Þar varð bíllinn rafmagnslaus!

Ég var að læra í 11 tíma í gær ef ekki lengur.  Fékk lánaðann fundarsalinn í Laugum og þar var ég í 8 tíma til klukkan níu um kvöldið.  Þegar ég kom út í fimbulkuldann og labbaði að bílnum þá sá ég mér til mikils pirrings að ég hafði gleymt að slökkva ljósin á bílnum. Blush Krossaði putta en það var ekki mikil von til þess að bíllinn væri EKKI rafmagnslaus, búin að standa í 8 stiga frosti með ljósin á í átta tíma..enda reyndist það rétt, vélin tók ekki einn kipp.  Crying.

Hljóp inn í Laugar og spurði hvern þann sem fyrir mér varð,  hvort hann væri með startkapla..en nei enginn með startkapla enda ekki hægt að búast við því, hver notar startkapla í dag?    Í huganum sá ég mynd af sjálfri mér kasóléttri og með lítið barn í bílnum, ýtandi gamla Civicnum í gang og aðra mynd sá ég þar sem ég hélt á startköplum , veifandi bílum í von um að þeir myndu stoppa til að gefa mér start.  Síðan eru liðin svo mörg ár að ég ætla ekki einu sinni að nefna þau..LoL.  Ég get alla vega sagt að "litla barnið í bílnum"  er að verða tvítugur í næsta mánuði Wink.

Ég endaði á því að hringja í Hreyfil að ég hélt ...en "Bæjarleiðir" var svarað.  LoL 'Ar og dagar síðan ég hringdi á leigubíl greinilega. Ja nema það sé búið að sameina þessi tvö fyrirtæki?!     Það var yndislegur maður sem gaf mér start ..ég var líka rosalega fegin að sjá hann því úti var ekkert smá kalt og ég orðin þreytt og lúin.   1.300.- kall kostaði startið en ég hefði fegin borgað 5.000.-..hahaha..svo fegin var ég. 

En ég þarf að fara að láta skipta um öryggi´í bílnum, svo bíllinn pípi til að láta mig vita ef ég gleymi að slökkva ljósin í mælarborðinu.  Geri það í fyrramálið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

ég hefði alveg getað reddað þessu hihihihihih.......

Ólafur fannberg, 10.1.2007 kl. 08:25

2 Smámynd: Ester Júlía

 Er sími þarna neðansjávar ..??

Ester Júlía, 10.1.2007 kl. 08:34

3 Smámynd: Ólafur fannberg

ekki kannski sími hehehe en til búnaður sem virkar svipað og ég hef startkapla hehehehe...

Ólafur fannberg, 10.1.2007 kl. 08:40

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Pálmi minn er alltaf með startkapla og hjálpar oft fólki. Oft man ég eftir að við höfum stoppað og hann gefið ókunnugu fólki start. Verst að hann var ekki á þínum slóðum í gær. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.1.2007 kl. 11:28

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ohhh ég fæ alveg hroll þegar þú lísir þessum kulda, við erum vön mjög miklum kulda hér á veturnar en höfum stloppið enþá og ég vona að við gerum það áfram. En þú mintir mig á svolítið. Þegar sonur minn var sex ára átti ég gamlan Ford Escort riðgaðan og bilaðan. Ég og pabbi lánuðum bílskúr og skyptum um það sem þurfti að laga pússuðum bílin og hanmáluðum hann heheh (var einstæð móðir á þessum tíma) En það var nú ekki betur gert við en það að í hvert skipti sem ég þurfti að stoppa þá drap bíllinn á sér. Svo þegar ég var að keyra strákin í 1 bekk og stelpuna 2gja ára á leikskóla, stoppaði bíllinn á hverju horni og við þurftum alltaf bæði að fara út og ýta út um hurðarnar og svo þegar hann hrökk í gang að hoppa uppí aftur. Sonur minn er en að tala um bílin sem hann ýtti um allan bæ ( aleinn ) heheh

Klem og kúns 

Sigrún Friðriksdóttir, 10.1.2007 kl. 14:58

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Hahaha ég sé stöðuna þína Sigrún. Ekki sérlega gaman á meðan á því stendur þó smá spenna æeynist nú þarna en frábær minning

Ester ég er sammála þér með upphæðina. Það er ekki sérlega gaman að koma að bílnum sínum rafmagnslausum.  

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 10.1.2007 kl. 15:24

7 Smámynd: Ester Júlía

Vildi að Pálmi hefði verið staddur þarna í Laugardalnum í gær Jórunn :).       Sigrún : ég átti líka gamlan Ford Escort ...hann endaði líf sitt þannig að þegar ég ætlaði að starta honum í eitt skiptið þá bara startaði hann ekkert, og ekki dugði að fá start ..vélin reyndist ónýt . Oooo hvað ég er fegin að vera búin með þennan pakka í lífinu!   Úffff.. aumingja þú að standa í þessu á þessum tíma! Ekki það skemmtilegasta.   ..já Pálína ..ég hefði borgað fúlgu fjár fyrir start í gær

Ester Júlía, 10.1.2007 kl. 19:30

8 Smámynd: Margrét Elfa Hjálmarsdóttir

Gleðilegt árið Ester.  Mikið skil ég raunir þínar mín kæra.  Ég var nefninlega líka rafmangslaus í gærkvöldi uppí Lágmúla...    Snilldar taktar hjá okkur í 108 greinilega.  Fékk bróður minn til að redda mér starti.

Gangi þér vel í skólanu.  Elfa

Margrét Elfa Hjálmarsdóttir, 11.1.2007 kl. 14:34

9 Smámynd: Ester Júlía

Hæ hæ Elfa mín . Haha..ææ varðst þú líka rafmagnslaus ...úfff ..við erum snillingar ..! Hægt að hlægja að þessu núna en ó mæ hvað mér var ekki hlátur í hug þegar ég kom að bílnum rafmagnslausum!  Og örugglega ekki þér heldur Knús, Ester 

Ester Júlía, 12.1.2007 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband