Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Jarðaför afa míns.

 AfiÍ gær var móðurafi minn kistulagður og jarðaförin fór fram sama dag.  Yndisleg jarðaför ef hægt er að orða það svo. Troðfull kirkja því Steini afi var vinamargur. Ég á bágt með mig í jarðaförum, mér nægir að sjá fólk sem mér þykir vænt um gráta, þá fer ég líka að gráta.  Eða að heyra fallega tónlist, það nægir til að koma tárunum af stað.  Eða hugsa um afa eins og hann var og hvað það er sorglegt að fá ekki að sjá hann aftur í lifanda lífi.  Í kistulagningunni braust sólinn allt í einu fram og geislarnir skinu inn um rúðuna.  Það gerðist aftur í jarðaförinni, einmitt þegar verið var að spila eitt af fallegu lögunum og vil ég trúa því að þetta sé táknrænt. 

Tónlist skipti afa miklu máli.  Hann var mjög músíkalskur og spilaði á harmonikku og hljómborð.  Hann elskaði falleg lög, og hélt m. a. mikið upp á karlakóra.  Í kirkjunni söng Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Bergþór Pálsson, auk karlakórs sem var hreint frábær að hlusta á.  Þegar þeir sungu lagið " Drottinn er minn hirðir" þá féll ég saman, þetta er svo fallegt lag og raddirnar voru svo fallegar.  Ég og bræður mínir , auk pabba, Robba frænda og þremur öðrum vorum burðarmenn, svo við sátum fremst við kistuna.

Eftir jarðaförðina þá var kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu og þar var sko ekkert skorið við nögl.  Mikið hefði afi haft gaman af að hitta allt þetta fólk, vini sína og ættingja. Hann var svo félagslyndur hann afi.  

Það var þó létt yfir fólki í kaffinui, afi var léttur karl, mjög lífsglaður maður og hefði hann verið staddur þarna ( hver veit) þá hefði hann verið manna hressastur.   Áttatíu og eitt gott ár átti afi og megnið af þeim með henni ömmu, á næsta ári hefðu þau átt demantsbrúðkaup, 60 ára!  

Ég mun sakna þín mikið afi minn, þú varst svo mikill karakter.  

 

Drottinn er minn hirðir

Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um réttan veg
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér.

Sproti þinn og stafur huggar mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi drottins bý ég langa ævi.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.

 

 


Ég er 40 ára í dag og ..

óska því eftir hamingjuóskum.."kvitt kvitt" ..=o).   Vó hvað mér finnst skrýtið að vera komin á fimmtugsaldurinn!     Mér fannst ekki nærri svona furðulegt að komast á fertugsaldurinn Cool.  Og henni mömmu finnst þetta stórfurðulegt líka og þá aðalega afþví að það eru fjörutíu ár síðan og hún kom mér í heiminn.    Mamma er reyndar þrælung, bara 18 árum eldri en ég.  

  birthday cake 1

En mál málanna í dag er sími sem maðurinn minn gaf mér í fyrradag.  Voða flottur Samsung sími. Eftir sólarhringshleðslu var símakortið sett í hann og þá kom í ljós fullt af myndum af einhverju fólki, vídeó og  minnislistar i dagbókinni.  Þetta eru íslenskir krakkar,  það heyrist í vídeóinu.     

Mér finnst til háborinnar skammar að vinnubrögðin séu ekki vandaðri en þetta  hjá Símanum, og algjört virðingaleysi gagnvart kúnnanum.   Mistök eða ekki mistök.   

Ég er að vinna til kl. 18 í dag , svo það er lítill tími í afmælisveislu, held því bara upp á það um helgina. Ég er í raun búin að halda upp á afmælið, ferðin til Barcelona var afmælisferð Wizard.   

Eigið frábæran dag í dag - það ætla ég að eiga WizardWizardWizard

 BirthdayCake

 


Myndir frá Barcelona komnar inn.

Endilega kíkið InLove

Afi minn og fallega borgin Barcelona.

Fór inn í fallegustu kirkju sem ég hef komið í sl. sunnudag og þar féllu nokkur tár því ég var að missa afa minn.  Fékk þessar  sorglegu fréttir að heiman.  Hann kvaddi þennan heim aðfararnótt sunnudagsins.   En samt sem áður var það ákveðin léttir, hann þarf ekki að kveljast lengur og ástvinir hans þurfa ekki að horfa upp á hann kveljast.    Held að afi sé mér ofar í huga núna heldur en þessi stórkostlega ferð til Barcelona svo ég ætla að skrifa síðar um borgina.  En set smávegist af myndum inn af ferðinni.  Knús þar til næst. 

kveðja Ester. 

Ég á Römblunni


Þrumur yfir Reykjavík í kvöld?

Hvað eru allir að tala um þrumur?   Fólk hefur  verið að heyra í þrumum og þá sérstaklega þeir sem búa í 101 eða 104.   Getur það átt sér stað í svona kulda?  Hef alltaf heyrt að þrumur og eldingar komi þegar að heitt og kalt loft mætist og ég held það sé rétt. En getur það hafa gerst í kvöld? Væri þakklát fyrir ef einhver sem hefur vit á þessu komi með athugasemd, væri til í smá froðleiksmola. Cool

 

 


Mýrin, Barcelona og lithimnubólga

Ég fór á Mýrina um helgina.  Frábær mynd, vel leikin , fyndin, sorgleg..allur pakkinn.  Var rosalega hrifin af leik "Elliða" ( man ekki nafnið á leikaranum), hann var svo sannfærandi í hlutverkinu að það var rosalegt! Minnir að ég hafi lesið eitthversstaðar að hann sé ekki menntaður leikari en endilega leiðréttið mig ef þið vitið betur. Frábær mynd í alla staði.

 Barcelona er það heillin á fimmtudaginn.  Já ég er að fara til Barcelona, borg listarinnar.   Verð í fjórar nætur, kem heim klukkan 6:45 á þriðjudagsmorgun.  Ég hlakka mikið til.   Þetta er afmælisferð, ég á víst stórafmæli 28. nóvember og ákvað  frekar að fara til Barcelona í slökunar-verslunarferð, frekar heldur en að halda stóra veislu.  Verð nú samt með veislu eins og alltaf ( er mikið afmælisbarn) og kannski verður aðeins fleirum boðið en venjulega..fer örlítið út fyrir fjölskyldurammann.

1310913-Plaza_del_Pi_Barri_Gotic-Barcelona

Ég er komin með "lithimnubólgu" ..blessunin kom á versta tíma en ég rauk strax til augnlæknis um leið og ég varð vör við hana.  Hef nokkrum sinnum fengið þetta áður og alltaf í sama augað.  Augað verður eldrautt og miklir verkir í því.  Ef þetta er ekki meðhöndlað, getur það valdið blindu.  Stórhættulegt.  Þannig að ég sé fram á að geta ekki notað linsurnar mínar mikið á Spáni, fór því í gær og fjárfesti í gleraugum.  Gleraugun mín eru nefnilega orðin gömul og lúin.  Valdi mjög töff gleraugu - Karen Millen og fékk rosatöff design sólgleraugu með styrkleika  í kaupbæti ! Ég mun aldrei skipta um gleraugnaverslun, hann er æði hann Markús! 

 


Staffadjamm World Class

Á Oliver

Staffadjammið var um daginn á Oliver.  Það heppnaðist þvílíkt vel, það er soldið langt síðan staffadjamm var síðast þannig að stemningin var frábær og mjög margir mættu.  Höfðum efri hæðina á Oliver út af fyrir okkur frá 8-23:30.  Þegar opnað var upp fyrir almenning þá fórum við Hrafnhildur, Eyjó og Davíð á Thorvaldssen.  Hitti gamla vini og dansaði eins og vitleysingur.  Skemmti mér brjálæðislega vel - þvílíkt vel heppnað kvöld!  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband