Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Tannverkur dauðans!

Ég fór til tannlæknis í dag.  Taka tvö í að reyna að drepa rótina, svo hægt sé að klára verkið og fylla upp í.  Tannsi hjakkaðist í tönninni í einn og hálfan tíma, með nálar ofan í rótargöngin Sick. Deyfingin fór úr cirka 2-3 tímum síðar og ég ætla ekki að reyna að lýsa verknum sem ég fékk þá í tönnina. Næstum verra en að eiga barn! 

Ég var algjörlega viðþolslaus, þoldi ekki einu sinni hljóðið úr sjónvarpinu, gat ekki talað eða svarað þegar talað var við mig...aldrei lent í öðru eins!  Ég tók tvær Paratabs og tvær Ípúfen og fór svo inn í rúm þar sem ég kvaldist þar til leið yfir mig á koddanum. 

Já því ég steinsofnaði svona líka fast í tvo tíma.  Þegar ég vaknaði var ég skárri en þó ekki góð.  Og þegar líða tók á kvöldið fann ég að verkurinn var að koma aftur, gleypti sama skammt af töflum því ekki get ég hugsað það til enda ef verkurinn kemur aftur.  Og fyrir þetta borgar maður marga marga þúsundkalla og ekki er allt búið enn......ekki nema von að maður slugsi að fara til tannlæknis.

  En svo er þetta að sjálfsögðu ein hringavitleysa því ef ég hefði farið fyrr til tannsa hefði ekki þurft að drepa rótina osfr.   Svo eflaust..þegar upp er staðið, get ég engum kennt um nema sjálfri mér.  

 


Jólin '06

Ekkert smá mikiðÞetta voru yndisleg jól. Ég er að springa eftir annan í hangikjöti og kvíði því að mæta í vinnu í fyrramálið.  Og við erum komin í hóp þeirra sem "eiga allt" svei mér þá!  Þvílíkt flottar gjafir sem við fengum.  Börnin fóru sko ekki í jólaköttinn, allir eiga nóg af fötum eftir þessi jól.  Ég er búin að vera með samviskubit í dag að gera hreint EKKERT..svo erfitt að ná sér niður eftir mikið stress fyrir jólin. Er að lesa eina jólagjöfina núna.. "Sér grefur gröf" eftir Yrsu, varð ekki fyrir vonbrigðum, skemmtilega skrifuð bók.   Vona að allir hafi það jafn gott um jólin eins og ég og séu sáttir og ánægðir.  

Kveðja, Ester.


Á þorláksmessu'06

Vorum að koma af Laugaveginum og það rættist heldur betur úr veðrinu! 
Yndislegt veður, gerist vart betra. 6-7 stiga hiti og nánast logn, á dauða mínum átti ég
von frekar en þessari stillu eftir það sem hefur gengið á undanfarið hjá veðurguðunum. 
Tók með mér myndavélina svo það voru teknar nokkrar myndir. 
Ég gat klárað að kaupa jólagjafirnar svo nú getur maður farið að anda rólega, slakað á og jafnvel búið til ís eða bakað. 

Gleðileg jól gott fólk. 
Jólakveðja
Ester

 


Jólagleði WorldClass og fl.

Um síðustu helgi var Jólagleði World Class haldin í Laugum. Ég var í skemmtiatriði sem mætti kalla "stóladans " ( ekki súludans) og kom það á óvart því enginn átti von á þvíHalo. Sloppur fékk að fjúka og svo skyrta og þá var ekkert eftir nema..já sjáið bara sjálf..hehe Devil. Mjög skemmtilegt kvöld. Svo var haldið niður í bæ, nánar tiltekið á Oliver, en ég hefði betur sleppt því og farið beint heim því það hallaði á gleðina um leið og komið var niður í bæ.  En það er stundum svo erfitt að hætta þegar gaman er.  Maður lærir sjaldnast af fyrri reynslu.  

Þessi vika er búin að vera annasöm, finnst ég varla hafa hugsað heila hugsun þessa vikuna.  Eftir vinnu hvert kvöld hef ég haldið í Kringluna eða Smáralind að kaupa jólagjafir því ég átti þær allar eftir. Og taka til heima hjá mér, smotterí á hverju kvöldi.

 Helgi og Árni sonur hans ( sem kom frá Svíþjóð á þriðjudaginn) fóru svo áðan að kaupa jólatré, en það voru bara til tveggja metra tré sem er of stórt heima hjá okkur. Svo þeir enduðu á að kaupa ljósleiðaratré í Byko með 50% afslætti.  Þetta er reyndar voðalega sætt tré , og bara virkilega fallegt að horfa á það.  Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með gervitré á jólunum.  

Veðrið er ótrúlega leiðinlegt þessa daganna, endalaust rok alla daga, rigning, snjór..slagveður. Þetta ætlar engan enda að taka.  Fannst skelfilegt að heyra um hrossinn sem dóu í flóðinu fyrir austan..greyið dýrin örmögnuðust og náðu ekki að landi.  Sorglegt.

Bið að  heilsa ykkur þar til næst

kv. Ester

Mynd af okkur að lokum..

 Jólagellur og jólasveinn

 

 


Er svipur ? =o)

Fyndið!  Samvkvæmt forritinu á ég að vera 98 % lík Natalíe Imbruglia. Hef nú ekki heyrt það í seinni tíð en þegar ég var með stutt hár (og hún líka)  þá var þetta oft nefnt við mig. Og dæmi nú hver fyrir sig: Cool 

110304_674767ce3cf754ank1aj02 Slóðin á forritið er:  http://www.myheritage.com/.


Og þetta er útkoman :

099168_925672bf44f754f016ng02Hehe..

 


Eru bækur of dýrar?

Varð að taka smá pásu frá próflestri í dag til að fara og kaupa jólagjafir svo kalli bróðir geti tekið með sér pakkana til Ítalíu. Hann býr þar nefnilega núna, og er að fara út á morgun. Var að vinna við ýmislegt hér heima, "Frostrósir" m.a. Ég skaust í Bónus og Hagkaup og skoðaði meðal annars bækur. Ég hef nú aldrei talið mig níska, frekar sparsama en mér finnst bækur vera of dýrar. Þurfa bækur að kosta þetta mikið? Mér finnst eins og bækur séu orðnar dýrari nú   en áður fyrr miða við ýmislegt annað.  Þetta er mín tilfinning en kannski er það rugl.  Ég stundaði það nú á árum áður að fara td. í Eymundsson og keypti þar oft stórgóðar  eldri bækur á niðursettu verði á 200-800 kr.  Þessar bækur voru hér og þar í hillunum, inn á milli dýrari bóka.   Ég fékk heilmikið út úr þessu, það er svo skemmtilegt að krúska í bókahillum og labba svo út með  góða bók sem kostaði  nokkur hundruð kall.  Joyful ´Enda á ég marga kassa af bókum niðrí geymslu.  Hef því miður ekki pláss fyrir þær uppi við , ekki fyrr en ég flyt í einbýlishúsið Tounge.  

Þar til síðar ..

Ester 


Næringafræðiprófið búið og mér gekk ..

..vel vel VEL !!!!!  Ætlaði ekki að trúa því hvað mér gekk vel að svara flestöllum spurningunum!  Þá er það bara næsta próf..Lífeðlisfræði...hef einn dag til að lesa undir það próf..líst ekki á það Woundering   Hef annars voðalítið að segja, er búin að læra frá því kl. átta í morgun og fór svo í skólann klukkan þrjú.    Hræðilegt með öll þessi slys í umferðinni.. Frown.. Ég samhryggist innilega öllum þeim sem eiga um sárt að binda.   'Eg finn að ég er orðin miklu hræddari um ástvini/ættingja og vini ..er fljót að hringja ef ég heyri af slysi.  Leggjum okkar að mörkum, förum varlega í umferðinni og flýtum okkur hægt.  

Knús Ester  


Nýji diskur bróður míns.

Loksins komnar inn nýjar myndir Happy.  Heyrði i útvarpinu áðan að Elton John væri að túra um Ástralíu, gott hjá sextugum karlinum.  Nýja lagið hans er þrusugott, hann klikkar ekki.  Heyrði viðtal við yngri bróðir minn á rás tvö í dag, hann ásamt öðrum í Brooklyn fæv  voru að gefa út jóladisk og ég hvet ykkur til að hlusta á hann. Hreint unaðslega fallegur. Þeir tóku hann upp í ágúst, sögðust hafa verið komnir í jólafílingin þegar þeir löbbuðu úr stúdíóinu út í glampandi sólskinið.  Það hefði ekki alveg meikað sens. En jólalegur er diskurinn, enginn undirleikur bara raddaður. Mér finnst það alltaf svo flott.  Voru víst í vandræðum með nafn á diskinn.. allir jóladiskar heita - Gleðileg jól svo þeim datt í hug - Góð jól en það hefur ekki verið notað áður.   Annars er ég í próflestri , fer ekki í jólafílinginn fyrr en prófin eru búinn eða næsta laugardag.  Jólaskemmtun World Class er einmitt á laugardagskvöldið næsta svo maður á eftir að skvetta ærlega úr klaufunum þá. Shocking.


Kolvitlaust veður!

Var að koma inn úr kolbrjáluðu veðri..úfff.  Fór niður í Laugar til að læra um sjöleytið og þá var hálfgerður skafrenningur.  Kom heim um tíuleytið áðan og þá hafði snjókoman breyst í rigningu og það hefur hvesst ennþá meira.  Þvílíkur vatnselgur á götunum!  Rosaleg rigning og rokið tók þvílíkt í bílinn.  Samt skárra að hafa rigningu en skafrenning.

Ég fékk að nota fundarsalinn í  Laugum til að læra því þar er þögn og þar er friður.. og mér veitir sko ekki af því!  Er að byrja í prófum á mánudaginn, og lestrarefnið er ótrúlega mikið!  Næringafræði á mánudag, lífeðlisfræði á miðvikudag og þjálffræði + útreikningar á laugardaginn.   Nám með vinnu hvað!  

Tók mér frí á mán - þriðj - miðvikud til að geta komist alla vega einu sinni í gegnum efnið.  Við sem erum í þessu námi erum ekki alveg nógu ánægð með hvað þetta nám er yfirgripsmikið og auglýst sem "nám með vinnu". Það er ekki fyrir heilvita mann sem ætlar að reyna að ná prófunum að gera þetta án þess að taka sér frí í vinnunni.  Og ég er ekki sú eina sem tók mér frí í vinnu.  

Ætla núna að taka mér smá frí frá lestrinum og bögglast við að setja inn myndir úr afmælisveislunni minni Wizard

Góða helgi Kissing


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband