjög vel til.  Hvað ætti ég td. að hafa í fyrirsögn á þessu bloggi til að það nái athygli sem flestra svo sem flestir lesi bloggið mitt ..hm.. hvað skyldi verða fyrir valinu Saklaus Koss Sjáum til... 

Bjáluð stemning og kjóll eins og Heather Mills var í !

Þvílík stemning í vinnunni!  Það mætti halda að við værum að fara til köben á morgun en ekki eftir tíu daga.  Rosastuð í worldclass, allir svakahressir.  Kalli þessi elska, var á fullu að búa til skemmtiatriði, taka upp á vídeó og fleira, hvar værum við án Kalla!  Stærstu vandræði mín núna er svo í hverju ég á að fara á árshátíðina, er búin að skanna alla Smáralindina og finn ekki neitt!   Ég er nefnilega með kjól í huga sem Heather Mills konan hans Paul Mcartneys var í á eitthverri mynd í eitthverju blaði ..kjóllinn sem mig langar í á að vera ákkúrat þannig eða alla vega í stíl við hann.  Ég veit... þetta gæti verið einfaldara Skömmustulegur, maður finnur auðvitað ekkert ef maður hefur svona að leiðarljósi.  

Helgi minn hringdi svo frá Reyðarfirði..hann og annar úr vinnunni hans voru sendir þangað með flugi í dag að laga eitthvað klúður og þá var bara allt í ólestri,  allir að fara í sumarfrí, og þeir voru ekki einu sinni með gistingu!  Miklu meira verk heldur en þeir héldu..ji ætli þeir verði ekki bara að eyða megnið af páskunum þarna! nei vonandi ekki, en þeir urðu alla vega að seinka fluginu heim þangað til seinni partinn á morgun.  Svo ég er grasekkja á meðan.  Ætla að hafa það sem best með strákunum mínum í kvöld.   

Fór í Bónus áðan..ó mæ gosh ..hvað það voru margir þar , greinilega allir á sama tíma að versla.  Engin laus grind til svo ég varð að taka körfu og tróð hana fulla en gat ekki keypt eins mikið og ég ætlaði mér.  Enda greinlega á því að leita að eitthverri búð sem er opin á föstudaginn langa.  Fýldur

Nóg í bili , Mamma hans Patreks er komin með Olla, verð að fara til dyra ;) sí jú leiter.  


Kræst....klukkan er bara 05:20 !

Þetta er óguðlegur tími til að vakna á !  Klukkan fimm að nóttu.......en ég verð að hunskast á lappir   því ég á að mæta í vinnuna klukkan sex.   Upp í Spöng núna því Nonni frændi ( Jón Arnar, aldrei kallaður annað en Nonni frændi af tengdafjölskyldunni) er erlendis.  En svo fer ég niður í Laugar klukkan níu - tíu.  Sýnist að það hellirigni úti, það er þó skárra en frost og snjór!  Æ hef bara ekkert að segja enda andlaus með endæmum á þessum tíma dags!  Gúdd bæ. Hlæjandi


AFMÆLISVEISLA!

Afmæliskaka
LOKSINS LOKSINS hefur hlýnað úti !!    En það á víst að hellirigna seinnipartinn sagði skemmtilega veðurkonan í gær Saklaus   Í dag verður haldið upp á afmælið hans Olla, litla barnið mitt er orðið fjögurra ára gamalt!  Reyndar á hann afmæli á morgun en veislan verður sem sagt í dag.  Læt fylgja með mynd af kökunni sem við Olli skreyttum saman í gær :).  SKrifa meira í kvöld ..bæjó! 

Svona byrja kjaftasögurnar....

Á vissri netsíðu er verið að tala um hvað Hildur Vala er orðin horuð, ekki orð um hvernig hún söng, bara að hún sé að detta í sundur með allt of mjóa handleggi, jón taki þetta allt til sín ..ofl ofl.  Ekki jákvætt umtal það.    Jú Hildur Vala hefur grennst , það fer ekki á milli mála , en mér finnst hún ekki of grönn neitt.  Bara rosafalleg stelpa sem hefur grennst.  Alltaf ljótt þegar að byrjað er að tala opinberlega um annað fólk á leiðinlegum nótum. Fýldur

En í annað ,  Vá hvað maður getur spennt sig yfir þessu Idoli!   Hélt fyrst með Alexander, svo þegar hann datt út  þá með Ínu ..svo  með Snorra...svo aftur með Ínu ..og núna í síðasta þættinum vissi ég ekkert í hvort fótin ég átti að stíga..hvorum hélt ég eiginlega með....fannst Þau bæði góð, en Snorri heillaði mig mig heldur meira, hann á líka svo sæta konu og fallega stráka..já Snorri var búin að bræða mig og ég varð ROSALEGA ánægð með úrslitin Hlæjandi.  

 


Yngra fólk < eldra fólk, fuglaflensan og góður matur.

&#39;Eg er soldið að velta fyrir mér þessa daganna afhverju sumt ungt fólk sýnir eldra fólki litla sem enga virðingu ?  Ég var að tala við eldri konu um daginn sem sagði að það væri algengt að sér væri sýnd lítil sem engin virðing af yngra fólki.  Hún sagði að ég ætti eftir að sjá það meira og meira eftir því sem að ég eltist.  Ég varð svolítið hissa á því að heyra þetta.  

Sjálf hef ég alla tíð borið virðingu fyrir mér eldra fólki, alltaf verið kurteis við eldra fólk og geri mér far um að vera það.  Gamla fólkið var einu sinni ungt, vann hörðum höndum og hefur lifað tímanna tvenna.   Allir eiga eftir að eldast og líka þetta yngra fólk sem sýnir eldra fólki óvirðingu.   Kannski á það eftir að sannast sem sagt er að á endanum fái maður allt saman aftur í bakið.    Leitt fyrir þá sem standa sig illa í dag gagnvart sér eldra fólki.

Annars átti ég ágætis dag, borðaði reyndar yfir mig í hádegi á Café Laugum því það var svo rosalega góður matur á hlaðborðinu hjá honum Loga.  Lambaprime - sem er framhryggurinn af lambinu, auk meðlætis.  Svalur

Fuglaflensan er víst á leiðinni með farfuglunum , það er talið víst. Eins gott að alífuglabændur fari eftir þeim reglum sem þeim eru nú settar, svo allt fari nú ekki á versta veg. En það er þó ekki tímabært að fara á límingunum, best að taka þessu með stakri ró sem komið er, þótt þetta séu auðvitað alvarlegar fréttir.   


Styrkja og stinna læri ..frábærar æfingar fyrir þessi svæði!!

   Átti að vera í Spönginni en var kölluð niður í Laugar til að hjálpa til með  hóp af krökkum sem voru að koma að skoða stöðina  æfingar frá skóla úr borginni. Byrjaði í Spönginni , fór svo í Laugar og endaði í Spönginni.  Skemmtilegur dagur, krakkarnir voru skemmtilegir og áhugasamir.  Stuð í vinnunni alltaf hreint Glottandi, munur að vera í vinnu sem maður hefur gaman af  

Nú er ég   að þjálfa utanverða lærisvöðva auk lærisvöðva að aftan.

Er með þrusugóðar  æfingar fyrir þessi svæði.

Á brettinu: 8-11 % halla á brettið , 7-7,5 í hraða , halda í handfangið með höndunum og virkilega reyna á fætur - spenna spenna - í 30-40 mín.  Og svo auðvitað worldclass rás 1 . í botn!!              Tekur á aftanverðum lærum og rassi auk þess að styrkja mittið.

Hliðarlyftur frá líkama f. lærvöðva í þartilgerðu tæki :  15-20 lyftur með 25 kg 2x2.

 


Hvernig væri að drífa sig af stað ????

RISE AND SHINE!! Á lappir með þig , borða hafragrautinn og taka lýsið!  Svalur ..mátti reyna það, er voðalega hæææg, gæti alveg hugsað mér að leggjast upp í aftur, þarf nefnilega ekki að mæta í vinnu fyrr en í hádeginu.   En Olli þarf að komast í leikskólann, má ekki klikka á rútínunni.  Samt er rosalega freistandi að hafa hann bara heima þar til ég mæti í vinnuna Saklaus .  Hvernig væri að drífa sig af stað, fara með Olla á leikskólann, mæta í ræktina og æfa, verst hvað þetta vex mér í augum í dag.  Stundum er nefnilega svo gott að gera ekki neitt.  Eflaust er það nauðsynlegt líka , bara að passa að það sé ekki svoleiðis á hverjum degi.. þá kallast það víst leti.  Skrifa meira í kvöld, eigið góðan dag :). 

Stemning :D

Það er rosastemning fyrir árshátíðinni sem verður í Köben 21. apríl! Hrikalega hlakka ég til að fara.  Gistum á 5 stjörnu hóteli í tvær  nætur, þar sem er sundlaug, tækjasalur ofl. Höfum alveg tvo og hálfan dag til að versla Gráðugur. Hehe..æ verð að passa mig, ætla alla vega að fara í H&M og búðir sem eru ekki til hér. 

En hrikalega ógeðslega var kalt í morgun ....brrrrrrr...fór í þykkustu úlpu sem ég fann og peysu innan undir, samt var mér kalt!  Var rosadugleg, mætti fyrr og fór á hlaupabrettið í 35. mínútur. Rosagott að hreyfa sig þegar maður er nývaknaður.   Hef svo sem ekki mikið að segja, er alveg andlaus, skrifa meira síðar Hlæjandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband