Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Flugslys í Keflavík

Var á leið til Keflavíkur þegar að ég fæ sms í símann minn frá mbl.is.  Flugvél að nauðlenda vegna bilunar í hreyfli, 172 manns innanborðs.  Úff.  Stuttu síðar keyra þrír sjúkrabílar framhjá mér á blússandi ferð með ljósin á fullu.  Ég sá fyrir mér flugvélina missa flugið og hrapa ofan á íþróttaakademíuna eins og hún leggur sig. Kaos, eldur, sjón heimsins beinist að Keflavík. Íþróttaakademíunni.   Var að hugsa um að snúa við.  Hætti þó við það á síðustu stundu.  Minn tími mun koma.   Var ánægð með mig að hafa tekið á þessu á skynsaman hátt ;). 

Rétt upp hönd sem finnst líffæra og lífeðlisfræði auðveld?  Ekki ég!   Sumt er reyndar skemmtilegra og áhugaverðara en annað og þá sérstaklega það sem snýr að þjálfun vöðva og beina í líkamanum.  Enda er það mitt áhugasvið.   Jú auðvitað er gaman að vita hvernig fullkomnasta vél í heimi starfar og hvað í henni býr.  En mér fallast stundum hendur yfir hvað þetta er viðfangsmikið efni.

Það væri ekkert mál að vera í skóla ef maður þyrfti ekki að vinna 100% vinnu með þessu og hugsa um heimili þar að auki.  Ef ég byggi heima hjá pabba og mömmu, ætti engan mann og engin börn og væri ck. tuttugu árum yngri...þá væri þetta ekkert mál.  En þá er reyndar ekki víst að ég hefði nennt að læra.  Ég var ekki alveg í þeim gírnum þegar ég var tuttugu árum yngri.  Djamm og hafa sem mest gaman var viðhorfið í þá daga.  

En þetta tekst með smá fyrirhöfn. Þarf bara að bæta eins og tíu tímum í sólarhringinn og þá er þetta komið :) 


Simbi er 10 ára í dag!

Já hann er tíu ára í dag..sætasti kötturinn!   Það hlýtur að teljast stórafmæli í kattarheimi. Hann fær því rækjur í matinn í kvöld, uppáhaldið sitt.   Hef átt hann frá fæðingu því ég átti mömmu hans líka.   Valdi Simba úr kettlingahópnum af því að ég sá strax að þarna var góður heimilisköttur á ferð. Simgi er latur og feitur eins og góðum kötti sæmir, en á það til að taka allt í einu upp á þvi´að fara að leika sér, hleypur íbúðina enda á milli , stekkur upp á sófa og stóla og hlunkast svo niður örþreyttur á eitthverjum stólnum.   Einn besti köttur sem ég hef átt og minnir soldið á Garfield :)

Simbi

Simbi


Regnhlíf í hurðinni!

Var að kaupa nýjan bíl.  Skoda Superb 2003 , steingrár með áli allan hringinn, (eitthvað kítti ) Ál á pústinu, vindskeið framan og aftan ..en bíðið...þetta er ekkert á við hvernig hann er að innan! Það er hægt að setja niður borð í aftursætinu og þar er pláss fyrir glös.  Bak við borðið er hægt að opna lúgu og þar dregur maður fram skíðapoka.  Í einni hurðinni er hólf sem ég opnaði og dró út fínustu regnhlíf merkt Skoda!   Það er ljós í öllum hurðum og svo þegar maður stígur út úr bílnum þá kviknar "útstiguljós" svo maður sjái betur hvar maður stígur niður, fínt í myrkri.  Ekki það að ég hafi ekki getað verið án þess en þetta er stórsniðugt.  Svo eru allskonar hólf hér og þar í bílnum, á eftir að skoða það betur. Já og LOFTÆLING...geggjað! 

Tékkar ( Hann er frá Tékklandi) eru víst svo stoltir af Skodanum sínum að þeir vilja hafa hann fullkominn, engu til sparað og hugsað fyrir öllu. 

Það eina sem ég get sett út á hann eru græjurnar.  Þær eru ekki nógu góðar.  Vantar meiri kraft og bassa.  Gráni á tíma í ísetningu á nýjum hátölurum á föstudaginn..mikið rosalega verður hann fullkominn þá.


Einkaþjálfaranám úr íþróttaakademíunni

Ég er í námi.  Tveggja anna einkaþjálfaranám í Íþróttaakademíunni í Keflavík.  Sniðuglega uppbyggt nám þar sem námið byggist upp á að taka sjálfan sig í gegn, og þá bæði í mataræði + þjálfun. Ég er ekki bara í bóklegu námi heldur líka líkamlegu.  Flott að sameina þetta svona. Tókun fittnesstest í byrjun náms til að sjá hvar maður þyrfti að bæta sig og það verður svo gert á sex vikna fresti í allan vetur.  Fengum prógram hjá þjálfurum/kennurum okkar  til að fara eftir , flott prógram sem tekur ekki of langan tíma en árangursríkt og tekur á öllum vöðvahópum.

Undirstaða mín er einkaþjálfaranám í einkaþjálfaraskóla World Class, sem ég tók vorið 2004.    Þetta nám er miklu yfirgripsmeira og dýpra en ég bý þó vel að hafa tekið Worldclass skólann á sínum tíma.

Ég ákvað þetta á síðustu stundu ..þs. að fara í þetta nám, og varð því að hætta við að taka þátt í fitness, en það kemur annað mót eftir þetta mót.

Ég útskrifast svo sem lögggiltur einkaþjálfari og fæ einingar úr háskólanum.  Ætli ég geti nokkuð hætt eftir þetta, verð eflaust að læra meira og meira....

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband