Jólin '06

Ekkert smá mikiðÞetta voru yndisleg jól. Ég er að springa eftir annan í hangikjöti og kvíði því að mæta í vinnu í fyrramálið.  Og við erum komin í hóp þeirra sem "eiga allt" svei mér þá!  Þvílíkt flottar gjafir sem við fengum.  Börnin fóru sko ekki í jólaköttinn, allir eiga nóg af fötum eftir þessi jól.  Ég er búin að vera með samviskubit í dag að gera hreint EKKERT..svo erfitt að ná sér niður eftir mikið stress fyrir jólin. Er að lesa eina jólagjöfina núna.. "Sér grefur gröf" eftir Yrsu, varð ekki fyrir vonbrigðum, skemmtilega skrifuð bók.   Vona að allir hafi það jafn gott um jólin eins og ég og séu sáttir og ánægðir.  

Kveðja, Ester.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott að heyra að þú ert sátt og ánægð með jólin,Ester mín. Með góða bók í höndum og ekki sé ég betur en að jólatréð taki sig vel út. Bestu kveðjur J

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.12.2006 kl. 19:58

2 Smámynd: Ólafur fannberg

bestu jóla og nýjárskveðjur af botni Atlanhafs

Ólafur fannberg, 27.12.2006 kl. 08:14

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott bloggið hjá þér... kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.12.2006 kl. 22:32

4 Smámynd: Ester Júlía

Þakka ykkur kærlega fyrir ...

Ester Júlía, 28.12.2006 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband